Sveitarfélög geti heimilað stærri vindmyllur án aðkomu stjórnvalda Sighvatur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 18:45 Skoskur skipulagsfræðingur hefur bent á nauðsyn þess að gerðar séu áætlanir um vindorkuver á Íslandi. Hann segir ekkert hafa gerst í þeim málum síðan hann kom síðast til landsins fyrir fjórum árum. Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga er á sama máli og lýsir eftir stefnu stjórnvalda um vindorku. Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vísar til þess að framundan sé endurskoðun landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um landslagsvernd og vindorkunýtingu. Við viljum fyrst og fremst benda á það að vindorkunýting hlýtur að vera áhugaverður kostur til að auka fjölbreytni í orkuframleiðslu hér á landi og hún er að verða sífellt hagkvæmari líka. Tvær vindmyllur eru við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Tvær tilraunamyllur eru við Búrfell. Vindorkuver hafa verið til umræðu og skoðunar í nokkrum sveitarfélögum; í Landeyjum í Rangárþingi eystra, við Gufuskála í Snæfellsbæ, í Dalabyggð, við Húsavík og á Fljótsdalshéraði. Víða um land hefur komið til tals að setja upp vindmyllur. Snæfellsbær er kominn einna lengst þar sem fjórar mögulegar staðsetningar fyrir vindorkuver eru í aðalskipulagi.Vísir/Tótla Samband íslenskra sveitarfélaga vill fara skosku leiðina, en sveitarfélög þar í landi geta heimilað stærri vindmyllur en íslensk sveitarfélög án aðkomu ríkis. Þannig gætu sveitarfélög hér á landi gefið leyfi fyrir vindorkuverum sem framleiða allt að 50 megavöttum en í dag geta þau heimilað vindmyllur sem framleiða allt að 10 megavöttum. Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar.Vísir/Arnar Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar, segir að það séu ekki megavöttin sem skipti máli heldur hæð og umfang vindmylla. Framleiðslugeta vindorkuvera aukist og hæð þeirra, en nýjustu vindmyllur geta verið hærri en 200 metrar. Guðrún segir að læra megi af Skotum varðandi undirbúning um hvar eigi að leyfa vindmyllur og hvar ekki. Vinnum heimavinnuna, tökum frá svæði, byggjum vindorkugarð, sjáum hvernig gengur og svo skref af skrefi. Dalabyggð Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Snæfellsbær Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Skoskur skipulagsfræðingur hefur bent á nauðsyn þess að gerðar séu áætlanir um vindorkuver á Íslandi. Hann segir ekkert hafa gerst í þeim málum síðan hann kom síðast til landsins fyrir fjórum árum. Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga er á sama máli og lýsir eftir stefnu stjórnvalda um vindorku. Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vísar til þess að framundan sé endurskoðun landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um landslagsvernd og vindorkunýtingu. Við viljum fyrst og fremst benda á það að vindorkunýting hlýtur að vera áhugaverður kostur til að auka fjölbreytni í orkuframleiðslu hér á landi og hún er að verða sífellt hagkvæmari líka. Tvær vindmyllur eru við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Tvær tilraunamyllur eru við Búrfell. Vindorkuver hafa verið til umræðu og skoðunar í nokkrum sveitarfélögum; í Landeyjum í Rangárþingi eystra, við Gufuskála í Snæfellsbæ, í Dalabyggð, við Húsavík og á Fljótsdalshéraði. Víða um land hefur komið til tals að setja upp vindmyllur. Snæfellsbær er kominn einna lengst þar sem fjórar mögulegar staðsetningar fyrir vindorkuver eru í aðalskipulagi.Vísir/Tótla Samband íslenskra sveitarfélaga vill fara skosku leiðina, en sveitarfélög þar í landi geta heimilað stærri vindmyllur en íslensk sveitarfélög án aðkomu ríkis. Þannig gætu sveitarfélög hér á landi gefið leyfi fyrir vindorkuverum sem framleiða allt að 50 megavöttum en í dag geta þau heimilað vindmyllur sem framleiða allt að 10 megavöttum. Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar.Vísir/Arnar Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar, segir að það séu ekki megavöttin sem skipti máli heldur hæð og umfang vindmylla. Framleiðslugeta vindorkuvera aukist og hæð þeirra, en nýjustu vindmyllur geta verið hærri en 200 metrar. Guðrún segir að læra megi af Skotum varðandi undirbúning um hvar eigi að leyfa vindmyllur og hvar ekki. Vinnum heimavinnuna, tökum frá svæði, byggjum vindorkugarð, sjáum hvernig gengur og svo skref af skrefi.
Dalabyggð Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Snæfellsbær Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira