Missti annan fótinn sinn þriggja ára en spilar körfubolta í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 23:30 Körfuboltastelpur í Scarborough fagna. Myndin tengist ekki fréttinni. Vísir/Getty Amanda Merrell er ung körfuboltakona í Bandaríkjunum sem hefur vakið athygli hjá stórum fjölmiðlum eins og Washington Post og Chicago Tribune þrátt fyrir að vera ennþá bara að spila í menntaskóla. Amanda Merrell fékk krabbamein kornung og missti annan fótinn þegar hún var þriggja ára gömul. Á sama tíma þurfti hún að fara fjórtán sinnum í lyfjameðferð.“You have to look at the positive sides and not look back,” says Amanda Merrell, who plays basketball for Huntingtown with a prosthetic leg. “Just focus on what you can do now and try to persevere through it.” https://t.co/Nk3NnJPYc1 — Post Sports (@PostSports) January 22, 2019Amanda komst í gegnum þetta allt saman og fótaleysið stoppaði hana ekki frá því að fara að stunda körfubolta í skólanum sínum. Það sem þykir fréttnæmt með Amöndu Merrell er að hún er ekki bara að leika sér í körfubolta heldur keppir hún með Huntingtown skólaliðinu og gefur þar ekkert eftir. Washington Post segir á dramatískan hátt frá því þegar Amanda Merrell var að byrja að spila með skólanum og mótherjarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að taka henni. Þeir vildi ólmir hjálpa henni á fætur þegar hún datt en það var aðeins til að byrja með. Eftir að hún setti niður þrjár körfur í röð þá sáu þeir enga ástæðu lengur til að hjálpa henni á fætur. Hún var orðin eins og hver annar andstæðingur.From the waist up, Amanda Merrell carries herself just like any of her teammates. Look down though, and it's easy to be amazed by the 16-year-old.https://t.co/DeLfImN73r — Chicago Sports (@ChicagoSports) January 22, 2019Amanda Merrell er nú sextán ára gömul og hún er ekkert að fara að hætta í körfuboltanum. Hún er líka góð í körfubolta eins og sést á því að hún var stigahæsti leikmaður liðsins síns á síðustu leiktíð. Þá var hún að spila með varaliði skólans en í vetur hefur hún fengið tækifæri með aðalliðinu. Það hefur síðan kallað á athygli fjölmiðlanna sem þykir saga hennar og aðstæður áhugaverðar. Hún spilar með gervifót sem nýtist henni vel en það takmarkar vissulega mikið það sem hún getur gert inn á vellinum. Það er líka gleðiefni að sjá unga konu sem hefur sigrast á miklu mótlæti og lætur ekkert stoppa sig, ekki einu sinni það að vera körfuboltakona með einn „lifandi“ fót.She had her leg amputated and 14 rounds of chemo by age 3. Now she plays varsity basketball. Story by @_DavidJKim: https://t.co/4pFccYP6HHpic.twitter.com/wDdTyV9a26 — Post Sports (@PostSports) January 23, 2019 Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Amanda Merrell er ung körfuboltakona í Bandaríkjunum sem hefur vakið athygli hjá stórum fjölmiðlum eins og Washington Post og Chicago Tribune þrátt fyrir að vera ennþá bara að spila í menntaskóla. Amanda Merrell fékk krabbamein kornung og missti annan fótinn þegar hún var þriggja ára gömul. Á sama tíma þurfti hún að fara fjórtán sinnum í lyfjameðferð.“You have to look at the positive sides and not look back,” says Amanda Merrell, who plays basketball for Huntingtown with a prosthetic leg. “Just focus on what you can do now and try to persevere through it.” https://t.co/Nk3NnJPYc1 — Post Sports (@PostSports) January 22, 2019Amanda komst í gegnum þetta allt saman og fótaleysið stoppaði hana ekki frá því að fara að stunda körfubolta í skólanum sínum. Það sem þykir fréttnæmt með Amöndu Merrell er að hún er ekki bara að leika sér í körfubolta heldur keppir hún með Huntingtown skólaliðinu og gefur þar ekkert eftir. Washington Post segir á dramatískan hátt frá því þegar Amanda Merrell var að byrja að spila með skólanum og mótherjarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að taka henni. Þeir vildi ólmir hjálpa henni á fætur þegar hún datt en það var aðeins til að byrja með. Eftir að hún setti niður þrjár körfur í röð þá sáu þeir enga ástæðu lengur til að hjálpa henni á fætur. Hún var orðin eins og hver annar andstæðingur.From the waist up, Amanda Merrell carries herself just like any of her teammates. Look down though, and it's easy to be amazed by the 16-year-old.https://t.co/DeLfImN73r — Chicago Sports (@ChicagoSports) January 22, 2019Amanda Merrell er nú sextán ára gömul og hún er ekkert að fara að hætta í körfuboltanum. Hún er líka góð í körfubolta eins og sést á því að hún var stigahæsti leikmaður liðsins síns á síðustu leiktíð. Þá var hún að spila með varaliði skólans en í vetur hefur hún fengið tækifæri með aðalliðinu. Það hefur síðan kallað á athygli fjölmiðlanna sem þykir saga hennar og aðstæður áhugaverðar. Hún spilar með gervifót sem nýtist henni vel en það takmarkar vissulega mikið það sem hún getur gert inn á vellinum. Það er líka gleðiefni að sjá unga konu sem hefur sigrast á miklu mótlæti og lætur ekkert stoppa sig, ekki einu sinni það að vera körfuboltakona með einn „lifandi“ fót.She had her leg amputated and 14 rounds of chemo by age 3. Now she plays varsity basketball. Story by @_DavidJKim: https://t.co/4pFccYP6HHpic.twitter.com/wDdTyV9a26 — Post Sports (@PostSports) January 23, 2019
Körfubolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira