Orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar skerðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. janúar 2019 20:41 Lögblind kona hefur orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar búsetuskerðingar sem hún hefur mátt þola undanfarin ár. Hún segir Tryggingastofnun verða að bregðast við enda hafi fólk í sömu stöðu og hún fá úrræði. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær liggur nú fyrir að Tryggingastofnun ríkisins hefur ólöglega skert bætur rúmlega þúsund öryrkja á grundvelli búsetu um árabil. Um er að ræða svokallaða búsetuskerðingu sem náð hefur til fólks sem búið hefur tímabundið erlendis og fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. Rósa María Hjörvar er ein þeirra sem hefur mátt þola slíka skerðingu. Hún er lögblind og bjó um árabil í Danmörku áður en hún flutti aftur til Íslands fyrir átta árum. Rósa segir að þegar hún hafi fyrst viljað kannað rétt sinn hjá Tryggingastofnun hafi stofnunin vísað sér til Danmerkur þar sem kom í ljós að hún hafði engan rétt og var henni því vísað aftur til Tryggingastofnunar.Sjá einnig: Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár„Stofnunin metur mig og framkvæmir þessa búsetuskerðingu. Reiknar út eitthvað hlutfall út frá því hvað ég er búin að búa hérna lengi. Þá var ég búin að búa í eitt ár og byrja á að geta fengið bótaupphæð að 11 þúsund krónum. Nú eftir átta ára búsetu á Íslandi er ég komin upp í 18 þúsund krónur á mánuði,“ segir Rósa María. Hún áætlar að bætur hennar án búsetuskerðingar ættu að nema um 240 þúsund krónum á mánuði. „Sem eru auðvitað ekki miklir peningar í sjálfu sér en þó meira en 18 þúsund. Ef ég hefði búið utan EES, ef ég hefði komið frá Bandaríkjunum eða öðru landi sem er ekki undir þessum EES-samningi þá hefði ég átt næstum því fullan rétt hérna.“ Hún segir að fólk í sömu stöðu og hún hafi oftar en ekki fá úrræði. „Það er rosalega erfitt að komast í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og það er mjög mismunandi og mjög lágar upphæðir sem þú færð þar. Svo að hér er hópur sem er algjörlega varnarlaus, sem Tryggingastofnun heldur áfram að beita þessu óréttlæti.“ Ekki fengust viðbrögð frá Tryggingastofnun vegna málsins í dag en í samtali við fréttastofu segir Sigursteinn Másson, stjórnmaður hjá Tryggingastofnun, að hann hafi farið fram á að málið verið tekið upp á stjórnarfundi, sem fram fer á mánudag. Félagsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Lögblind kona hefur orðið af háum fjárhæðum vegna ólögmætrar búsetuskerðingar sem hún hefur mátt þola undanfarin ár. Hún segir Tryggingastofnun verða að bregðast við enda hafi fólk í sömu stöðu og hún fá úrræði. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær liggur nú fyrir að Tryggingastofnun ríkisins hefur ólöglega skert bætur rúmlega þúsund öryrkja á grundvelli búsetu um árabil. Um er að ræða svokallaða búsetuskerðingu sem náð hefur til fólks sem búið hefur tímabundið erlendis og fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. Rósa María Hjörvar er ein þeirra sem hefur mátt þola slíka skerðingu. Hún er lögblind og bjó um árabil í Danmörku áður en hún flutti aftur til Íslands fyrir átta árum. Rósa segir að þegar hún hafi fyrst viljað kannað rétt sinn hjá Tryggingastofnun hafi stofnunin vísað sér til Danmerkur þar sem kom í ljós að hún hafði engan rétt og var henni því vísað aftur til Tryggingastofnunar.Sjá einnig: Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár„Stofnunin metur mig og framkvæmir þessa búsetuskerðingu. Reiknar út eitthvað hlutfall út frá því hvað ég er búin að búa hérna lengi. Þá var ég búin að búa í eitt ár og byrja á að geta fengið bótaupphæð að 11 þúsund krónum. Nú eftir átta ára búsetu á Íslandi er ég komin upp í 18 þúsund krónur á mánuði,“ segir Rósa María. Hún áætlar að bætur hennar án búsetuskerðingar ættu að nema um 240 þúsund krónum á mánuði. „Sem eru auðvitað ekki miklir peningar í sjálfu sér en þó meira en 18 þúsund. Ef ég hefði búið utan EES, ef ég hefði komið frá Bandaríkjunum eða öðru landi sem er ekki undir þessum EES-samningi þá hefði ég átt næstum því fullan rétt hérna.“ Hún segir að fólk í sömu stöðu og hún hafi oftar en ekki fá úrræði. „Það er rosalega erfitt að komast í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og það er mjög mismunandi og mjög lágar upphæðir sem þú færð þar. Svo að hér er hópur sem er algjörlega varnarlaus, sem Tryggingastofnun heldur áfram að beita þessu óréttlæti.“ Ekki fengust viðbrögð frá Tryggingastofnun vegna málsins í dag en í samtali við fréttastofu segir Sigursteinn Másson, stjórnmaður hjá Tryggingastofnun, að hann hafi farið fram á að málið verið tekið upp á stjórnarfundi, sem fram fer á mánudag.
Félagsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. 4. janúar 2019 20:00