Vill fjölga fulltrúum í innkauparáði og auka eftirlitshlutverk þess Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 06:15 Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Sem stendur mynda ráðið þrír fulltrúar en verði breytingin samþykkt munu þeir verða fimm. Þá fengi ráðið nýtt nafn, eftirlits- og innkauparáð Reykjavíkurborgar. Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé að ráðið hafi ekki hlotið áheyrn embættismanna og borgarráðs. Mál á borði ráðsins séu oft flókin og viðamikil. Með tillögunni sé stefnt að því að efla ráðið. „Þetta kemur svo sem í kjölfar þeirra mála sem hafa verið í umræðunni. Við í innkauparáði höfðum lengi reynt að fá útskýringar á Nauthólsvegi 100 en það gekk illa. Með þessu viljum við að innkauparáð hafi veigameira hlutverk sem verði fyrst og fremst tengt eftirliti,“ segir Björn. Björn bendir á að hið fornkveðna betur sjá augu en auga eigi vel við í þessu tilfelli. Oftar en ekki séu það gífurlega stór mál og háar upphæðir sem séu undir. Því sé mikilvægt að tveir fulltrúar, sem oftast séu minnihlutans hverju sinni, geti vísað málum til IER. „Ef mönnum er alvara með að bæta hlutina þá er þetta stór hluti af því. Við höfum engan annan kost úr því sem komið er en að reyna að gera hlutina betur. Ég á því ekki von á öðru en að þessari tillögu verði vel tekið á fundinum á morgun,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Sem stendur mynda ráðið þrír fulltrúar en verði breytingin samþykkt munu þeir verða fimm. Þá fengi ráðið nýtt nafn, eftirlits- og innkauparáð Reykjavíkurborgar. Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé að ráðið hafi ekki hlotið áheyrn embættismanna og borgarráðs. Mál á borði ráðsins séu oft flókin og viðamikil. Með tillögunni sé stefnt að því að efla ráðið. „Þetta kemur svo sem í kjölfar þeirra mála sem hafa verið í umræðunni. Við í innkauparáði höfðum lengi reynt að fá útskýringar á Nauthólsvegi 100 en það gekk illa. Með þessu viljum við að innkauparáð hafi veigameira hlutverk sem verði fyrst og fremst tengt eftirliti,“ segir Björn. Björn bendir á að hið fornkveðna betur sjá augu en auga eigi vel við í þessu tilfelli. Oftar en ekki séu það gífurlega stór mál og háar upphæðir sem séu undir. Því sé mikilvægt að tveir fulltrúar, sem oftast séu minnihlutans hverju sinni, geti vísað málum til IER. „Ef mönnum er alvara með að bæta hlutina þá er þetta stór hluti af því. Við höfum engan annan kost úr því sem komið er en að reyna að gera hlutina betur. Ég á því ekki von á öðru en að þessari tillögu verði vel tekið á fundinum á morgun,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira