Eldsupptök í Eddufelli enn til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2019 00:00 Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök Vísir/JóhannK Til skoðunar er hvort eldur sem kviknaði á bak við klæðningu í fjölbýlishúsi í Eddufelli í gærkvöldi hafi komið upp út frá rafmagni. Rýma þurfti húsið á meðan slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn upp úr klukkan níu og var þegar allt tiltækt lið sent á vettvang. Nærliggjandi götum var lokað og fjölbýlishúsið rýmt en íbúarnir fengu skjól í strætisvagni á meðan slökkvistarf fór fram. Sjáanlegur eldur var lítill í fyrstu þegar slökkvilið kom að en þegar slökkviliðsmenn sáu að eldurinn hafði hlaupið á bakvið klæðninguna og upp eftir öllum veggnum var ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur. Eins og sjá var slökkvistarf frekar umfangsmikið. Brjóta þurfti flísaklæðningu utan á byggingunni til þess að sjá hvort eldur eða glæður leyndust á bakvið. Töluvert vatn þurfti til þess að tryggja að hvergi leyndist eldur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum með á annan tug íbúða. Íbúum var brugðið.Bjarrnveig Guðbjartsdóttir og sonur hennar Guðbjartur Felixson búa í húsinu þar sem eldurinn kom upp.Vísir/JóhannK„Maður veit alveg að það verður að vera alveg öruggt áður en maður fær að sjá þarna. En ég sé að það er svart á svölunum á hæðinni okkar þannig að maður veit ekki. Það er ekki gaman að enda hátíðarnar svona. Þetta er skelfilegt,“ sagði Bjarnveig Guðbjartsdóttir, íbúi í húsinu þegar fréttastofa ræddi við hana á vettvangi í gær. Slökkvistarf tók á þriðju klukkustund en þá var íbúum leyft að snúa til síns heima. Á vettvangi í dag mátti sjá skemmdirnar sem urðu vegna eldsins utan á klæðningunni.Vísir/JóhannKÍ dagsbirtunni í dag var svo betur hægt að virða fyrir sér skemmdirnar eftir brunann en eins og sjá má eru þær töluverðar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök og ekki er ólíklegt að kveiknað hafi í út frá rafmagni. Miklar skemmdur urðu á byggingunni þegar slökkviliðsmenn þurftu að rífa flísaklæðningu frá en sömuleiðis í einhverjum íbúðum þar sem að vatn lak inn þegar að slökkvistarf stóð yfir. Einnig er til skoðunar hvort eldurinn hafi komið upp með öðrum hætti. Fjölbýlishúsið þar sem að eldurinn kom upp er nýlegt og er til skoðunar hvort klæðning utan á húsinu standist lög, reglugerðir og kröfur sem gerðar eru. Fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Slökkvilið Tengdar fréttir „Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46 Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27 Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27 Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Til skoðunar er hvort eldur sem kviknaði á bak við klæðningu í fjölbýlishúsi í Eddufelli í gærkvöldi hafi komið upp út frá rafmagni. Rýma þurfti húsið á meðan slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eldinn upp úr klukkan níu og var þegar allt tiltækt lið sent á vettvang. Nærliggjandi götum var lokað og fjölbýlishúsið rýmt en íbúarnir fengu skjól í strætisvagni á meðan slökkvistarf fór fram. Sjáanlegur eldur var lítill í fyrstu þegar slökkvilið kom að en þegar slökkviliðsmenn sáu að eldurinn hafði hlaupið á bakvið klæðninguna og upp eftir öllum veggnum var ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur. Eins og sjá var slökkvistarf frekar umfangsmikið. Brjóta þurfti flísaklæðningu utan á byggingunni til þess að sjá hvort eldur eða glæður leyndust á bakvið. Töluvert vatn þurfti til þess að tryggja að hvergi leyndist eldur. Fjölbýlishúsið er á fjórum hæðum með á annan tug íbúða. Íbúum var brugðið.Bjarrnveig Guðbjartsdóttir og sonur hennar Guðbjartur Felixson búa í húsinu þar sem eldurinn kom upp.Vísir/JóhannK„Maður veit alveg að það verður að vera alveg öruggt áður en maður fær að sjá þarna. En ég sé að það er svart á svölunum á hæðinni okkar þannig að maður veit ekki. Það er ekki gaman að enda hátíðarnar svona. Þetta er skelfilegt,“ sagði Bjarnveig Guðbjartsdóttir, íbúi í húsinu þegar fréttastofa ræddi við hana á vettvangi í gær. Slökkvistarf tók á þriðju klukkustund en þá var íbúum leyft að snúa til síns heima. Á vettvangi í dag mátti sjá skemmdirnar sem urðu vegna eldsins utan á klæðningunni.Vísir/JóhannKÍ dagsbirtunni í dag var svo betur hægt að virða fyrir sér skemmdirnar eftir brunann en eins og sjá má eru þær töluverðar. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök og ekki er ólíklegt að kveiknað hafi í út frá rafmagni. Miklar skemmdur urðu á byggingunni þegar slökkviliðsmenn þurftu að rífa flísaklæðningu frá en sömuleiðis í einhverjum íbúðum þar sem að vatn lak inn þegar að slökkvistarf stóð yfir. Einnig er til skoðunar hvort eldurinn hafi komið upp með öðrum hætti. Fjölbýlishúsið þar sem að eldurinn kom upp er nýlegt og er til skoðunar hvort klæðning utan á húsinu standist lög, reglugerðir og kröfur sem gerðar eru. Fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins í dag.
Slökkvilið Tengdar fréttir „Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46 Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27 Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27 Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Ekki gaman að enda hátíðirnar svona“ Erfitt að bíða eftir fregnum af slökkvistarfi segir einn af íbúum hússins við Eddufell 8. 1. janúar 2019 22:46
Slökkvistarfi lokið Slökkvistarfi lauk nú á tólfta tímanum við fjölbýlishús að Eddufelli 8 í Breiðholti. Slökkvistarfið gekk greiðlega að sögn varðstjóra. 1. janúar 2019 23:27
Sáu eldinn hlaupa upp eftir klæðningunni er þeir renndu í hlað Slökkviliðið telur sig vera búið að slökkva eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Eddufelli í Breiðholti fyrr í kvöld. Tilkynnt var um lítinn eld í fyrstu en fljótlega varð ljóst að hafa þyrfti hraðar hendur við slökkvistarf. 1. janúar 2019 22:27
Eldur í Eddufelli Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds á svölum í Eddufelli 8 í Breiðholti 1. janúar 2019 21:44