Eyþóri og Vigdísi brugðið undir eldmessu Dags Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2019 16:22 Afar grunnt er á því góða milli minnihlutans og meirihlutans í borgarstjórn og þar takast einkum á þau Dagur og svo Vigdís og Eyþór. Vísir Vigdís Hauksdóttir og Eyþór Arnalds, í minnihluta borgarstjórnar, bera sig heldur aumlega eftir eldræðu borgarstjóra, en svo virðist sem hann sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart gagnrýni minnihlutans í tengslum við Bragga-málið svokallað.Minnihlutinn gerir bjölluat í fjölmiðlum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti sannkallaða eldmessu í ráðhúsinu áðan hvar hann vandaði þeim Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna ekki kveðjurnar. Hann segir Vigdísi og Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins hafa gert bjölluat í fjölmiðlum, kynnt tillögu sem þær svo drógu til baka en skildu einn mann eftir úti í skurði; oddvita Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds. Vigdísi segir hann hafa magalent með tillögu sína að vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara og Sjálfstæðisflokkurinn megi muna fífil sinn fegurri. Hann var eitt sinn stjórntækur.Segir Dag hafa orðið sér til skammarSjá má meira um þennan hitafund í borgarstjórn hér. Mikill hiti var í fundarfólki.Vigdís sýnir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins umfjöllun Vísis.visir/vilhelmBæði Vigdís og Eyþór hafa tjáð sig um ræðu Dags á sínum Facebook-veggjum og ljóst að þeim er brugðið. Vigdís telur Dag ekki í lagi: „Borgarstjóri er langt í frá að vera í jafnvægi.Notar gamla trixið - hjólar í persónu mína en ræðir ekki Braggabömmerinn, lögbrotin, förgun tölvupósta, stjórnlausri eyðslu útsvarstekna borgarinnar í gæluverkefni og fl. og fl. Hann varð sér algjörlega til skammar,“ segir Vigdís.Klippa: Dagur B. Eggertsson - Braggamálið rætt í borgarstjórnSegir Dag enga auðmýkt sýna „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið,“ segir Eyþór. Og hann heldur áfram. Ljóst má vera að honum er brugðið: „Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því. Nær væri að framkvæmdastjóri borgarinnar sýndi ábyrgð og auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að á hans vakt var ekki bara stórfelld framúrkeyrsla, heldur um ólöglegar og óheimilar greiðslur að ræða,“ skrifar Eyþór og spyr: „Hvar er auðmýktin gagnvart því að lög um skjalavörslu eru brotin þegar skjalavarsla er á borði skrifstofu borgarstjóra? Hvar er auðmýktin gagnvart skattfé almennings?“ Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir og Eyþór Arnalds, í minnihluta borgarstjórnar, bera sig heldur aumlega eftir eldræðu borgarstjóra, en svo virðist sem hann sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart gagnrýni minnihlutans í tengslum við Bragga-málið svokallað.Minnihlutinn gerir bjölluat í fjölmiðlum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti sannkallaða eldmessu í ráðhúsinu áðan hvar hann vandaði þeim Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna ekki kveðjurnar. Hann segir Vigdísi og Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins hafa gert bjölluat í fjölmiðlum, kynnt tillögu sem þær svo drógu til baka en skildu einn mann eftir úti í skurði; oddvita Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds. Vigdísi segir hann hafa magalent með tillögu sína að vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara og Sjálfstæðisflokkurinn megi muna fífil sinn fegurri. Hann var eitt sinn stjórntækur.Segir Dag hafa orðið sér til skammarSjá má meira um þennan hitafund í borgarstjórn hér. Mikill hiti var í fundarfólki.Vigdís sýnir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins umfjöllun Vísis.visir/vilhelmBæði Vigdís og Eyþór hafa tjáð sig um ræðu Dags á sínum Facebook-veggjum og ljóst að þeim er brugðið. Vigdís telur Dag ekki í lagi: „Borgarstjóri er langt í frá að vera í jafnvægi.Notar gamla trixið - hjólar í persónu mína en ræðir ekki Braggabömmerinn, lögbrotin, förgun tölvupósta, stjórnlausri eyðslu útsvarstekna borgarinnar í gæluverkefni og fl. og fl. Hann varð sér algjörlega til skammar,“ segir Vigdís.Klippa: Dagur B. Eggertsson - Braggamálið rætt í borgarstjórnSegir Dag enga auðmýkt sýna „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið,“ segir Eyþór. Og hann heldur áfram. Ljóst má vera að honum er brugðið: „Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því. Nær væri að framkvæmdastjóri borgarinnar sýndi ábyrgð og auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að á hans vakt var ekki bara stórfelld framúrkeyrsla, heldur um ólöglegar og óheimilar greiðslur að ræða,“ skrifar Eyþór og spyr: „Hvar er auðmýktin gagnvart því að lög um skjalavörslu eru brotin þegar skjalavarsla er á borði skrifstofu borgarstjóra? Hvar er auðmýktin gagnvart skattfé almennings?“
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15