Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 19:28 Bragginn er afar umdeildur. Vísir/Vilhelm Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir „óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. Hann segir orðræðu ákveðinna borgarfulltrúa hafa m.a. gert það að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. Framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík og aðrar byggingar í grennd við hann fóru um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar, eins og frægt er orðið. Borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa verið afar harðorðir í garð meirihlutans vegna framúrkeyrslunnar og nú síðast lögðu fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins til að málinu verði vísað til héraðssaksóknara.Afsakar ekki bruðlið Daði tjáir sig um málið í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Hann segist sjálfur hafa „óbeit á bruðli“ og tekur sérstaklega fram að hann hyggist ekki afsaka framúrkeyrsluna við framkvæmd Braggans. Hins vegar vilji hann nefna nokkra hluti í tengslum við málið sem hann telur hafa verið hlunnfarna í umræðunni. „Ég er ekki að afsaka framkvæmd, kostnað eða skipulag Reykjavíkurborgar í þessu máli. Þvert á móti finnst mér að umræðan ætti að snúast um rétta hluti, hluti sem kosnir fulltrúar hafa á undanförnum mánuðum afbakað og skælt og sér í lagi Vigdís Hauksdóttir.“ Í því samhengi bendir Daði á að Bragginn sé aðeins eitt hús af þremur ásamt lóðum. „Þetta eru því Bragginn, frumkvöðlasetur, náðhús og tengibyggingar ásamt lóðum sem málið snýst um, ekki “bara” einhver braggi. Ég býð hverjum sem hefur áhuga á að koma og skoða húsin og lóðirnar til að gera það. Sjá hversu viðamikið þetta verkefni er,“ skrifar Daði. Starfsmenn neyðast til að svara fyrir „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Þá segir hann áðurnefnda Vigdísi borgarfulltrúa Miðflokksins, Eyþór Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og aðra í minnihlutanum halda á lofti „óábyrgri umræðu“, til að mynda með því að lýsa Bragganum sem „kofaskrifli“. Orðræða minnihlutans geri það jafnframt að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. „Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera.“Færslu Daða má nálgast í heild hér að neðan. Borgarstjórn Braggamálið Veitingastaðir Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00 Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir „óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. Hann segir orðræðu ákveðinna borgarfulltrúa hafa m.a. gert það að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. Framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík og aðrar byggingar í grennd við hann fóru um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar, eins og frægt er orðið. Borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa verið afar harðorðir í garð meirihlutans vegna framúrkeyrslunnar og nú síðast lögðu fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins til að málinu verði vísað til héraðssaksóknara.Afsakar ekki bruðlið Daði tjáir sig um málið í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Hann segist sjálfur hafa „óbeit á bruðli“ og tekur sérstaklega fram að hann hyggist ekki afsaka framúrkeyrsluna við framkvæmd Braggans. Hins vegar vilji hann nefna nokkra hluti í tengslum við málið sem hann telur hafa verið hlunnfarna í umræðunni. „Ég er ekki að afsaka framkvæmd, kostnað eða skipulag Reykjavíkurborgar í þessu máli. Þvert á móti finnst mér að umræðan ætti að snúast um rétta hluti, hluti sem kosnir fulltrúar hafa á undanförnum mánuðum afbakað og skælt og sér í lagi Vigdís Hauksdóttir.“ Í því samhengi bendir Daði á að Bragginn sé aðeins eitt hús af þremur ásamt lóðum. „Þetta eru því Bragginn, frumkvöðlasetur, náðhús og tengibyggingar ásamt lóðum sem málið snýst um, ekki “bara” einhver braggi. Ég býð hverjum sem hefur áhuga á að koma og skoða húsin og lóðirnar til að gera það. Sjá hversu viðamikið þetta verkefni er,“ skrifar Daði. Starfsmenn neyðast til að svara fyrir „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Þá segir hann áðurnefnda Vigdísi borgarfulltrúa Miðflokksins, Eyþór Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og aðra í minnihlutanum halda á lofti „óábyrgri umræðu“, til að mynda með því að lýsa Bragganum sem „kofaskrifli“. Orðræða minnihlutans geri það jafnframt að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. „Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera.“Færslu Daða má nálgast í heild hér að neðan.
Borgarstjórn Braggamálið Veitingastaðir Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00 Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35
Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00
Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21