Erlent

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum

Andri Eysteinsson skrifar
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Amr Nabil
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, repúblikaninn Mike Pompeo, mun funda með krónprinsi Sádí-Arabíu, Mohammed bin Salman og mun spyrja hann út í morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Pompeo mun bráðlega halda í opinbera heimsókn til Sádí-Arabíu þar sem hann mun hitta prinsinn, CNN greinir frá.

Í viðtali við CBS sagði ráðherrann að skoðun Bandaríkjanna á málinu væri sú að morðið á Khashoggi væri óafsakanlegt og Bandaríkin myndu refsa þeim sem ber ábyrgð á verknaðnum. Bandaríkin væru ákveðin í því að safna gögnum um málið eins hratt og örugglega og hægt er.

Öldungadeild bandaríska þingsins sendi frá sér samþykkt í síðasta mánuði þar sem krónprins Sádí-Arabíu var fordæmdur fyrir aðkomu sína að morðinu. Í samþykktinni stóð berum orðum að Öldungadeildin tryði því að krónprinsinn Mohammed bin Salman væri ábyrgur fyrir morðinu og kallaði eftir því að ríkisstjórn Sádí Arabíu myndi útdeila viðeigandi refsingum til handa þeim sem komu að morðinu.

Pompeo sagði í viðtalinu að Bandaríkin virtu mannréttindi fólks um allan heim og sagði að eftir að umræður um Khashoggi lýkur muni hann snúa sér að þeirri aðstoð sem Sádí-Arabar veita bandaríkjamönnum til að tryggja að Bandaríkjamenn í Kansas, Colorado, Kaliforníu og annars staðar væru öruggir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×