Handbolti

Systur, feður, vinir og goðsagnir kát í Ólympíuhöllinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson í München. skrifar
Bjarki Sigurðsson er ánægður með liðið.
Bjarki Sigurðsson er ánægður með liðið. vísir/sigurður már
Vísir heldur áfram að taka púlsinn á stemningunni hjá íslensku stuðningsmönnunum fyrir leiki íslenska landsliðsins í handbolta á HM 2019 en ríflega 600 Íslendingar eru á fyrstu þremur leikjum Íslands í München.

Hulda Dís Þrastardóttir, systir Hauks Þrastarsonar, er spennt fyrir leiknum en vonast til að undrabarnið bróðir hennar sem er aðeins 17 ára gamall komi inn í liðið fyrir leikinn á morgun því eftir hann fer hún heim. Nær öll fjölskylda Hauks er mætt á mótið.

Handboltakappinn Ísak Rafnsson er einnig í góðu fjöri en hann er stoltur af félögum sínum úr FH í liðinu. Aron Pálmarsson, stolt hvíta hluta Hafnarfjarðar, fór á kostum í fyrsta leiknum og skoraði sjö mörk og gaf sjö stoðsendingar en alls eru fimm FH-ingar í landsliðinu.

Arnar Þór Sævarsson, faðir línumannsins Arnars Freys Arnarssonar, var ánægður með fyrsta leikinn hjá sínum strák en hann er á sínu þriðja stórmóti. Hann segir ekkert mál að styðja bæði Ísland og sinn strák.

Að endingu var rætt við goðsögnina Bjarka Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmanns, sem var svekktur með tapið á móti Króatíu. Hann bendir á að spænska liðið sé gamalt og þungt og Ísland geti alveg komið á óvart og unnið í dag.

Hér að neðan má sjá viðtölin úr Bjórgarðinum.

Klippa: Spjallað við Íslendinga í Ólympíuhöllinni fyrir leik á móti Spáni

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×