Samstöðuvaka fyrir dýrin við sláturhús SS á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2019 19:30 Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þar sem þátttakendur héldu á spjöldum og mótmæltu því að dýrum væru slátrað. Þá voru ökumenn beðnir að flauta fyrir dýrin og urðu fjölmargir við þeirri áskorun. Þetta er í annað skipti á stuttum síma sem Reykjavík Animal Save stendur fyrir samstöðuvöku við sláturhúsið á Selfossi með spjöldin sín til að vekja athygli á því sem gerist í sláturhúsinu. „Við erum bara að vekja athygli því að við þurfum ekki að vera að drepa dýrin. Vísindin eru að segja að við getum lifað fullkomnu heilbrigðu lífi án þess að drepa dýr og borða þau, lifa bara á plöntumiðuðu fæði. Þegar við höfum valmöguleikann til að gera það, af hverju ekki að gera það“, segir Birgir Steinn Erlingsson, þátttakandi í samtökuvöku dagsins.En hvað eigum við að gera við öll dýrin á Íslandi, fyrst þau eiga öll að lifa að mati Birgis og hans fólks ? „Það náttúrulega mun kannski ekki gerast þannig að allir verði vegan allt í einu, þetta mun gerast hægt og rólega og þetta er spurning um eftirspurn og framleiðslu. Þegar eftirspurn minnkar þá mun framleiðslan minnka,“ segir Birgir Steinn.Ýmis skilaboð voru á spjöldum dagsins.Magnús HlynurEn af hverju að mótmæla á sunnudegi þegar engin starfsemi er í sláturhúsinu?„Það er bara venjan í sláturhúsum út um allan heim að svelta dýrin í sólarhring áður en þeim er slátrað til að tæma þarmana, það er snyrtilegra þegar það er verið að vinna matvæli þó að ég líti ekki á þetta sem matvæli,“ segir Vigdís Þórðardóttir, sem tók einnig þátt í samstöðuvöku dagsins.En hvað vill Vigdís segja við þá sem hrista höfuðið og furða sig á samstöðuvökunni við sláturhúsið ? „Ég skil það ósköp vel en ég hef líka rétt á því að hafa tilfinningu til dýranna og leyfa þeim að eiga sinn rétt, því stend ég hérna fyrir þau“.Birgir Steinn með spjald þar sem ökumenn voru hvattir til að flauta fyrir dýrin. Margir gerðu það. Árborg Dýr Landbúnaður Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Samstöðuvaka var haldin í dag við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi þar sem þátttakendur héldu á spjöldum og mótmæltu því að dýrum væru slátrað. Þá voru ökumenn beðnir að flauta fyrir dýrin og urðu fjölmargir við þeirri áskorun. Þetta er í annað skipti á stuttum síma sem Reykjavík Animal Save stendur fyrir samstöðuvöku við sláturhúsið á Selfossi með spjöldin sín til að vekja athygli á því sem gerist í sláturhúsinu. „Við erum bara að vekja athygli því að við þurfum ekki að vera að drepa dýrin. Vísindin eru að segja að við getum lifað fullkomnu heilbrigðu lífi án þess að drepa dýr og borða þau, lifa bara á plöntumiðuðu fæði. Þegar við höfum valmöguleikann til að gera það, af hverju ekki að gera það“, segir Birgir Steinn Erlingsson, þátttakandi í samtökuvöku dagsins.En hvað eigum við að gera við öll dýrin á Íslandi, fyrst þau eiga öll að lifa að mati Birgis og hans fólks ? „Það náttúrulega mun kannski ekki gerast þannig að allir verði vegan allt í einu, þetta mun gerast hægt og rólega og þetta er spurning um eftirspurn og framleiðslu. Þegar eftirspurn minnkar þá mun framleiðslan minnka,“ segir Birgir Steinn.Ýmis skilaboð voru á spjöldum dagsins.Magnús HlynurEn af hverju að mótmæla á sunnudegi þegar engin starfsemi er í sláturhúsinu?„Það er bara venjan í sláturhúsum út um allan heim að svelta dýrin í sólarhring áður en þeim er slátrað til að tæma þarmana, það er snyrtilegra þegar það er verið að vinna matvæli þó að ég líti ekki á þetta sem matvæli,“ segir Vigdís Þórðardóttir, sem tók einnig þátt í samstöðuvöku dagsins.En hvað vill Vigdís segja við þá sem hrista höfuðið og furða sig á samstöðuvökunni við sláturhúsið ? „Ég skil það ósköp vel en ég hef líka rétt á því að hafa tilfinningu til dýranna og leyfa þeim að eiga sinn rétt, því stend ég hérna fyrir þau“.Birgir Steinn með spjald þar sem ökumenn voru hvattir til að flauta fyrir dýrin. Margir gerðu það.
Árborg Dýr Landbúnaður Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira