Netflix fjarlægir gamanþátt eftir kvörtun Sáda Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2019 08:33 Hasan Minhaj dró leiðtoga Sádi-Arabíu saman í háði í Netflix-þætti sínum. Það féll ekki í kramið í Ríad. Vísir/Getty Streymisþjónustan Netflix hefur fjarlægt bandarískan gamanþátt þar sem gagnrýni kom fram á ráðamenn í Sádi-Arabíu eftir að stjórnvöld þar í landi kvörtuðu. Sádar telja þáttinn brot á lögum um tölvuglæpi. Í öðrum þætti „Föðurlandsvinarlaganna“ [e. Patriot Act], gamanþætti bandaríska grínarans Hasans Minhaj, gagnrýnir Minhaj sádiarabíska krónprinsinns Mohammed bin Salman vegna morðsins á Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október og stríðsrekstur Sáda í Jemen. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið á blaðamanninum. Þátturinn fór fyrir brjóstið á sádiarabískum stjórnvöldum sem lögðu fram formlega kvörtun til Netflix. Forráðamenn streymisþjónustunnar segjast virða listrænt frelsi en að hún hafi þurft að virða lög í Sádi-Arabíu. Þátturinn er því ekki lengur aðgengilegur sádiarabískum áhorfendum á Netflix. Þeir geta þó enn sé hann á Youtube, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post en hann var búsettur í Virginíu. Karen Attiah, ritstjóri Khashoggi hjá blaðinu, gagnrýndi ákvörðun Netflix harðlega í tísti í gær. Sagði hún Minhaj hafa verið sterka, hreinskilna og fyndna rödd gegn Sádi-Arabíu og Salman krónprins eftir morðið á Khashoggi og hafa vakið athygli á ástandinu í Jemen. „Virkilega hneykslanlegt að Netflix hafi tekið út einn af þáttum hans sem var gagnrýninn á Sádi-Arabíu,“ tísti hún. Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Netflix Sádi-Arabía Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Streymisþjónustan Netflix hefur fjarlægt bandarískan gamanþátt þar sem gagnrýni kom fram á ráðamenn í Sádi-Arabíu eftir að stjórnvöld þar í landi kvörtuðu. Sádar telja þáttinn brot á lögum um tölvuglæpi. Í öðrum þætti „Föðurlandsvinarlaganna“ [e. Patriot Act], gamanþætti bandaríska grínarans Hasans Minhaj, gagnrýnir Minhaj sádiarabíska krónprinsinns Mohammed bin Salman vegna morðsins á Jamal Khashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október og stríðsrekstur Sáda í Jemen. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman hafi skipað fyrir um morðið á blaðamanninum. Þátturinn fór fyrir brjóstið á sádiarabískum stjórnvöldum sem lögðu fram formlega kvörtun til Netflix. Forráðamenn streymisþjónustunnar segjast virða listrænt frelsi en að hún hafi þurft að virða lög í Sádi-Arabíu. Þátturinn er því ekki lengur aðgengilegur sádiarabískum áhorfendum á Netflix. Þeir geta þó enn sé hann á Youtube, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Khashoggi skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post en hann var búsettur í Virginíu. Karen Attiah, ritstjóri Khashoggi hjá blaðinu, gagnrýndi ákvörðun Netflix harðlega í tísti í gær. Sagði hún Minhaj hafa verið sterka, hreinskilna og fyndna rödd gegn Sádi-Arabíu og Salman krónprins eftir morðið á Khashoggi og hafa vakið athygli á ástandinu í Jemen. „Virkilega hneykslanlegt að Netflix hafi tekið út einn af þáttum hans sem var gagnrýninn á Sádi-Arabíu,“ tísti hún.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Netflix Sádi-Arabía Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira