Julen og framtíð heimsins Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. janúar 2019 07:00 Til eru fréttir sem setja sálarlífið á annan endann. Þessu fengu Spánverjar að finna fyrir í þrettán daga þegar örlögin undu fram eina þá mestu harmsögu sem hægt er að hugsa sér. Tveggja ára drengur, Julen að nafni, dettur í borholu og liggur á sjötíu metra dýpi þar sem ekki er hægt að ná til hans. Brunnurinn er á toppi fjalls nokkurs við bæinn Totalán og var nú hafist handa við að grafa eina þrjátíu metra niður í fjallið og þaðan var síðan boruð hola samhliða þeirri sem barnið lá í. Því næst voru gerð göng úr þeirri nýju yfir í þessa ólukkans holu sem boruð hafði verið í leyfisleysi og op hennar, einhverra hluta vegna, óvarið fyrir harmleikjum sem þessum. Að þessu loknu var loks hægt að komast að líki drengsins. En allir harmleikir bjóða líka upp á nýja von og hana er ekki erfitt að finna í þessu tilviki. Með samtakamætti allra þeirra sem að þessu komu, og lágu þar íbúar þorpsins ekki á liði sínu, var mögulegt að vinna verk á nokkrum dögum sem undir venjulegum kringumstæðum hefði tekið nokkra mánuði. Það er að segja, einn ganginn enn sannast að þegar mikið liggur við er hægt að áorka því sem áður var talið ofar mannlegum mætti. Þetta er afar holl hugvekja nú þegar heimurinn er á heljarþröm sökum græðgi okkar. Hins vegar, hvað þessa veröld varðar þá er nokkuð síðan að þörfin á þessum samtakamætti gerði vart við sig en við erum ennþá að funda um málið og að standa í stappi við þverhausa eins og Trump sem halda að til einhvers sé að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Spánn Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Til eru fréttir sem setja sálarlífið á annan endann. Þessu fengu Spánverjar að finna fyrir í þrettán daga þegar örlögin undu fram eina þá mestu harmsögu sem hægt er að hugsa sér. Tveggja ára drengur, Julen að nafni, dettur í borholu og liggur á sjötíu metra dýpi þar sem ekki er hægt að ná til hans. Brunnurinn er á toppi fjalls nokkurs við bæinn Totalán og var nú hafist handa við að grafa eina þrjátíu metra niður í fjallið og þaðan var síðan boruð hola samhliða þeirri sem barnið lá í. Því næst voru gerð göng úr þeirri nýju yfir í þessa ólukkans holu sem boruð hafði verið í leyfisleysi og op hennar, einhverra hluta vegna, óvarið fyrir harmleikjum sem þessum. Að þessu loknu var loks hægt að komast að líki drengsins. En allir harmleikir bjóða líka upp á nýja von og hana er ekki erfitt að finna í þessu tilviki. Með samtakamætti allra þeirra sem að þessu komu, og lágu þar íbúar þorpsins ekki á liði sínu, var mögulegt að vinna verk á nokkrum dögum sem undir venjulegum kringumstæðum hefði tekið nokkra mánuði. Það er að segja, einn ganginn enn sannast að þegar mikið liggur við er hægt að áorka því sem áður var talið ofar mannlegum mætti. Þetta er afar holl hugvekja nú þegar heimurinn er á heljarþröm sökum græðgi okkar. Hins vegar, hvað þessa veröld varðar þá er nokkuð síðan að þörfin á þessum samtakamætti gerði vart við sig en við erum ennþá að funda um málið og að standa í stappi við þverhausa eins og Trump sem halda að til einhvers sé að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar