Viðskipti innlent

COS opnar í Reykjavík

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
COS er á leiðinni til Íslands.
COS er á leiðinni til Íslands. Vísir/getty
COS, eins konar systurverslun H&M, mun opna verslun í Reykjavík síðar á þessu ári. COS er í eigu H&M fataverslunarkeðjunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá COS en verslunin mun opna á Hafnartorgi, í húsinu við hlið H&M. Verslunin verður á tveimur hæðum, í um 700 fermetra verslunarrými.

Fyrsta COS verslunin opnaði í Bretlandi árið 2007 en hefur á undanförnum árum teygt anga sína víða um heim og eru alls reknar hátt í 200 COS-verslanir í 34 löndum.

Ekki er tekið fram hvar né hvenær verslunin opnar en H&M rekur nú þrjár verslanir hér á landi, tvær í Reykjavík og eina í Kópavogi. Þá tilkynnti félagið á síðasta ári að fataverslunin Monki myndi opna í Smáralind næsta vor, sem og verslunin Weekday.

Í tilkynningunni segir að í verslunum COS sé lögð áhersla á „tímalausa hönnun sem er jafnframt nýtískuleg og hefur notagildi.“ Grundvallarmarkmiðið sé að bjóða upp á hágæða tískufatnað sem samanstandi af lykilflíkum í bland við endurhannaða klassík.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um staðsetningu hinnar fyrirhugðu verslunar.


 


Tengdar fréttir

Monki opnar á Íslandi

Skandinavíska fataverslunarkeðjan Monki mun opna 450 fermetra verslun í Smáralind næsta vor.

H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi

Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×