Segja ráðuneytið reyna að fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2019 16:25 Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hefur borist bréf frá BHM. Vísir/vilhelm Bandalag háskólamanna, BHM, kannast ekki við að ágreiningur sé um það milli bandalagsins og háskólanna hvort greiða eigi laun fyrir starfsnám, líkt og ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytisins hélt fram í hádegisfréttum RÚV í dag. BHM segir ummælin bera þess merki að ráðuneytið vilji fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám, sem bandalagið gerði alvarlegar athugasemdir við. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM. Umrædd auglýsing birtist á Facebook-síðu atvinnunefndar Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, þann 17. Janúar síðastliðinn. Í auglýsingunni er auglýst eftir nema nema sem lokið hefur BA-gráðu í lögfræði og stundar eða hefur lokið meistaranámi í þeirri grein. Fram kemur að starfsnámið sé ólaunað og að auk framangreindrar menntunar skuli viðkomandi hafa „góða kunnáttu í íslensku og ensku, góða ritfærni á íslensku, gott tölvulæsi og getu til að vinna sjálfstætt.“ BHM sendi í kjölfarið félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og hún sögð brjóta gegn lagaákvæðum um lágmarkskjör. Ráðuneytið hætti við ráðninguna eftir að athugasemdir BHM bárust, að því er fram kom á vef RÚV í dag. Í bréfi sínu til ráðherra bendir BHM á að samkvæmt lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda sé vinnuveitendum óheimilt að ráða til sín fólk á lakari kjörum en kjarasamningar kveði á um. Í gildi sé stofnanasamningur milli Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) og ráðuneytanna. Ákvæði í þessum samningi um laun starfsnema teljist lágmarkskjör samkvæmt fyrrnefndum lögum.Kannast ekki við neinn ágreining Í hádegisfréttum RÚV í dag var svo haft eftir ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, Gissuri Péturssyni, að ákveðið hefði verið að hætta við verkefnið, þar eð ráðuneytið vildi ekki blanda sér í ágreining um launagreiðslur fyrir starfsnám. Auglýsingin stendur enn á síðu atvinnunefndar Orators en síðdegis í dag afturkallaði nefndin auglýsinguna í athugasemd við færsluna. Þá var einnig haft eftir Gissuri að honum sýndist sem ágreiningur væri um það milli BHM og háskólanna hvort greiða ætti laun fyrir starfsnám. BHM tekur sérstaklega fram í frétt á vef sínum að bandalagið kannist ekki við slíkan ágreining. „Bandalagið undrast að ráðuneytisstjórinn skuli vísa í slíkan ágreining og segi að ráðuneytið vilji ekki blanda sér í hann. Að mati BHM bera ummælin með sér að ráðuneytið sé að reyna að frýja sig ábyrgð á umræddri auglýsingu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að nýlega skipaði félags- og barnamálaráðherra starfshóp gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Hópurinn hefur m.a. fjallað um mikilvægi þess að settar verði skýrar reglur um starfsnám og starfsþjálfun til að koma í veg fyrir að brotið sé gegn ákvæðum laga og kjarasamninga um lágmarkskjör.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem BHM gerir athugasemdir við sambærilegar starfsauglýsingar. Árið 2016 sendi bandalagið WOW Air bréf eftir að flugfélagið auglýsti eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám. Viðkomandi þurfti að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin voru til. Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00 WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, kannast ekki við að ágreiningur sé um það milli bandalagsins og háskólanna hvort greiða eigi laun fyrir starfsnám, líkt og ráðuneytisstjóri félags- og barnamálaráðuneytisins hélt fram í hádegisfréttum RÚV í dag. BHM segir ummælin bera þess merki að ráðuneytið vilji fría sig ábyrgð á auglýsingu um ólaunað starfsnám, sem bandalagið gerði alvarlegar athugasemdir við. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM. Umrædd auglýsing birtist á Facebook-síðu atvinnunefndar Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, þann 17. Janúar síðastliðinn. Í auglýsingunni er auglýst eftir nema nema sem lokið hefur BA-gráðu í lögfræði og stundar eða hefur lokið meistaranámi í þeirri grein. Fram kemur að starfsnámið sé ólaunað og að auk framangreindrar menntunar skuli viðkomandi hafa „góða kunnáttu í íslensku og ensku, góða ritfærni á íslensku, gott tölvulæsi og getu til að vinna sjálfstætt.“ BHM sendi í kjölfarið félags- og barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og hún sögð brjóta gegn lagaákvæðum um lágmarkskjör. Ráðuneytið hætti við ráðninguna eftir að athugasemdir BHM bárust, að því er fram kom á vef RÚV í dag. Í bréfi sínu til ráðherra bendir BHM á að samkvæmt lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda sé vinnuveitendum óheimilt að ráða til sín fólk á lakari kjörum en kjarasamningar kveði á um. Í gildi sé stofnanasamningur milli Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) og ráðuneytanna. Ákvæði í þessum samningi um laun starfsnema teljist lágmarkskjör samkvæmt fyrrnefndum lögum.Kannast ekki við neinn ágreining Í hádegisfréttum RÚV í dag var svo haft eftir ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, Gissuri Péturssyni, að ákveðið hefði verið að hætta við verkefnið, þar eð ráðuneytið vildi ekki blanda sér í ágreining um launagreiðslur fyrir starfsnám. Auglýsingin stendur enn á síðu atvinnunefndar Orators en síðdegis í dag afturkallaði nefndin auglýsinguna í athugasemd við færsluna. Þá var einnig haft eftir Gissuri að honum sýndist sem ágreiningur væri um það milli BHM og háskólanna hvort greiða ætti laun fyrir starfsnám. BHM tekur sérstaklega fram í frétt á vef sínum að bandalagið kannist ekki við slíkan ágreining. „Bandalagið undrast að ráðuneytisstjórinn skuli vísa í slíkan ágreining og segi að ráðuneytið vilji ekki blanda sér í hann. Að mati BHM bera ummælin með sér að ráðuneytið sé að reyna að frýja sig ábyrgð á umræddri auglýsingu. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að nýlega skipaði félags- og barnamálaráðherra starfshóp gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði. Hópurinn hefur m.a. fjallað um mikilvægi þess að settar verði skýrar reglur um starfsnám og starfsþjálfun til að koma í veg fyrir að brotið sé gegn ákvæðum laga og kjarasamninga um lágmarkskjör.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem BHM gerir athugasemdir við sambærilegar starfsauglýsingar. Árið 2016 sendi bandalagið WOW Air bréf eftir að flugfélagið auglýsti eftir lögfræðinema í ólaunað starfsnám. Viðkomandi þurfti að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin voru til.
Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20 Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00 WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
Verðandi ljósmæður krefjast launa fyrir starfsnám Nemendur í ljósmóðurfræði skora á yfirvöld að taka kjaramál ljósmæðranema í starfsnámi til endurskoðunar, einkum í ljósi umræðunnar um kúgun kvenna. 5. febrúar 2018 13:20
Vilja að ráðherra setji reglur um starfsnám Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta vilja að menntamálaráðuneytið móti skýrar reglur um starfsnám sem gildi fyrir alla háskólana. Laganemum býðst um þessar mundir bæði launað og ólaunað starfsnám. 8. apríl 2017 06:00
WOW segir ólaunaða starfsnámið í samræmi við reglur Háskóla Íslands „WOW air kemur hins vegar ekki að samningum reglna um starfsnám háskólanna,“ segir í tilkynningu. 12. febrúar 2016 15:40