Golfarar eru mótfallnir hringli með klukkuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 07:00 Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ Ekki liggur fyrir hvort afstaða Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til breytinga á klukkunni er sú sama nú og síðast þegar slíkt var til umræðu. Golfsamband Íslands (GSÍ) er aftur á móti enn þá ekki hrifið af því að hringlað sé með tímann. Ríkisstjórnin kynnti í liðinni viku til samráðs hugmyndir um aðgerðir til að bregðast við svefntíma þjóðarinnar en sá er almennt of stuttur. Tillögurnar byggja meðal annars á vinnu starfshóps um klukkuna sem heilbrigðisráðherra skipaði. Eftir talsvert hringl um hvar málið ætti heima var niðurstaðan sú að tíminn væri í höndum forsætisráðherra. Tillögurnar nú eru þrenns konar. Í fyrsta lagi að klukkan verði færð í samræmi við legu landsins á jarðarkringlunni og þar með seinkað um klukkustund. Í öðru lagi er til skoðunar að skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana en nú gengur og gerist. Í þriðja lagi íhugar ríkisstjórnin að hafa óbreytta stöðu og ráðast í fræðsluátak til að fá fólk til að fara fyrr að sofa. Hugmyndir um sumar- og vetrartíma eru ekki uppi á borðum. Síðast þegar slíkar hugmyndir voru ræddar komu helstu gagnrýnisraddirnar úr röðum ÍSÍ og GSÍ. Þá lagðist Icelandair eindregið gegn þeim þar sem þá færi í vaskinn áralöng vinna við að helga sér afgreiðslutíma á erlendum flugvöllum. Síðan þá hafa rannsóknir á líkamsklukkunni meðal annars hlotið Nóbelsverðlaun í læknisfræði. „Við höfum ekki tekið þetta til umsagnar eða umfjöllunar á ný og því liggur formleg afstaða ekki fyrir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, en bætir því við að persónulega myndi hún ekki vilja breyta klukkunni. „Það þarf klárlega að skoða þetta út frá öllum hliðum. Framkvæmdastjórnin mun funda næsta fimmtudag og þar verður þetta eflaust rætt.“ „Síðast þegar þetta var rætt á Alþingi þá skiluðum við okkar umsögn og hún er svo sem óbreytt,“ segir Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ. Þegar Fréttablaðið náði af honum tali var hann einmitt staddur erlendis á fimmtu braut. „Ég kaupi rökin um að breyta þessu yfir vetrartímann en ég sé ekki þörfina á sumrin. Breytingin myndi skerða útiverutíma á kvöldin eftir vinnu. Það myndi fela í sér töluvert tekjutap fyrir golfklúbba að missa klukkutíma af deginum. Sjálfur tel ég að við ættum ekki að slá strax út af borðinu hugmyndir um sumar- og vetrartíma,“ segir Haukur. Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort afstaða Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til breytinga á klukkunni er sú sama nú og síðast þegar slíkt var til umræðu. Golfsamband Íslands (GSÍ) er aftur á móti enn þá ekki hrifið af því að hringlað sé með tímann. Ríkisstjórnin kynnti í liðinni viku til samráðs hugmyndir um aðgerðir til að bregðast við svefntíma þjóðarinnar en sá er almennt of stuttur. Tillögurnar byggja meðal annars á vinnu starfshóps um klukkuna sem heilbrigðisráðherra skipaði. Eftir talsvert hringl um hvar málið ætti heima var niðurstaðan sú að tíminn væri í höndum forsætisráðherra. Tillögurnar nú eru þrenns konar. Í fyrsta lagi að klukkan verði færð í samræmi við legu landsins á jarðarkringlunni og þar með seinkað um klukkustund. Í öðru lagi er til skoðunar að skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana en nú gengur og gerist. Í þriðja lagi íhugar ríkisstjórnin að hafa óbreytta stöðu og ráðast í fræðsluátak til að fá fólk til að fara fyrr að sofa. Hugmyndir um sumar- og vetrartíma eru ekki uppi á borðum. Síðast þegar slíkar hugmyndir voru ræddar komu helstu gagnrýnisraddirnar úr röðum ÍSÍ og GSÍ. Þá lagðist Icelandair eindregið gegn þeim þar sem þá færi í vaskinn áralöng vinna við að helga sér afgreiðslutíma á erlendum flugvöllum. Síðan þá hafa rannsóknir á líkamsklukkunni meðal annars hlotið Nóbelsverðlaun í læknisfræði. „Við höfum ekki tekið þetta til umsagnar eða umfjöllunar á ný og því liggur formleg afstaða ekki fyrir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, en bætir því við að persónulega myndi hún ekki vilja breyta klukkunni. „Það þarf klárlega að skoða þetta út frá öllum hliðum. Framkvæmdastjórnin mun funda næsta fimmtudag og þar verður þetta eflaust rætt.“ „Síðast þegar þetta var rætt á Alþingi þá skiluðum við okkar umsögn og hún er svo sem óbreytt,“ segir Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ. Þegar Fréttablaðið náði af honum tali var hann einmitt staddur erlendis á fimmtu braut. „Ég kaupi rökin um að breyta þessu yfir vetrartímann en ég sé ekki þörfina á sumrin. Breytingin myndi skerða útiverutíma á kvöldin eftir vinnu. Það myndi fela í sér töluvert tekjutap fyrir golfklúbba að missa klukkutíma af deginum. Sjálfur tel ég að við ættum ekki að slá strax út af borðinu hugmyndir um sumar- og vetrartíma,“ segir Haukur.
Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira