Eyþóri og Vigdísi brugðið undir eldmessu Dags Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2019 16:22 Afar grunnt er á því góða milli minnihlutans og meirihlutans í borgarstjórn og þar takast einkum á þau Dagur og svo Vigdís og Eyþór. Vísir Vigdís Hauksdóttir og Eyþór Arnalds, í minnihluta borgarstjórnar, bera sig heldur aumlega eftir eldræðu borgarstjóra, en svo virðist sem hann sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart gagnrýni minnihlutans í tengslum við Bragga-málið svokallað.Minnihlutinn gerir bjölluat í fjölmiðlum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti sannkallaða eldmessu í ráðhúsinu áðan hvar hann vandaði þeim Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna ekki kveðjurnar. Hann segir Vigdísi og Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins hafa gert bjölluat í fjölmiðlum, kynnt tillögu sem þær svo drógu til baka en skildu einn mann eftir úti í skurði; oddvita Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds. Vigdísi segir hann hafa magalent með tillögu sína að vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara og Sjálfstæðisflokkurinn megi muna fífil sinn fegurri. Hann var eitt sinn stjórntækur.Segir Dag hafa orðið sér til skammarSjá má meira um þennan hitafund í borgarstjórn hér. Mikill hiti var í fundarfólki.Vigdís sýnir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins umfjöllun Vísis.visir/vilhelmBæði Vigdís og Eyþór hafa tjáð sig um ræðu Dags á sínum Facebook-veggjum og ljóst að þeim er brugðið. Vigdís telur Dag ekki í lagi: „Borgarstjóri er langt í frá að vera í jafnvægi.Notar gamla trixið - hjólar í persónu mína en ræðir ekki Braggabömmerinn, lögbrotin, förgun tölvupósta, stjórnlausri eyðslu útsvarstekna borgarinnar í gæluverkefni og fl. og fl. Hann varð sér algjörlega til skammar,“ segir Vigdís.Klippa: Dagur B. Eggertsson - Braggamálið rætt í borgarstjórnSegir Dag enga auðmýkt sýna „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið,“ segir Eyþór. Og hann heldur áfram. Ljóst má vera að honum er brugðið: „Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því. Nær væri að framkvæmdastjóri borgarinnar sýndi ábyrgð og auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að á hans vakt var ekki bara stórfelld framúrkeyrsla, heldur um ólöglegar og óheimilar greiðslur að ræða,“ skrifar Eyþór og spyr: „Hvar er auðmýktin gagnvart því að lög um skjalavörslu eru brotin þegar skjalavarsla er á borði skrifstofu borgarstjóra? Hvar er auðmýktin gagnvart skattfé almennings?“ Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir og Eyþór Arnalds, í minnihluta borgarstjórnar, bera sig heldur aumlega eftir eldræðu borgarstjóra, en svo virðist sem hann sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart gagnrýni minnihlutans í tengslum við Bragga-málið svokallað.Minnihlutinn gerir bjölluat í fjölmiðlum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti sannkallaða eldmessu í ráðhúsinu áðan hvar hann vandaði þeim Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna ekki kveðjurnar. Hann segir Vigdísi og Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins hafa gert bjölluat í fjölmiðlum, kynnt tillögu sem þær svo drógu til baka en skildu einn mann eftir úti í skurði; oddvita Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds. Vigdísi segir hann hafa magalent með tillögu sína að vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara og Sjálfstæðisflokkurinn megi muna fífil sinn fegurri. Hann var eitt sinn stjórntækur.Segir Dag hafa orðið sér til skammarSjá má meira um þennan hitafund í borgarstjórn hér. Mikill hiti var í fundarfólki.Vigdís sýnir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins umfjöllun Vísis.visir/vilhelmBæði Vigdís og Eyþór hafa tjáð sig um ræðu Dags á sínum Facebook-veggjum og ljóst að þeim er brugðið. Vigdís telur Dag ekki í lagi: „Borgarstjóri er langt í frá að vera í jafnvægi.Notar gamla trixið - hjólar í persónu mína en ræðir ekki Braggabömmerinn, lögbrotin, förgun tölvupósta, stjórnlausri eyðslu útsvarstekna borgarinnar í gæluverkefni og fl. og fl. Hann varð sér algjörlega til skammar,“ segir Vigdís.Klippa: Dagur B. Eggertsson - Braggamálið rætt í borgarstjórnSegir Dag enga auðmýkt sýna „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið,“ segir Eyþór. Og hann heldur áfram. Ljóst má vera að honum er brugðið: „Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því. Nær væri að framkvæmdastjóri borgarinnar sýndi ábyrgð og auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að á hans vakt var ekki bara stórfelld framúrkeyrsla, heldur um ólöglegar og óheimilar greiðslur að ræða,“ skrifar Eyþór og spyr: „Hvar er auðmýktin gagnvart því að lög um skjalavörslu eru brotin þegar skjalavarsla er á borði skrifstofu borgarstjóra? Hvar er auðmýktin gagnvart skattfé almennings?“
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15