Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Sveinn Arnarsson skrifar 17. janúar 2019 06:30 Talsverðra endurbóta er þörf í Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. Endurbæturnar eru til þess ætlaðar að hægt sé að dæla sandi úr botni hafnarinnar frá landi. Nýr Herjólfur mun hefja siglingar á þessu ári og er vonast eftir því að ferjan geti nýtt Landeyjahöfn mun betur en verið hefur að undan förnu. Sandburður inn í höfnina hefur verið til trafala og hafa stöðugar dýpkanir átt sér stað frá því höfnin var tilbúin til notkunar. „Við erum að setja tunnur á báða garðsendana. Það er gert til þess að koma upp aðstöðu til að dýpka höfnina frá landi. Þær eru tuttugu metrar að þvermáli og verða fylltar með grjóti og svo er steyptur vegur út á þá og þá er hægt að koma með krana út á enda garðanna með dælu og dæla þannig upp úr botninum,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Einnig er verið að vinna að öðrum framkvæmdum til að styrkja höfnina enn frekar svo hægt sé að nýta hana allt árið. Í innri höfninni er fyrirhugað að stækka hana til austurs til að draga úr hreyfingu sjávar innan hafnarinnar. „Hingað til hefur verið of mikil hreyfing fyrir ferjuna. Við gerum ráð fyrir að nýrri ferjan verði í verri veðrum í Landeyjahöfn og ætlunin er einnig að hlaða hana með rafmagni og þá þarf að draga úr þessari hreyfingu,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar þarf þá að ráðast í nokkrar aðgerðir. „Ein aðgerðin er að stækka höfnina til austurs. Síðan er verið að þrengja opið örlítið,“ segir hann. Þessar breytingar munu að öllum líkindum kosta um 1,3 milljarða króna. „Það er vonast til þess að nýtingin verði betri á höfninni. Það hefur gengið illa að dýpka höfnina í fjóra mánuði á ári með dýpkunarskipum. Við teljum þá geta dýpkað í mun hærri öldu en áður með því að dæla frá landi,“ segir Sigurður Áss Grétarsson. Birtist í Fréttablaðinu Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. Endurbæturnar eru til þess ætlaðar að hægt sé að dæla sandi úr botni hafnarinnar frá landi. Nýr Herjólfur mun hefja siglingar á þessu ári og er vonast eftir því að ferjan geti nýtt Landeyjahöfn mun betur en verið hefur að undan förnu. Sandburður inn í höfnina hefur verið til trafala og hafa stöðugar dýpkanir átt sér stað frá því höfnin var tilbúin til notkunar. „Við erum að setja tunnur á báða garðsendana. Það er gert til þess að koma upp aðstöðu til að dýpka höfnina frá landi. Þær eru tuttugu metrar að þvermáli og verða fylltar með grjóti og svo er steyptur vegur út á þá og þá er hægt að koma með krana út á enda garðanna með dælu og dæla þannig upp úr botninum,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Einnig er verið að vinna að öðrum framkvæmdum til að styrkja höfnina enn frekar svo hægt sé að nýta hana allt árið. Í innri höfninni er fyrirhugað að stækka hana til austurs til að draga úr hreyfingu sjávar innan hafnarinnar. „Hingað til hefur verið of mikil hreyfing fyrir ferjuna. Við gerum ráð fyrir að nýrri ferjan verði í verri veðrum í Landeyjahöfn og ætlunin er einnig að hlaða hana með rafmagni og þá þarf að draga úr þessari hreyfingu,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar þarf þá að ráðast í nokkrar aðgerðir. „Ein aðgerðin er að stækka höfnina til austurs. Síðan er verið að þrengja opið örlítið,“ segir hann. Þessar breytingar munu að öllum líkindum kosta um 1,3 milljarða króna. „Það er vonast til þess að nýtingin verði betri á höfninni. Það hefur gengið illa að dýpka höfnina í fjóra mánuði á ári með dýpkunarskipum. Við teljum þá geta dýpkað í mun hærri öldu en áður með því að dæla frá landi,“ segir Sigurður Áss Grétarsson.
Birtist í Fréttablaðinu Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira