Rótarhópar fyrir konur með fíknivanda Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. janúar 2019 07:45 Katrín Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir skipa ráð Rótarinnar. Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur stofnað til sjálfshjálparhópastarfs í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem kallaðir eru Rótarhópar. Hópastarfinu er ætlað að styðja konur til bata frá vímuefnafíkn og er það konunum að kostnaðarlausu að sækja sér stuðning í hópana. Í Rótarhópunum er unnið út frá þekkingu á sambandi áfalla og vímuefnavanda og er þátttaka í þeim aðeins hluti af bataferlinu að sögn aðstandenda. „Engin skyndilækning er til á áhrifum áfalla og allt lífið erum við að skoða fortíð okkar, læra af henni og skapa okkur betri framtíð í kjölfarið,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, annar tveggja leiðbeinenda Rótarhópanna. Guðrún Ebba er grunnskólakennari og hefur leitt sjálfshjálparhópa í Stígamótum og Drekaslóð. Hinn leiðbeinandinn, Katrín G. Alfreðsdóttir, er félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og með gráðu í fíknifræðum. Umræðuefni hópanna tengjast viðfangsefnum námskeiðsins Konur studdar til bata, sem Rótin hélt í haust, þar sem aðaláherslan var á sjálfsmynd, sambönd og samskipti, kynverund og andlega heilsu kvenna með fíknivanda. „Innan þessara þátta eru undirflokkar sem allir snerta mikilvæg atriði fyrir konur í bataferli. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Rætt er um nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað þess að grípa til þess að nota vímuefni.“ Guðrún Ebba segir það hafa verið draum kvennanna sem að Rótinni standa frá byrjun að stofna hópastarf, eða eins konar stuðningshópa, að fyrirmynd Stephanie Covington, sem er þekktur fíknisérfræðingur og doktor í sálfræði frá Bandaríkjunum. „Stephanie horfir á fíknina í gegnum áföllin, sem afleiðingu þess sem kom fyrir,“ útskýrir Guðrún Ebba. „Við teljum brýna þörf á svona starfi og það hefur mikið verið kallað eftir að Rótin verði með fundi eða einhvers konar hópastarf. Þetta er okkar svar við því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur stofnað til sjálfshjálparhópastarfs í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem kallaðir eru Rótarhópar. Hópastarfinu er ætlað að styðja konur til bata frá vímuefnafíkn og er það konunum að kostnaðarlausu að sækja sér stuðning í hópana. Í Rótarhópunum er unnið út frá þekkingu á sambandi áfalla og vímuefnavanda og er þátttaka í þeim aðeins hluti af bataferlinu að sögn aðstandenda. „Engin skyndilækning er til á áhrifum áfalla og allt lífið erum við að skoða fortíð okkar, læra af henni og skapa okkur betri framtíð í kjölfarið,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, annar tveggja leiðbeinenda Rótarhópanna. Guðrún Ebba er grunnskólakennari og hefur leitt sjálfshjálparhópa í Stígamótum og Drekaslóð. Hinn leiðbeinandinn, Katrín G. Alfreðsdóttir, er félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og með gráðu í fíknifræðum. Umræðuefni hópanna tengjast viðfangsefnum námskeiðsins Konur studdar til bata, sem Rótin hélt í haust, þar sem aðaláherslan var á sjálfsmynd, sambönd og samskipti, kynverund og andlega heilsu kvenna með fíknivanda. „Innan þessara þátta eru undirflokkar sem allir snerta mikilvæg atriði fyrir konur í bataferli. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Rætt er um nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað þess að grípa til þess að nota vímuefni.“ Guðrún Ebba segir það hafa verið draum kvennanna sem að Rótinni standa frá byrjun að stofna hópastarf, eða eins konar stuðningshópa, að fyrirmynd Stephanie Covington, sem er þekktur fíknisérfræðingur og doktor í sálfræði frá Bandaríkjunum. „Stephanie horfir á fíknina í gegnum áföllin, sem afleiðingu þess sem kom fyrir,“ útskýrir Guðrún Ebba. „Við teljum brýna þörf á svona starfi og það hefur mikið verið kallað eftir að Rótin verði með fundi eða einhvers konar hópastarf. Þetta er okkar svar við því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira