Mikil fjölgun skráðra afbrota á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2019 06:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði um 350 mál hvern dag. Lögreglustjóri þakkar öflugu liði. Fréttablaðið/Ernir Verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í fyrra, samanborið við árin þar á undan. Skráð voru sextán prósent fleiri mál hjá lögreglunni árið 2018 en að meðaltali árin 2015 til 2017. Einnig voru afskipti höfð af fjórðungi fleiri einstaklingum í fyrra og lögreglan sinnti 27 prósent fleiri verkefnum. Á hverjum einasta degi voru að jafnaði skráð um 350 verkefni í málaskrá lögreglunnar en þau voru um 280 að meðaltali hin þrjú árin á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrotatölfræði ársins 2018. Til að mynda var tilkynnt um 9.762 hegningarlagabrot til lögreglunnar sem er fimm prósent fjölgun milli ára. Umferðarlagabrotum fjölgaði mikið á árinu sem leið og voru um 45 þúsund brot skráð á höfuðborgarsvæðinu sem er fimmtán prósent fjölgun milli ára. „Hegningarlagabrotum fjölgar og þar er það aðallega heimilisofbeldismálum sem fjölgar. Einnig er aukning í kynferðisbrotum með aukinni tiltrú á kerfinu og meiri umræðu í samfélaginu með tilkomu Me too hreyfingarinnar. Allt slíkt umtal hjálpar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,vísir/ernirÞá segir Sigríður Björk fleiri mál koma inn til lögreglu frá Bjarkahlíð sem hún telji að að hefðu ekki að öðrum kosti komið inn á borð lögreglu. „Brotaþolar eiga kannski auðveldara með að koma þangað en inn á lögreglustöð til okkar beint. Við auðvitað viljum að öll lögbrot komi á borð lögreglunnar.“ Að mati Sigríðar Bjarkar hafa lögreglumenn unnið afar gott starf á árinu og mikill kraftur sé í starfi þeirra. Markmiðið sé að veita landsmönnum góða þjónustu og auka öryggið. Við sjáum hins vegar núna að innbrotum fjölgar og þar eru oft skipulagðir erlendir hópar að verki sem koma inn þegar velmegun hér er mikil. Við höfum á árinu upprætt nokkra slíka hópa en svo virðist sem nýir hópar komi inn í staðinn,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í fyrra, samanborið við árin þar á undan. Skráð voru sextán prósent fleiri mál hjá lögreglunni árið 2018 en að meðaltali árin 2015 til 2017. Einnig voru afskipti höfð af fjórðungi fleiri einstaklingum í fyrra og lögreglan sinnti 27 prósent fleiri verkefnum. Á hverjum einasta degi voru að jafnaði skráð um 350 verkefni í málaskrá lögreglunnar en þau voru um 280 að meðaltali hin þrjú árin á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrotatölfræði ársins 2018. Til að mynda var tilkynnt um 9.762 hegningarlagabrot til lögreglunnar sem er fimm prósent fjölgun milli ára. Umferðarlagabrotum fjölgaði mikið á árinu sem leið og voru um 45 þúsund brot skráð á höfuðborgarsvæðinu sem er fimmtán prósent fjölgun milli ára. „Hegningarlagabrotum fjölgar og þar er það aðallega heimilisofbeldismálum sem fjölgar. Einnig er aukning í kynferðisbrotum með aukinni tiltrú á kerfinu og meiri umræðu í samfélaginu með tilkomu Me too hreyfingarinnar. Allt slíkt umtal hjálpar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,vísir/ernirÞá segir Sigríður Björk fleiri mál koma inn til lögreglu frá Bjarkahlíð sem hún telji að að hefðu ekki að öðrum kosti komið inn á borð lögreglu. „Brotaþolar eiga kannski auðveldara með að koma þangað en inn á lögreglustöð til okkar beint. Við auðvitað viljum að öll lögbrot komi á borð lögreglunnar.“ Að mati Sigríðar Bjarkar hafa lögreglumenn unnið afar gott starf á árinu og mikill kraftur sé í starfi þeirra. Markmiðið sé að veita landsmönnum góða þjónustu og auka öryggið. Við sjáum hins vegar núna að innbrotum fjölgar og þar eru oft skipulagðir erlendir hópar að verki sem koma inn þegar velmegun hér er mikil. Við höfum á árinu upprætt nokkra slíka hópa en svo virðist sem nýir hópar komi inn í staðinn,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira