Afkomuviðvörun vegna lægri flugfargjalda Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 10:39 Vél Ryanair kemur til lendingar á alþjóðaflugvellinum í Lissabon. Getty/Horacio Villalobos - Corbis Lággjaldaflugrisinn Ryanair hefur lækkað afkomuspá sína fyrir yfirstandandi rekstrarár vegna lækkunar á flugfargjöldum. Þetta er í annað sinn á um þremur mánuðum sem flugfélagið þarf að senda frá sér afkomuviðvörun. Framkvæmdastjóri Ryanair, Michael O' Leary, segist ekki geta útilokað að flugfélagið muni þurfa að lækka fargjöldin enn frekar. Gert er ráð fyrir því að lækkunin hafi numið um 7 prósentum í vetur, en fyrri áætlanir hljóðuðu upp á 2 prósenta lækkun. Haft er eftir O' Leary á vef breska ríkisútvarpsins að lág flugfargjöld hafi nú þegar valdið töluverðum titringi meðal keppinauta Ryanair. Vísar hann þar sérstaklega til lággjaldaflugfélagsins Flybe, sem var á barmi gjaldþrots áður en hópur fjárfesta, þar á meðal flugfélagið Virgin Atlantic, kom því til bjargar fyrir um viku síðan. Fleiri lággjaldaflugfélög hafa barist í bökkum eða verið úrskurðuð gjaldþrota á síðustu misserum, er þar skemmst að nefna WOW Air og Primera Air, en það síðarnefnda lagði upp laupana í haust eins og frægt er orðið.Sjá einnig: Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögumRyanair áætlar nú að hagnaður félagsins verði á bilinu 1 til 1,1 milljarður evra, 152 milljarðar íslenskra króna. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir um 100 milljón evru meiri hagnaði á rekstrarárinu, sem lýkur þann 31. mars næstkomandi. Þrátt fyrir afkomuviðvörunina sér Ryanair fram á að flytja fleiri farþega en fyrri spár gerðu ráð fyrir. O' Leary segir að vandræðin megi að einhverju leyti rekja til gríðarlegs framboðs á flugsætum í styttri flugferðir innan Evrópu. Fyrir vikið hafi neytendur notið lægri flugfargjalda en nokkru sinni. „Við teljum að þetta lággjaldaumhverfi muni verða til þess að afhjúpa fleiri keppinauta okkar í taprekstri; til að mynda WOW, Flybe og jafnvel Germania, sem öll eru til sölu þessa stundina,“ segir O'Leary. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur líklegt að hærri fargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi. 4. ágúst 2018 07:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lággjaldaflugrisinn Ryanair hefur lækkað afkomuspá sína fyrir yfirstandandi rekstrarár vegna lækkunar á flugfargjöldum. Þetta er í annað sinn á um þremur mánuðum sem flugfélagið þarf að senda frá sér afkomuviðvörun. Framkvæmdastjóri Ryanair, Michael O' Leary, segist ekki geta útilokað að flugfélagið muni þurfa að lækka fargjöldin enn frekar. Gert er ráð fyrir því að lækkunin hafi numið um 7 prósentum í vetur, en fyrri áætlanir hljóðuðu upp á 2 prósenta lækkun. Haft er eftir O' Leary á vef breska ríkisútvarpsins að lág flugfargjöld hafi nú þegar valdið töluverðum titringi meðal keppinauta Ryanair. Vísar hann þar sérstaklega til lággjaldaflugfélagsins Flybe, sem var á barmi gjaldþrots áður en hópur fjárfesta, þar á meðal flugfélagið Virgin Atlantic, kom því til bjargar fyrir um viku síðan. Fleiri lággjaldaflugfélög hafa barist í bökkum eða verið úrskurðuð gjaldþrota á síðustu misserum, er þar skemmst að nefna WOW Air og Primera Air, en það síðarnefnda lagði upp laupana í haust eins og frægt er orðið.Sjá einnig: Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögumRyanair áætlar nú að hagnaður félagsins verði á bilinu 1 til 1,1 milljarður evra, 152 milljarðar íslenskra króna. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir um 100 milljón evru meiri hagnaði á rekstrarárinu, sem lýkur þann 31. mars næstkomandi. Þrátt fyrir afkomuviðvörunina sér Ryanair fram á að flytja fleiri farþega en fyrri spár gerðu ráð fyrir. O' Leary segir að vandræðin megi að einhverju leyti rekja til gríðarlegs framboðs á flugsætum í styttri flugferðir innan Evrópu. Fyrir vikið hafi neytendur notið lægri flugfargjalda en nokkru sinni. „Við teljum að þetta lággjaldaumhverfi muni verða til þess að afhjúpa fleiri keppinauta okkar í taprekstri; til að mynda WOW, Flybe og jafnvel Germania, sem öll eru til sölu þessa stundina,“ segir O'Leary.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur líklegt að hærri fargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi. 4. ágúst 2018 07:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Eftirspurn eftir flugi gæti dalað Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur líklegt að hærri fargjöld muni draga úr eftirspurn eftir flugi. 4. ágúst 2018 07:30
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00