„Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2019 13:48 "Þetta er bara dæmi um að minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum,“ segir Dóra Björt um útspilið en hún bætir við að borgarbúar eigi betra skilið en umræðu á lágu plani,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. Dóra Björt segist vera ánægð að vera í meirihluta þegar framúrkeyrslumál á borð við framkvæmdirnar við Nauthólsvegg 100 komi upp því þá sé hún í góðri stöðu til að gera breytingar. Dóra Björt var gestur í Silfrinu í morgun þar sem til umræðu var skýrsla innri endurskoðunar og næstu skref málsins. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins voru gestir í fyrri hluta þáttarins. Í þættinum sakar Dóra Björt fulltrúa minnihlutans um að hafa í frammi rangfærslur í umfjöllun sinni um braggamálið. Hún segir að innri endurskoðun hefði rannsakað málið með það að markmiði að athuga hvort – í framkvæmdarferlinu - hefði verið framið refsivert athæfi. Þrátt fyrir að skýrslan sýni að víða sé pottur brotinn í stjórnsýslunni hefðu engar sannanir fundist fyrir því að um refsivert athæfi væri að ræða. Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að vísa málinu til embættis héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. „Þetta er bara dæmi um að minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum,“ segir Dóra Björt um útspilið en hún bætir við að borgarbúar eigi betra skilið en umræðu á lágu plani. „Hér er tækifæri til að gera almennilega, sýna pólitíska ábyrgð og laga ferlana. Hversu oft hafa ekki komið upp mál á Íslandi þar sem ekkert hefur verið gert? Það hefur verið kastað ryki í augu fólks, afneitun verið í gangi og yfirhylming. Hér er það ekki í gangi,“ segir Dóra Björt.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.FBL/ANTON BRINKMinnir á að Píratar voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir að það komi sér á óvart að Dóra Björt tali með þessum hætti og saki Sjálfstæðisflokkinn um rangfærslur. „Það er voðalega gott að geta sagt að það sé gott að vera í meirihluta núna en þetta gerðist á vakt Pírata, allt málið, það er að segja, öll framkvæmdin fór fram á meðan Píratar voru í stjórn á síðasta kjörtímabili og að segja núna að þeir séu að fara að taka til?“ Eyþór segir að ljóst sé að ekki hafi verið farið eftir reglum og því sé eðlilegt að farið sé fram á að málið verði upplýst. „Hvernig getur þetta gerst?“ spyr Eyþór.Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Treystir borgarstjóra til að vera áfram í vinnuhópnum Þegar Heiða Björg er spurð hvers vegna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi ekki vikið úr vinnuhópnum sem gert er að bregðast við ábendingum braggaskýrslunnar – sér í lagi í ljósi þess að minnihlutinn sé mótfallinn veru hans í hópnum - svarar Heiða því til að Dagur sé æðsti yfirmaður borgarinnar og að það sé hans hlutverk að sjá til þess að reglum og ferlum sé fylgt. „Um leið og borgarstjóri veit af þessu upplýsir hann borgarráð um málið, lætur skoða þetta, við biðjum um þessa skýrslu, þessi skýrsla er komin og við tökum þetta alvarlega og fylgjum því sem kemur fram í skýrslunni og munum fara í að laga þetta,“ segir Heiða Björg sem viðurkennir að málið sé áfall fyrir meirihlutann.Uppfært klukkan 17:38:Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins svaraði ummælum Dóru Bjartar í Silfrinu á Facebook-síðu sinni í dag. Færslu Eyþórs má lesa í heild hér að neðan. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. 13. janúar 2019 12:30 Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. Dóra Björt segist vera ánægð að vera í meirihluta þegar framúrkeyrslumál á borð við framkvæmdirnar við Nauthólsvegg 100 komi upp því þá sé hún í góðri stöðu til að gera breytingar. Dóra Björt var gestur í Silfrinu í morgun þar sem til umræðu var skýrsla innri endurskoðunar og næstu skref málsins. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins voru gestir í fyrri hluta þáttarins. Í þættinum sakar Dóra Björt fulltrúa minnihlutans um að hafa í frammi rangfærslur í umfjöllun sinni um braggamálið. Hún segir að innri endurskoðun hefði rannsakað málið með það að markmiði að athuga hvort – í framkvæmdarferlinu - hefði verið framið refsivert athæfi. Þrátt fyrir að skýrslan sýni að víða sé pottur brotinn í stjórnsýslunni hefðu engar sannanir fundist fyrir því að um refsivert athæfi væri að ræða. Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að vísa málinu til embættis héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. „Þetta er bara dæmi um að minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum,“ segir Dóra Björt um útspilið en hún bætir við að borgarbúar eigi betra skilið en umræðu á lágu plani. „Hér er tækifæri til að gera almennilega, sýna pólitíska ábyrgð og laga ferlana. Hversu oft hafa ekki komið upp mál á Íslandi þar sem ekkert hefur verið gert? Það hefur verið kastað ryki í augu fólks, afneitun verið í gangi og yfirhylming. Hér er það ekki í gangi,“ segir Dóra Björt.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.FBL/ANTON BRINKMinnir á að Píratar voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir að það komi sér á óvart að Dóra Björt tali með þessum hætti og saki Sjálfstæðisflokkinn um rangfærslur. „Það er voðalega gott að geta sagt að það sé gott að vera í meirihluta núna en þetta gerðist á vakt Pírata, allt málið, það er að segja, öll framkvæmdin fór fram á meðan Píratar voru í stjórn á síðasta kjörtímabili og að segja núna að þeir séu að fara að taka til?“ Eyþór segir að ljóst sé að ekki hafi verið farið eftir reglum og því sé eðlilegt að farið sé fram á að málið verði upplýst. „Hvernig getur þetta gerst?“ spyr Eyþór.Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Treystir borgarstjóra til að vera áfram í vinnuhópnum Þegar Heiða Björg er spurð hvers vegna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi ekki vikið úr vinnuhópnum sem gert er að bregðast við ábendingum braggaskýrslunnar – sér í lagi í ljósi þess að minnihlutinn sé mótfallinn veru hans í hópnum - svarar Heiða því til að Dagur sé æðsti yfirmaður borgarinnar og að það sé hans hlutverk að sjá til þess að reglum og ferlum sé fylgt. „Um leið og borgarstjóri veit af þessu upplýsir hann borgarráð um málið, lætur skoða þetta, við biðjum um þessa skýrslu, þessi skýrsla er komin og við tökum þetta alvarlega og fylgjum því sem kemur fram í skýrslunni og munum fara í að laga þetta,“ segir Heiða Björg sem viðurkennir að málið sé áfall fyrir meirihlutann.Uppfært klukkan 17:38:Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins svaraði ummælum Dóru Bjartar í Silfrinu á Facebook-síðu sinni í dag. Færslu Eyþórs má lesa í heild hér að neðan.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. 13. janúar 2019 12:30 Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30
Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. 13. janúar 2019 12:30
Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35