Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2019 13:09 Aldísi Hafsteinsdóttur formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga líst vel á tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í gær. Þar kom fram að bæta þarf í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er ánægð með tillögurnar. „Ég held ég geti sagt að mér lítist mjög vel á þessar tillögur þær eru mjög metnaðarfullar. Þetta eru 40 tillögur sem taka á mjög mikilvægum þáttum. Ef að eftirfylgnin tekst eins og við vonumst öll til þá á þetta að verða til þess að bæta mjög lífskjör stórra hópa,“ segir Aldís. Meðal tillagna átakshópsins er að ríki og sveitarfélög ræði saman um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum. Fjármagnskostnaður stofnframlagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins og stærri hluti stofnframlags geti komið til útgreiðslu við samþykkt umsóknar um uppbyggingu húsnæðis til að lækka fjármagnskostnað. Aldís segir að mörg sveitarfélög séu þegar farin af stað. „Það eru mjög mörg sveitarfélög að íhuga og jafnvel sækja um stofnframlög til almennra leiguíbúða. Það sem vantar kannski þar eru meiri framlög í stofnframlögin því margir bíða eftir afgreiðslu umsóknum. En það er ekki spurning það eru fjölmörg sveitarfélög að horfa til þess að geta byggt upp leiguhúsnæði með þessum hætti,“. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist á föstudag og býst Aldís við að vel verði vel í tillögurnar. „Það er stjórnarfundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn og þar munum við ræða þessar tillögur. Ég á ekki von á öðru en að sveitarfélögin eins og aðrir sem hafa komið að þessari viðamiklu vinnu eigi eftir að lýsa yfir ánægju sinni í heild með þetta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Húsnæðismál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í gær. Þar kom fram að bæta þarf í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er ánægð með tillögurnar. „Ég held ég geti sagt að mér lítist mjög vel á þessar tillögur þær eru mjög metnaðarfullar. Þetta eru 40 tillögur sem taka á mjög mikilvægum þáttum. Ef að eftirfylgnin tekst eins og við vonumst öll til þá á þetta að verða til þess að bæta mjög lífskjör stórra hópa,“ segir Aldís. Meðal tillagna átakshópsins er að ríki og sveitarfélög ræði saman um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum. Fjármagnskostnaður stofnframlagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins og stærri hluti stofnframlags geti komið til útgreiðslu við samþykkt umsóknar um uppbyggingu húsnæðis til að lækka fjármagnskostnað. Aldís segir að mörg sveitarfélög séu þegar farin af stað. „Það eru mjög mörg sveitarfélög að íhuga og jafnvel sækja um stofnframlög til almennra leiguíbúða. Það sem vantar kannski þar eru meiri framlög í stofnframlögin því margir bíða eftir afgreiðslu umsóknum. En það er ekki spurning það eru fjölmörg sveitarfélög að horfa til þess að geta byggt upp leiguhúsnæði með þessum hætti,“. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist á föstudag og býst Aldís við að vel verði vel í tillögurnar. „Það er stjórnarfundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn og þar munum við ræða þessar tillögur. Ég á ekki von á öðru en að sveitarfélögin eins og aðrir sem hafa komið að þessari viðamiklu vinnu eigi eftir að lýsa yfir ánægju sinni í heild með þetta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Húsnæðismál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Sjá meira