Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 09:30 Bjarki Már Elísson er klár í slaginn í München. vísir/epa Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, er líklegur til að byrja leikinn á móti Króatíu á morgun þegar að strákarnir okkar hefja leik á HM 2019. Þannig var aldeilis ekki staðan 20. desember þegar að Guðmundur Guðmundsson tilkynnti 20 manna æfingahópinn því Bjarki var ekki valinn í hann. Stefán Rafn Sigurmannsson var tekinn fram yfir Bjarka á eftir Guðjóni Val Sigurðssyni. HM-draumurinn var þar úti fyrir Bjarka sem kom síðan inn bakdyramegin vegna meiðsla Guðjóns og veikinda Stefáns Rafns og mun þessi frábæri hornamaður leika listir sínar á stóra sviðinu í München næstu daga Ísland er lítið land. Mjög lítið, og allir þekkja alla. Smæð landsins sést vel í þeirri staðreynd að Bjarki Már og Hermann Guðmundsson, sonur Guðmundar, eru æskuvinir og voru mættir á grínsýningu Ara Eldjárns í Háskólabíó saman átta dögum eftir að Guðmundur gerði út um HM-draum Bjarka. Þeir láta slíkt að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á vináttuna.Klippa: Bjarki Már - Verður að taka það jákvæða úr þessu „Það er nú bara eins og það er. Við höfum alltaf talað opinskátt um þetta og gerum bara grín að þessu. Við tölum oft um að ef ég er ekki valinn þá er ég bara í fríi og þá getum við slakað á saman. Maður verður bara að taka það jákvæða úr þessu,“ segir Bjarki Már léttur um vinskapinn við son þjálfarans. Bjarki Már fagnar að sjálfsögðu tækifærinu að spila á HM en viðurkennir að þessi atvinnu- og landsliðsheimur er skrítinn; að vera allt í einu mættur á HM eftir að hafa fengið upphaflega þær fréttir að hann væri ekki að fara. „Þetta er skrítið, en eins og Gummi talaði um við mig þá hafði þetta ekkert með mína frammistöðu að gera. Það er ekki eins og og það sé verið að gera mér greiða með því að velja mig. Þetta snýst um að maður sé nógu góður og mér finnst ég vera nógu góður. Nú er bara að nýta þetta tækifæri sem maður fær og gera eitthvað af viti,“ segir Bjarki Már Elísson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Bjarki Már Elísson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, er líklegur til að byrja leikinn á móti Króatíu á morgun þegar að strákarnir okkar hefja leik á HM 2019. Þannig var aldeilis ekki staðan 20. desember þegar að Guðmundur Guðmundsson tilkynnti 20 manna æfingahópinn því Bjarki var ekki valinn í hann. Stefán Rafn Sigurmannsson var tekinn fram yfir Bjarka á eftir Guðjóni Val Sigurðssyni. HM-draumurinn var þar úti fyrir Bjarka sem kom síðan inn bakdyramegin vegna meiðsla Guðjóns og veikinda Stefáns Rafns og mun þessi frábæri hornamaður leika listir sínar á stóra sviðinu í München næstu daga Ísland er lítið land. Mjög lítið, og allir þekkja alla. Smæð landsins sést vel í þeirri staðreynd að Bjarki Már og Hermann Guðmundsson, sonur Guðmundar, eru æskuvinir og voru mættir á grínsýningu Ara Eldjárns í Háskólabíó saman átta dögum eftir að Guðmundur gerði út um HM-draum Bjarka. Þeir láta slíkt að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á vináttuna.Klippa: Bjarki Már - Verður að taka það jákvæða úr þessu „Það er nú bara eins og það er. Við höfum alltaf talað opinskátt um þetta og gerum bara grín að þessu. Við tölum oft um að ef ég er ekki valinn þá er ég bara í fríi og þá getum við slakað á saman. Maður verður bara að taka það jákvæða úr þessu,“ segir Bjarki Már léttur um vinskapinn við son þjálfarans. Bjarki Már fagnar að sjálfsögðu tækifærinu að spila á HM en viðurkennir að þessi atvinnu- og landsliðsheimur er skrítinn; að vera allt í einu mættur á HM eftir að hafa fengið upphaflega þær fréttir að hann væri ekki að fara. „Þetta er skrítið, en eins og Gummi talaði um við mig þá hafði þetta ekkert með mína frammistöðu að gera. Það er ekki eins og og það sé verið að gera mér greiða með því að velja mig. Þetta snýst um að maður sé nógu góður og mér finnst ég vera nógu góður. Nú er bara að nýta þetta tækifæri sem maður fær og gera eitthvað af viti,“ segir Bjarki Már Elísson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30