Raunverulegan kaupmátt, takk Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Íslensk stjórnvöld gætu aukið kaupmátt lægstu launa um allt að þriðjung og það áður en til launahækkana kæmi. Þau hafa öll nauðsynleg tæki í höndum sér og skortir aðeins viljann. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu miklu máli 33% aukning kaupmáttar myndi skipta fyrir það fólk sem lægstar hefur tekjurnar og á erfitt með að ná endum saman. Slíkar breytingar væru svo sannarlega verðugt framlag til lausnar á erfiðum kjaradeilum sem eru í uppsiglingu.Skattleysismörk í 250 þúsund Viðreisn vill leggja til róttæka uppstokkun á núverandi skattkerfi. Hækka mætti skattleysismörk í allt að 250 þúsund krónur á mánuði með því að taka upp útgreiðanlegan persónuafslátt sem eykst með vaxandi tekjum upp að 100 þúsund krónur á mánuði en skerðist síðan hlutfallslega með hækkandi tekjum eftir það. Samhliða þessu yrði skattprósenta lægra skattþreps lækkuð í 25% en skattprósenta hátekjuþrepsins héldist svipuð og nú er. Tekjumörk skattþrepanna væru samhliða lækkuð nokkuð. Þessar breytingar myndu auka jöfnunarhlutverk skattkerfisins og tryggja að skattbyrði einstaklinga með minna en 800 þúsund krónur á mánuði myndi lækka. Ávinningur tekjulægstu hópanna yrði langsamlega mestur. Þessar hugmyndir byggja á skattatillögum sem settar voru fram af samráðsvettvangi um aukna hagsæld en hafa verið útfærðar nánar með það að markmiði að skila hærri skattleysismörkum en þar var gert ráð fyrir. Gróft áætlað mætti ætla að þessar breytingar myndu leiða til 10-15 milljarða skattalækkunar til einstaklinga.xxxxMatarkarfan gæti lækkað um þriðjung Fjögurra manna fjölskylda hér á landi greiðir um 67 þúsund krónum meira á mánuði fyrir matarkörfuna en nágrannar okkar gera. Þar af greiðum við um 57 þúsund krónum meira á mánuði fyrir þær matvörur sem njóta mestrar verndar, þ.e. innlendar landbúnaðarafurðir. Það er þó ekki svo að nágrannar okkar styðji ekki við bændur. Þvert á móti nýtur landbúnaður í þessum löndum mikils stuðnings. Þar hefur þess hins vegar einnig verið gætt að neytendur njóti góðs af. Sú vernd og stuðningur sem hér hefur tíðkast beinist hins vegar fyrst og fremst að því að standa vörð um einokunarstöðu innlendra afurðastöðva. Við höfum reynslu af umbótum hér á landi sem hafa skilað neytendum miklum ávinningi. Stuðningskerfi garðyrkjubænda var þannig breytt fyrir um 15 árum síðan, tollvernd afnumin en beingreiðslur auknar á móti. Verðhækkanir á grænmeti hafa upp frá því verið mun minni en t.d. á mjólkurafurðum eða kjöti, einmitt vegna aukinnar samkeppni erlendis frá. Á sama tíma hefur orðið mikil vöruþróun á sviði innlendrar grænmetisframleiðslu og umtalsverð aukning á heildarframleiðslu. Það er því vel hægt að breyta landbúnaðarkerfinu þannig að bæði bændur og neytendur hafi ávinning af. Það vantar einfaldlega vilja stjórnvalda til þess.Og svo blessuð krónan Loks er það kostnaðurinn af krónunni. Við borgum miklu hærri vexti en nágrannalönd okkar. Vaxtakostnaður af 20 milljón króna húsnæðisláni er liðlega 70 þúsund krónum meiri á mánuði hér á landi en hjá nágrönnum okkar. Ástæðan er kostnaðarsamur og óstöðugur gjaldmiðill sem og skortur á samkeppni á fjármálamarkaði. Fákeppnina má m.a. rekja til þess að erlendir bankar hafa lítinn sem engan áhuga á að starfa á svo litlu gjaldmiðilssvæði. Enn og aftur skortir hins vegar vilja hjá stjórnvöldum til að breyta þessu. Þegar allt þetta er dregið saman, endurskoðun skattkerfisins, afnám tollverndar á matvælum og lækkun vaxta með stöðugra gengi, gæti fjögurra manna fjölskylda með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun aukið ráðstöfunartekjur sínar um nærri 180 þúsund krónur á mánuði. Það munar um minna. Lausnir þessar eru heldur ekki til skamms tíma heldur framtíðarlausn fyrir landsmenn, það er það sem Viðreisn vill. Vilji er allt sem þarf en því miður skortir þann vilja hjá stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld gætu aukið kaupmátt lægstu launa um allt að þriðjung og það áður en til launahækkana kæmi. Þau hafa öll nauðsynleg tæki í höndum sér og skortir aðeins viljann. