Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2019 23:45 Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar. Vísir/EPA Breskir fjölmiðlar fylgjast nú náið með Filippus prins, hertoga af Edinborg, eftir að hann varð valdur að árekstri nærri Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum fyrir tveimur sólarhringum.Fyrr í kvöld sagði fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC frá því að lögreglan hefði boðað að Filippus, sem er eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, fengi enga sérmeðferð við rannsókn lögreglunnar á árekstrinum. Sagði BBC frá því að hinn 97 ára gamli prins hefði sést keyrandi einn nú nokkrum dögum eftir slysið. Seinna í kvöld var bætt um betur í fréttaflutningnum og greint frá því að lögreglan í Norfolk hefði veitt prinsinum aldna tiltal eftir að bæði Daily Mail og The Sun birtu myndir af bílferð hans þar sem hertoginn var einn í för á nýjum Land Rover og án sætisbeltis.Sagðist hafa blindast af sólinni Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum sem vaðr þegar hann ók bíl sínum á KIA-bifreið. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 28 ára gömul kona, hlaut skurði en farþeginn, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði. Níu mánaða gamall drengur var einnig í KIA-bifreiðinni en hann slapp ómeiddur. Hertoginn var einn í bílnum þegar slysið varð. Roy Warne, sem varð vitni að slysinu, sagði við BBC að hertoginn hefði spurt á vettvangi hvort fólkið í KIA-bílnum hefði nokkuð slasat. Sagðist Warne hafa heyrt þegar hertoginn tjáði lögreglu að hann hefði blindast af sólinni áður en áreksturinn varð. Segir prinsinn ekki hafa beðið sig afsökunarElísabet drottning og Fillipus prins.Vísir/EPA„Ég er heppin að vera á lífi en hann hefur ekki einu sinni beðist afsökunar,“ Emma segir í samtali við vef breska dagblaðsins The Mirror. Hún segist ekki hafa fengið símtal frá konungsfjölskyldunni en segir tengilið lögreglunnar við konungsfjölskylduna hafa sett sig í samband við hana og skilað kveðju til hennar frá drottningunni og hertoganum. Emma segir skilaboðin hafa verið óskiljanleg, hún hafi ekki verið beðin afsökunar og þá hafi hjónin ekki skilað óskum um bata til hennar. Áður hafði talsmaður fjölskyldunnar sagt við BBC að haft hefði verið samband við þá sem voru í KIA-bifreiðinni og þeim óskað skjóts bata.Var spennt fyrir símtali frá drottningunni Emma segist hafa búist við meiru af konungsfjölskyldunni. Þá dregur hún útskýringar hertogans um að hann hafi blindast af sólinni í efa því skýjað hefði verið þennan dag. „Ég elska konungsfjölskylduna en mér líður eins og ég hafi verið hunsuð. Hvað þyrfti að gerast svo prinsinn myndi biðja mig afsökunar, ef hann sér þá eftir þessu? Var það svo erfitt fyrir hann og drottninguna að senda mér kort og blóm?“ Hún segir að henni hafi verið ráðlagt að tala ekki við neinn um slysið og henni sagt að búast við símtali frá fjölskyldunni í gær. „Ég veit að drottningin er önnum kafin en ég var orðin mjög spennt eftir símtali frá henni.“ Bretland England Kóngafólk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Breskir fjölmiðlar fylgjast nú náið með Filippus prins, hertoga af Edinborg, eftir að hann varð valdur að árekstri nærri Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum fyrir tveimur sólarhringum.Fyrr í kvöld sagði fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC frá því að lögreglan hefði boðað að Filippus, sem er eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, fengi enga sérmeðferð við rannsókn lögreglunnar á árekstrinum. Sagði BBC frá því að hinn 97 ára gamli prins hefði sést keyrandi einn nú nokkrum dögum eftir slysið. Seinna í kvöld var bætt um betur í fréttaflutningnum og greint frá því að lögreglan í Norfolk hefði veitt prinsinum aldna tiltal eftir að bæði Daily Mail og The Sun birtu myndir af bílferð hans þar sem hertoginn var einn í för á nýjum Land Rover og án sætisbeltis.Sagðist hafa blindast af sólinni Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum sem vaðr þegar hann ók bíl sínum á KIA-bifreið. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 28 ára gömul kona, hlaut skurði en farþeginn, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði. Níu mánaða gamall drengur var einnig í KIA-bifreiðinni en hann slapp ómeiddur. Hertoginn var einn í bílnum þegar slysið varð. Roy Warne, sem varð vitni að slysinu, sagði við BBC að hertoginn hefði spurt á vettvangi hvort fólkið í KIA-bílnum hefði nokkuð slasat. Sagðist Warne hafa heyrt þegar hertoginn tjáði lögreglu að hann hefði blindast af sólinni áður en áreksturinn varð. Segir prinsinn ekki hafa beðið sig afsökunarElísabet drottning og Fillipus prins.Vísir/EPA„Ég er heppin að vera á lífi en hann hefur ekki einu sinni beðist afsökunar,“ Emma segir í samtali við vef breska dagblaðsins The Mirror. Hún segist ekki hafa fengið símtal frá konungsfjölskyldunni en segir tengilið lögreglunnar við konungsfjölskylduna hafa sett sig í samband við hana og skilað kveðju til hennar frá drottningunni og hertoganum. Emma segir skilaboðin hafa verið óskiljanleg, hún hafi ekki verið beðin afsökunar og þá hafi hjónin ekki skilað óskum um bata til hennar. Áður hafði talsmaður fjölskyldunnar sagt við BBC að haft hefði verið samband við þá sem voru í KIA-bifreiðinni og þeim óskað skjóts bata.Var spennt fyrir símtali frá drottningunni Emma segist hafa búist við meiru af konungsfjölskyldunni. Þá dregur hún útskýringar hertogans um að hann hafi blindast af sólinni í efa því skýjað hefði verið þennan dag. „Ég elska konungsfjölskylduna en mér líður eins og ég hafi verið hunsuð. Hvað þyrfti að gerast svo prinsinn myndi biðja mig afsökunar, ef hann sér þá eftir þessu? Var það svo erfitt fyrir hann og drottninguna að senda mér kort og blóm?“ Hún segir að henni hafi verið ráðlagt að tala ekki við neinn um slysið og henni sagt að búast við símtali frá fjölskyldunni í gær. „Ég veit að drottningin er önnum kafin en ég var orðin mjög spennt eftir símtali frá henni.“
Bretland England Kóngafólk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira