„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Siggeir Ævarsson skrifar 18. febrúar 2025 20:46 Þorleifur Ólafsson var ekki ánægður með gæðin á leiknum í kvöld en sáttur með stigin tvö Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, talaði hreint út þegar hann var spurður um frammistöðu sinna kvenna þegar liðið lagði Stjörnuna í Bónus-deild kvenna í kvöld í Garðabænum, 62-66. „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði. Bæði lið komust einhvern veginn aldrei í takt. Baráttusigur og vilji. Alls ekki ánægður með sóknarleikinn. Varnarleikurinn fínn á köflum, lögðum upp með annað en ánægður með að þegar við breyttum þá lagaðist það. Þessi tvö stig sem eru okkur mjög mikilvæg er það sem ég tek út úr þessu.“ En það eru kannski mikilvægustu sigrarnir, sem tekst að kreista út þrátt fyrir að frammistaðan sé ekki upp á marga fiska? „Klárlega. Óli er örugglega ekkert sáttur með þeirra frammistöðu heldur. Þetta var einhvern veginn eins og bæði lið væru að byrja tímabilið, ekki að búa okkur undir lokin. Þannig að við þurfum að rífa okkur almennilega í gang.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji Grindavíkur, lenti í bullandi villuvandræðum í kvöld og það virtist riðla leik liðsins töluvert á báðum endum vallarins þegar hún þurfti að setjast á bekkinn með fjórar villur í upphafi þriðja leikhluta. „Já, já. Klárlega. En svo missa þær náttúrulega sinn Kana út í villuvandræðum líka. En þetta er alveg rétt hjá þér, Isabella er okkur mikilvæg, varnar- og sóknarlega, og komst aldrei í takt við leikinn. En kláraði þetta virkilega vel.“ Þorleifur er þarna að vísa í varið skot sem Isabella átti í lokin, en það var engu líkara en hún hefði ekki hugmynd um að hún væri á fjórum villum, miðað við ákafann í því atviki og af hversu miklum krafti hún spilaði síðasta leikhlutann. „Hún þarf heldur ekkert að blokka svona fast sko. Það voru nokkur skipti sem ég pikkaði í hana eða kallaði að hún væri með fjórar. Þá hægði hún svona alveg smekklega á sér. En sem betur fer þá hékk hún inni og frábært blokk í lokin.“ Grindavík er komið með tvo sigra í röð og nú er það bara áfram gakk eins þeir Ólafssynir segja svo gjarnan í viðtölum. „Áfram gakk jú. Maður þarf að fara að búa sig undir að fikra sig upp þessa blessuðu töflu því við höfum ekkert verið mjög ofarlega í henni í vetur.“ Var ekki einmitt planið að vinna rest? „Vinna rest, jú það er planið!“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði. Bæði lið komust einhvern veginn aldrei í takt. Baráttusigur og vilji. Alls ekki ánægður með sóknarleikinn. Varnarleikurinn fínn á köflum, lögðum upp með annað en ánægður með að þegar við breyttum þá lagaðist það. Þessi tvö stig sem eru okkur mjög mikilvæg er það sem ég tek út úr þessu.“ En það eru kannski mikilvægustu sigrarnir, sem tekst að kreista út þrátt fyrir að frammistaðan sé ekki upp á marga fiska? „Klárlega. Óli er örugglega ekkert sáttur með þeirra frammistöðu heldur. Þetta var einhvern veginn eins og bæði lið væru að byrja tímabilið, ekki að búa okkur undir lokin. Þannig að við þurfum að rífa okkur almennilega í gang.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji Grindavíkur, lenti í bullandi villuvandræðum í kvöld og það virtist riðla leik liðsins töluvert á báðum endum vallarins þegar hún þurfti að setjast á bekkinn með fjórar villur í upphafi þriðja leikhluta. „Já, já. Klárlega. En svo missa þær náttúrulega sinn Kana út í villuvandræðum líka. En þetta er alveg rétt hjá þér, Isabella er okkur mikilvæg, varnar- og sóknarlega, og komst aldrei í takt við leikinn. En kláraði þetta virkilega vel.“ Þorleifur er þarna að vísa í varið skot sem Isabella átti í lokin, en það var engu líkara en hún hefði ekki hugmynd um að hún væri á fjórum villum, miðað við ákafann í því atviki og af hversu miklum krafti hún spilaði síðasta leikhlutann. „Hún þarf heldur ekkert að blokka svona fast sko. Það voru nokkur skipti sem ég pikkaði í hana eða kallaði að hún væri með fjórar. Þá hægði hún svona alveg smekklega á sér. En sem betur fer þá hékk hún inni og frábært blokk í lokin.“ Grindavík er komið með tvo sigra í röð og nú er það bara áfram gakk eins þeir Ólafssynir segja svo gjarnan í viðtölum. „Áfram gakk jú. Maður þarf að fara að búa sig undir að fikra sig upp þessa blessuðu töflu því við höfum ekkert verið mjög ofarlega í henni í vetur.“ Var ekki einmitt planið að vinna rest? „Vinna rest, jú það er planið!“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira