Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2019 13:09 Aldísi Hafsteinsdóttur formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga líst vel á tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í gær. Þar kom fram að bæta þarf í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er ánægð með tillögurnar. „Ég held ég geti sagt að mér lítist mjög vel á þessar tillögur þær eru mjög metnaðarfullar. Þetta eru 40 tillögur sem taka á mjög mikilvægum þáttum. Ef að eftirfylgnin tekst eins og við vonumst öll til þá á þetta að verða til þess að bæta mjög lífskjör stórra hópa,“ segir Aldís. Meðal tillagna átakshópsins er að ríki og sveitarfélög ræði saman um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum. Fjármagnskostnaður stofnframlagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins og stærri hluti stofnframlags geti komið til útgreiðslu við samþykkt umsóknar um uppbyggingu húsnæðis til að lækka fjármagnskostnað. Aldís segir að mörg sveitarfélög séu þegar farin af stað. „Það eru mjög mörg sveitarfélög að íhuga og jafnvel sækja um stofnframlög til almennra leiguíbúða. Það sem vantar kannski þar eru meiri framlög í stofnframlögin því margir bíða eftir afgreiðslu umsóknum. En það er ekki spurning það eru fjölmörg sveitarfélög að horfa til þess að geta byggt upp leiguhúsnæði með þessum hætti,“. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist á föstudag og býst Aldís við að vel verði vel í tillögurnar. „Það er stjórnarfundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn og þar munum við ræða þessar tillögur. Ég á ekki von á öðru en að sveitarfélögin eins og aðrir sem hafa komið að þessari viðamiklu vinnu eigi eftir að lýsa yfir ánægju sinni í heild með þetta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Húsnæðismál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í gær. Þar kom fram að bæta þarf í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er ánægð með tillögurnar. „Ég held ég geti sagt að mér lítist mjög vel á þessar tillögur þær eru mjög metnaðarfullar. Þetta eru 40 tillögur sem taka á mjög mikilvægum þáttum. Ef að eftirfylgnin tekst eins og við vonumst öll til þá á þetta að verða til þess að bæta mjög lífskjör stórra hópa,“ segir Aldís. Meðal tillagna átakshópsins er að ríki og sveitarfélög ræði saman um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum. Fjármagnskostnaður stofnframlagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins og stærri hluti stofnframlags geti komið til útgreiðslu við samþykkt umsóknar um uppbyggingu húsnæðis til að lækka fjármagnskostnað. Aldís segir að mörg sveitarfélög séu þegar farin af stað. „Það eru mjög mörg sveitarfélög að íhuga og jafnvel sækja um stofnframlög til almennra leiguíbúða. Það sem vantar kannski þar eru meiri framlög í stofnframlögin því margir bíða eftir afgreiðslu umsóknum. En það er ekki spurning það eru fjölmörg sveitarfélög að horfa til þess að geta byggt upp leiguhúsnæði með þessum hætti,“. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist á föstudag og býst Aldís við að vel verði vel í tillögurnar. „Það er stjórnarfundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn og þar munum við ræða þessar tillögur. Ég á ekki von á öðru en að sveitarfélögin eins og aðrir sem hafa komið að þessari viðamiklu vinnu eigi eftir að lýsa yfir ánægju sinni í heild með þetta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Húsnæðismál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira