Aftur var hægt að næla sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2019 08:07 Flugfélagið á í talsverðum erfiðleikum. Getty/Rodrigo Machado Í annað sinn á innan við tveimur vikum nældu heppnir viðskiptavinir flugfélagsins Cathay Pacific sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka í bókunarkerfi flugfélagsins. Aftur mun flugfélagið ekki fara fram á það að fullt verð verði greitt fyrir miðana. BBC greinir frá. Vökulir viðskiptavinir gátu nælt sér í flugmiða á fyrsta farrými á leið félagsins frá Hong Kong til Lissabon í Portúgal, í gegnum London, fyrir aðeins 1.512 dollara, því sem nemur 180 þúsund krónum. Sambærilegur flugmiði með stoppi í Frankfurt á að kosta 16 þúsund dollara, um 1,9 milljónir króna. Miðarnir sem um ræðir voru í boði á vefsíðu félagsins í gær. Flugfélagið segir að gerð hafi verið mistök sem verði rannsökuð. Í byrjun ársins gátu viðskiptavinir Cathay nælt sér í miða í flug á milli Víetnam og New York, fram og til baka, í ágúst næstkomandi sem viðskiptavinirnir greiddu um 675 bandaríkjadali fyrir, eða um 78 þúsund íslenskar krónur. Mistök voru þá einnig gerð að sögn flugfélagsins. Mistökin eru sögð kóróna erfitt rekstrarár hjá Cathay Pacific, sem hefur verið rekið með tapi undanfarin tvö ár. Félagið, sem gerir út frá Hong Kong, er sagt hafa átt erfitt með að bregðast við síharðnandi samkeppni í fluggeiranum, ekki síst með tilkomu fjölda lággjaldaflugfélaga í Suðaustur-Asíu. Þá rataði flugfélagið í fréttirnar í september síðastliðnum þegar það neyddist til að senda eina vélina sína aftur í sprautun. Ástæðan var innsláttarvilla í nafni félagsins, fyrir vikið stóð „Cathay Paciic“ á vélinni. Mánuði síðar var gerð tölvuárás á höfuðstöðvar flugfélagsins og náðu tölvuþrjótar að stela persónuupplýsingum næstum 9,4 milljón viðskiptavina Cathay Pacific. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nældu sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka flugfélagsins Flugfélagið Cathay Pacific segist ekki ætla að fara fram á að viðskiptavinir, sem nældu sér í flugmiða á fyrsta farrými á spottprís, greiði fullt verð fyrir miðana. 2. janúar 2019 10:19 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í annað sinn á innan við tveimur vikum nældu heppnir viðskiptavinir flugfélagsins Cathay Pacific sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka í bókunarkerfi flugfélagsins. Aftur mun flugfélagið ekki fara fram á það að fullt verð verði greitt fyrir miðana. BBC greinir frá. Vökulir viðskiptavinir gátu nælt sér í flugmiða á fyrsta farrými á leið félagsins frá Hong Kong til Lissabon í Portúgal, í gegnum London, fyrir aðeins 1.512 dollara, því sem nemur 180 þúsund krónum. Sambærilegur flugmiði með stoppi í Frankfurt á að kosta 16 þúsund dollara, um 1,9 milljónir króna. Miðarnir sem um ræðir voru í boði á vefsíðu félagsins í gær. Flugfélagið segir að gerð hafi verið mistök sem verði rannsökuð. Í byrjun ársins gátu viðskiptavinir Cathay nælt sér í miða í flug á milli Víetnam og New York, fram og til baka, í ágúst næstkomandi sem viðskiptavinirnir greiddu um 675 bandaríkjadali fyrir, eða um 78 þúsund íslenskar krónur. Mistök voru þá einnig gerð að sögn flugfélagsins. Mistökin eru sögð kóróna erfitt rekstrarár hjá Cathay Pacific, sem hefur verið rekið með tapi undanfarin tvö ár. Félagið, sem gerir út frá Hong Kong, er sagt hafa átt erfitt með að bregðast við síharðnandi samkeppni í fluggeiranum, ekki síst með tilkomu fjölda lággjaldaflugfélaga í Suðaustur-Asíu. Þá rataði flugfélagið í fréttirnar í september síðastliðnum þegar það neyddist til að senda eina vélina sína aftur í sprautun. Ástæðan var innsláttarvilla í nafni félagsins, fyrir vikið stóð „Cathay Paciic“ á vélinni. Mánuði síðar var gerð tölvuárás á höfuðstöðvar flugfélagsins og náðu tölvuþrjótar að stela persónuupplýsingum næstum 9,4 milljón viðskiptavina Cathay Pacific.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nældu sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka flugfélagsins Flugfélagið Cathay Pacific segist ekki ætla að fara fram á að viðskiptavinir, sem nældu sér í flugmiða á fyrsta farrými á spottprís, greiði fullt verð fyrir miðana. 2. janúar 2019 10:19 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nældu sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka flugfélagsins Flugfélagið Cathay Pacific segist ekki ætla að fara fram á að viðskiptavinir, sem nældu sér í flugmiða á fyrsta farrými á spottprís, greiði fullt verð fyrir miðana. 2. janúar 2019 10:19