Segir starfsmennina ekki taka við mútum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. janúar 2019 16:00 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Mynd/aðsend Eftirlitsmaður Fiskistofu var sendur í leyfi seint á síðasta ári vegna gruns um að hafa þegið fisk að gjöf frá þeim sem hann hafði eftirlit með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málið litið mjög alvarlegum augum hjá Fiskistofu þegar það kom upp. „Þetta er eitt afmarkað tilvik sem við skoðun reyndist svo vera feilspor sem lokið var með viðeigandi hætti,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um viðkvæm starfsmannamál hjá stofnuninni. Í siðareglum Fiskistofu er meðal annars kveðið á um að starfsmenn megi alls ekki þiggja gjafir frá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með en heimildir Fréttablaðsins herma að yfirmenn mannsins hafi fengið tilkynningu um að hann hefði þegið nokkur kíló af fiski í fiskvinnslu í Grindavík þar sem hann var við eftirlit. Þegar málið hafi verið skoðað hafi maðurinn gefið þá skýringu að um viðskipti hefði verið að ræða og hann greitt fyrir fiskinn með millifærslu í banka. Honum hafi verið veitt áminning og er hann kominn aftur til starfa. Samkvæmt heimildum blaðsins er mjög algengt að þeir sem eftirlit Fiskistofu lýtur að bjóði eftirlitsmönnum fisk að gjöf. „Þeir sem bjóða þetta eru almennt velmeinandi held ég. Ég hef aldrei fengið vísbendingar um að menn séu að reyna að múta fólki,“ segir Eyþór. Hann segir þá eftirlitsmenn sem fara í litla báta til dæmis hjálpa heilmikið til um borð til dæmis við frágang á fiski, við veiðarfæri og slíkt. „Mönnum finnst þeir kannski standa í þakkarskuld fyrir vikið og bjóða mönnum fisk í soðið. En menn eru ekki að þiggja slíkt og mega það ekki,“ segir Eyþór.Úr siðareglum Fiskistofu: Starfsmaður má alls ekki þiggja greiða, þjónustu eða gjafir (svo sem fisk í soðið, málsverði, áfengi eða aðrar tækifærisgjafir), boðsferðir eða önnur verðmæti eða hlunnindi af aðilum sem Fiskistofa hefur einhvers konar eftirlit með eða veitir þjónustu af einhverju tagi eða hefur með einhverjum hætti samskipti við eða afskipti af, nema um sé að ræða óveruleg verðmæti eða hagsmuni og þá ávallt að höfðu samráði við fiskistofustjóra. Ef starfsmönnum eru sendar slíkar gjafir án samþykkis þeirra skulu þeir greina forstöðumanni viðkomandi sviðs frá því og koma gjöfinni í hans hendur og skal hann í samráði við fiskistofustjóra ákveða hvernig brugðist skal við af hálfu Fiskistofu. Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Eftirlitsmaður Fiskistofu var sendur í leyfi seint á síðasta ári vegna gruns um að hafa þegið fisk að gjöf frá þeim sem hann hafði eftirlit með. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var málið litið mjög alvarlegum augum hjá Fiskistofu þegar það kom upp. „Þetta er eitt afmarkað tilvik sem við skoðun reyndist svo vera feilspor sem lokið var með viðeigandi hætti,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri en segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig um viðkvæm starfsmannamál hjá stofnuninni. Í siðareglum Fiskistofu er meðal annars kveðið á um að starfsmenn megi alls ekki þiggja gjafir frá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með en heimildir Fréttablaðsins herma að yfirmenn mannsins hafi fengið tilkynningu um að hann hefði þegið nokkur kíló af fiski í fiskvinnslu í Grindavík þar sem hann var við eftirlit. Þegar málið hafi verið skoðað hafi maðurinn gefið þá skýringu að um viðskipti hefði verið að ræða og hann greitt fyrir fiskinn með millifærslu í banka. Honum hafi verið veitt áminning og er hann kominn aftur til starfa. Samkvæmt heimildum blaðsins er mjög algengt að þeir sem eftirlit Fiskistofu lýtur að bjóði eftirlitsmönnum fisk að gjöf. „Þeir sem bjóða þetta eru almennt velmeinandi held ég. Ég hef aldrei fengið vísbendingar um að menn séu að reyna að múta fólki,“ segir Eyþór. Hann segir þá eftirlitsmenn sem fara í litla báta til dæmis hjálpa heilmikið til um borð til dæmis við frágang á fiski, við veiðarfæri og slíkt. „Mönnum finnst þeir kannski standa í þakkarskuld fyrir vikið og bjóða mönnum fisk í soðið. En menn eru ekki að þiggja slíkt og mega það ekki,“ segir Eyþór.Úr siðareglum Fiskistofu: Starfsmaður má alls ekki þiggja greiða, þjónustu eða gjafir (svo sem fisk í soðið, málsverði, áfengi eða aðrar tækifærisgjafir), boðsferðir eða önnur verðmæti eða hlunnindi af aðilum sem Fiskistofa hefur einhvers konar eftirlit með eða veitir þjónustu af einhverju tagi eða hefur með einhverjum hætti samskipti við eða afskipti af, nema um sé að ræða óveruleg verðmæti eða hagsmuni og þá ávallt að höfðu samráði við fiskistofustjóra. Ef starfsmönnum eru sendar slíkar gjafir án samþykkis þeirra skulu þeir greina forstöðumanni viðkomandi sviðs frá því og koma gjöfinni í hans hendur og skal hann í samráði við fiskistofustjóra ákveða hvernig brugðist skal við af hálfu Fiskistofu.
Birtist í Fréttablaðinu Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira