Kominn með „hundleið“ á Klaustursmálinu Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2019 22:27 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. Eitt af þeim málum sem stóðu upp úr á árinu var vafalítið Klaustursmálið svokallaða þar sem upptökur náðust af samtali þingmanna á Klaustur bar. Í Kryddsíldinni í gær sagðist Bjarni ekki hafa áhuga á því að framlengja umræðu um þessar upptökur og hann væri kominn með „hundleið“ á málinu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og hérna tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði Bjarni. „Einhver kynni að halda að ég vildi helst framlengja þessa umræðu og athyglin væri bara þarna, ég hef bara engan áhuga á því. Ég held að flest fólk sem er að stunda vinnu og reka heimili og ala upp börn og er að fást við allskonar krefjandi verkefni úti í samfélaginu það fái nákvæmlega ekki neitt út úr þessari umræðu.“ Bjarni sagði umræðuna standa í vegi fyrir því að stjórnmálin færu að skila sínu í þágu fólksins í samfélaginu. Fólk gerði væntingar til þess að fólkið inni á þingi myndi sinna þeim störfum sem ætlast er til af þeim. „Á meðan við erum föst í einhverju svona, þá gerist ekkert í hinu.“Væri óheiðarlegt að segjast ekki hafa setið fundi þar sem samstarfsfólk er til umræðu Aðspurður sagðist Bjarni ekki geta neitað því að hafa setið fundi þar sem aðrir stjórnmálamenn og flokkar séu ræddir, það sama ætti sér stað á kaffistofum um allan bæ. Það þýddi þó ekki að umræðan færi fram á svipuðum nótum og í Klaustursmálinu umtalaða. „Það væri óheiðarlegt að segja að maður hafi ekki oft setið fundi þar sem er verið að baktala aðra stjórnmálamenn, og lýsa því að þessi sé nú ekki nógu góður eða þessi sé nú upprennandi og svo framvegis,“ sagði Bjarni. Þá benti hann á að þeir sem heyrðust í upptökunum hefðu stigið fram og beðist afsökunar á framferði sínu. „Um þetta mál er ég bara þeirrar skoðunar að ég er búinn að fá nóg af þessu máli, ég hef engan áhuga á að framlengja umræðu um það og mér finnst að ýmsir palladómar, og ég hef verið beðinn um að lýsa minni skoðun á þessu. Ég hef bara áhuga á að þingið fari að starfa í þágu mála sem brenna á fólki í landinu, ég hef miklu meiri áhuga á því,“ sagði Bjarni að lokum. Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: Bjarni hundleiður á Klaustursmálinu Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. Eitt af þeim málum sem stóðu upp úr á árinu var vafalítið Klaustursmálið svokallaða þar sem upptökur náðust af samtali þingmanna á Klaustur bar. Í Kryddsíldinni í gær sagðist Bjarni ekki hafa áhuga á því að framlengja umræðu um þessar upptökur og hann væri kominn með „hundleið“ á málinu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og hérna tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði Bjarni. „Einhver kynni að halda að ég vildi helst framlengja þessa umræðu og athyglin væri bara þarna, ég hef bara engan áhuga á því. Ég held að flest fólk sem er að stunda vinnu og reka heimili og ala upp börn og er að fást við allskonar krefjandi verkefni úti í samfélaginu það fái nákvæmlega ekki neitt út úr þessari umræðu.“ Bjarni sagði umræðuna standa í vegi fyrir því að stjórnmálin færu að skila sínu í þágu fólksins í samfélaginu. Fólk gerði væntingar til þess að fólkið inni á þingi myndi sinna þeim störfum sem ætlast er til af þeim. „Á meðan við erum föst í einhverju svona, þá gerist ekkert í hinu.“Væri óheiðarlegt að segjast ekki hafa setið fundi þar sem samstarfsfólk er til umræðu Aðspurður sagðist Bjarni ekki geta neitað því að hafa setið fundi þar sem aðrir stjórnmálamenn og flokkar séu ræddir, það sama ætti sér stað á kaffistofum um allan bæ. Það þýddi þó ekki að umræðan færi fram á svipuðum nótum og í Klaustursmálinu umtalaða. „Það væri óheiðarlegt að segja að maður hafi ekki oft setið fundi þar sem er verið að baktala aðra stjórnmálamenn, og lýsa því að þessi sé nú ekki nógu góður eða þessi sé nú upprennandi og svo framvegis,“ sagði Bjarni. Þá benti hann á að þeir sem heyrðust í upptökunum hefðu stigið fram og beðist afsökunar á framferði sínu. „Um þetta mál er ég bara þeirrar skoðunar að ég er búinn að fá nóg af þessu máli, ég hef engan áhuga á að framlengja umræðu um það og mér finnst að ýmsir palladómar, og ég hef verið beðinn um að lýsa minni skoðun á þessu. Ég hef bara áhuga á að þingið fari að starfa í þágu mála sem brenna á fólki í landinu, ég hef miklu meiri áhuga á því,“ sagði Bjarni að lokum. Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: Bjarni hundleiður á Klaustursmálinu
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11
Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00