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu miklu máli 33% aukning kaupmáttar myndi skipta fyrir það fólk sem lægstar hefur tekjurnar og á erfitt með að ná endum saman. Slíkar breytingar væru svo sannarlega verðugt framlag til lausnar á erfiðum kjaradeilum sem eru í uppsiglingu.Skattleysismörk í 250 þúsund Viðreisn vill leggja til róttæka uppstokkun á núverandi skattkerfi. Hækka mætti skattleysismörk í allt að 250 þúsund krónur á mánuði með því að taka upp útgreiðanlegan persónuafslátt sem eykst með vaxandi tekjum upp að 100 þúsund krónur á mánuði en skerðist síðan hlutfallslega með hækkandi tekjum eftir það. Samhliða þessu yrði skattprósenta lægra skattþreps lækkuð í 25% en skattprósenta hátekjuþrepsins héldist svipuð og nú er. Tekjumörk skattþrepanna væru samhliða lækkuð nokkuð. Þessar breytingar myndu auka jöfnunarhlutverk skattkerfisins og tryggja að skattbyrði einstaklinga með minna en 800 þúsund krónur á mánuði myndi lækka. Ávinningur tekjulægstu hópanna yrði langsamlega mestur. Þessar hugmyndir byggja á skattatillögum sem settar voru fram af samráðsvettvangi um aukna hagsæld en hafa verið útfærðar nánar með það að markmiði að skila hærri skattleysismörkum en þar var gert ráð fyrir. Gróft áætlað mætti ætla að þessar breytingar myndu leiða til 10-15 milljarða skattalækkunar til einstaklinga.xxxxMatarkarfan gæti lækkað um þriðjung Fjögurra manna fjölskylda hér á landi greiðir um 67 þúsund krónum meira á mánuði fyrir matarkörfuna en nágrannar okkar gera. Þar af greiðum við um 57 þúsund krónum meira á mánuði fyrir þær matvörur sem njóta mestrar verndar, þ.e. innlendar landbúnaðarafurðir. Það er þó ekki svo að nágrannar okkar styðji ekki við bændur. Þvert á móti nýtur landbúnaður í þessum löndum mikils stuðnings. Þar hefur þess hins vegar einnig verið gætt að neytendur njóti góðs af. Sú vernd og stuðningur sem hér hefur tíðkast beinist hins vegar fyrst og fremst að því að standa vörð um einokunarstöðu innlendra afurðastöðva. Við höfum reynslu af umbótum hér á landi sem hafa skilað neytendum miklum ávinningi. Stuðningskerfi garðyrkjubænda var þannig breytt fyrir um 15 árum síðan, tollvernd afnumin en beingreiðslur auknar á móti. Verðhækkanir á grænmeti hafa upp frá því verið mun minni en t.d. á mjólkurafurðum eða kjöti, einmitt vegna aukinnar samkeppni erlendis frá. Á sama tíma hefur orðið mikil vöruþróun á sviði innlendrar grænmetisframleiðslu og umtalsverð aukning á heildarframleiðslu. Það er því vel hægt að breyta landbúnaðarkerfinu þannig að bæði bændur og neytendur hafi ávinning af. Það vantar einfaldlega vilja stjórnvalda til þess.Og svo blessuð krónan Loks er það kostnaðurinn af krónunni. Við borgum miklu hærri vexti en nágrannalönd okkar. Vaxtakostnaður af 20 milljón króna húsnæðisláni er liðlega 70 þúsund krónum meiri á mánuði hér á landi en hjá nágrönnum okkar. Ástæðan er kostnaðarsamur og óstöðugur gjaldmiðill sem og skortur á samkeppni á fjármálamarkaði. Fákeppnina má m.a. rekja til þess að erlendir bankar hafa lítinn sem engan áhuga á að starfa á svo litlu gjaldmiðilssvæði. Enn og aftur skortir hins vegar vilja hjá stjórnvöldum til að breyta þessu. Þegar allt þetta er dregið saman, endurskoðun skattkerfisins, afnám tollverndar á matvælum og lækkun vaxta með stöðugra gengi, gæti fjögurra manna fjölskylda með 700 þúsund krónur í mánaðarlaun aukið ráðstöfunartekjur sínar um nærri 180 þúsund krónur á mánuði. Það munar um minna. Lausnir þessar eru heldur ekki til skamms tíma heldur framtíðarlausn fyrir landsmenn, það er það sem Viðreisn vill. Vilji er allt sem þarf en því miður skortir þann vilja hjá stjórnvöldum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun