Alþingi ítrekað gengið fram hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. janúar 2019 07:30 Vilhjálmur Árnason (t.v.) stjórnarformaður Siðfræðistofnunar. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu umsagnarbeiðnir voru fjölmörg trúar- og lífsskoðunarfélög. Haft var eftir Halldóru Mogensen í Fréttablaðinu á laugardaginn að beiðni um umsögn frá stofnuninni hefði verið ítrekuð og henni veittur tveggja vikna frestur til viðbótar til að senda umsögn. „Siðfræðistofnun var ekki sent frumvarpið til umsagnar fyrr en á föstudaginn var eftir að þingmenn sem staddir voru á ársfundi Siðfræðistofnunar heyrðu að stofnuninni hafði ekki verið sent frumvarpið til umsagnar,“ segir Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður stofnunarinnar. Halldóra segist ekki hafa vitað betur en Siðfræðistofnun hafi fengið beiðni um umsögn. „Þetta hefur hreinlega yfirsést og ég ætla að senda Siðfræðistofnun tölvupóst og biðja þau afsökunar á því að hafa talað um ítrekun þegar okkur í nefndinni hefur klárlega yfirsést að bæta þeim á listann.“ Sjá einnig: Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðraVilhjálmur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem gengið hafi verið fram hjá stofnuninni með mál af þessu tagi, því að ekki hafi verið óskað umsagnar hennar um frumvarp um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði en leitað hafi verið umsagna 55 aðila um það mál. Í því tilviki hafi raunar heldur ekki verið leitað umsagna Vísindasiðanefndar en umrædd lög eru starfsgrundvöllur nefndarinnar. Aðspurður segist Vilhjálmur ekki gera athugasemdir við að óskað sé umsagna frá trúfélögum um mál sem varðað geta siðferðileg álitamál en það skjóti skökku við að fremur sé leitað til þeirra en Siðfræðistofnunar. Í nýjum samningi sem forsætisráðherra gerði við Siðfræðistofnun um ráðgjöf til stjórnvalda í siðfræðilegum efnum er þess getið að hvert og eitt ráðuneyti auk Alþingis geti óskað ráðgjafar Siðfræðistofnunar um tiltekin mál, þar á meðal um fyrirhugaða lagasetningu. Í frumvarpi um þungunarrof eru þeir taldir sem ráðuneytið leitaði til við samningu frumvarpsins. Siðfræðistofnun er ekki þeirra á meðal. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu umsagnarbeiðnir voru fjölmörg trúar- og lífsskoðunarfélög. Haft var eftir Halldóru Mogensen í Fréttablaðinu á laugardaginn að beiðni um umsögn frá stofnuninni hefði verið ítrekuð og henni veittur tveggja vikna frestur til viðbótar til að senda umsögn. „Siðfræðistofnun var ekki sent frumvarpið til umsagnar fyrr en á föstudaginn var eftir að þingmenn sem staddir voru á ársfundi Siðfræðistofnunar heyrðu að stofnuninni hafði ekki verið sent frumvarpið til umsagnar,“ segir Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður stofnunarinnar. Halldóra segist ekki hafa vitað betur en Siðfræðistofnun hafi fengið beiðni um umsögn. „Þetta hefur hreinlega yfirsést og ég ætla að senda Siðfræðistofnun tölvupóst og biðja þau afsökunar á því að hafa talað um ítrekun þegar okkur í nefndinni hefur klárlega yfirsést að bæta þeim á listann.“ Sjá einnig: Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðraVilhjálmur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem gengið hafi verið fram hjá stofnuninni með mál af þessu tagi, því að ekki hafi verið óskað umsagnar hennar um frumvarp um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði en leitað hafi verið umsagna 55 aðila um það mál. Í því tilviki hafi raunar heldur ekki verið leitað umsagna Vísindasiðanefndar en umrædd lög eru starfsgrundvöllur nefndarinnar. Aðspurður segist Vilhjálmur ekki gera athugasemdir við að óskað sé umsagna frá trúfélögum um mál sem varðað geta siðferðileg álitamál en það skjóti skökku við að fremur sé leitað til þeirra en Siðfræðistofnunar. Í nýjum samningi sem forsætisráðherra gerði við Siðfræðistofnun um ráðgjöf til stjórnvalda í siðfræðilegum efnum er þess getið að hvert og eitt ráðuneyti auk Alþingis geti óskað ráðgjafar Siðfræðistofnunar um tiltekin mál, þar á meðal um fyrirhugaða lagasetningu. Í frumvarpi um þungunarrof eru þeir taldir sem ráðuneytið leitaði til við samningu frumvarpsins. Siðfræðistofnun er ekki þeirra á meðal.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00