Snoop Dogg keypti hlut í sænsku fjártæknifyrirtæki Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 13:38 Ásamt því að kaupa hlut í Klarna verður Snoop Dogg andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins, þar sem hann gengur undir nafninu Smoooth Dogg. Klarna Rappgoðsögnin og auðmaðurinn Calvin Cordozar Broadus Jr., betur þekktur undir listamannsnafninu Snoop Dogg, varð á dögunum hluthafi í sænska fjártæknifyrirtækinu Klarna. Stærð hlutar hans eða upphæð fjárfestingarinnar hafa þó ekki fengist uppgefin, en aðstandendur Klarna segja þó í samtali við Forbes að Snoop Dogg verði ekki ráðandi hluthafi. Fyrirtækið, sem metið var á 2,5 milljarða bandaríkjadala í fyrra, 300 milljarða íslenskra króna, býður viðskiptavinum sínum upp á margvíslegar greiðsludreifingarleiðir hjá rúmlega 100 þúsund smásöluverslunum í vesturheimi. Auk þess að verða hluthafi í Klarna mun tónlistarmaðurinn jafnframt verða andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins. Í auglýsingunum gengur hann þó undir öðru nafni, Smoooth Dog, sem er í samræmi við stefnu Klarna um þægilega greiðsludreifingu.„Við höfum verið á hinni þægilegu vegferð nokkuð lengi,“ segir Sebastian Siemiatkowski, forstjóri Klarna, í samtali við Forbes og vísar þar til herferðar fyrirtækisins frá árinu 2016. „Þannig að við veltum fyrir okkur hver væri þægilegasti núlifandi einstaklingurinn og það er í raun sagan á bakvið það að Snoop Dogg kom inn í myndina. Þegar við byrjuðum að spjalla við Snoop Dogg þá var hann mjög áhugasamur um tæknibransann, fjártækni, allan pakkann, þannig að við náðum mjög vel saman,“ segir forstjórinn. Sjálfur segist hinn silkilmjúki Snoop vera á höttunum eftir fleiri fjárfestingartækifærum. Hann hefur látið til sín taka á síðustu árum, til að mynda fjárfesti hann í samfélagsmiðlinum Reddit, markaðstorginu Robinhood og marijúanaheimsendingaþjónustunni Eaze. „Ég hef lært mikið um heim viðskiptanna á síðustu árum. Ég þarf að fara mér hægt og kanna málin til hlítar. Það er mikilvægt að mér líki vel við stofnendurna og að ég hafi trú á því að þeir geti stýrt fyrirtækjunum,“ segir Dogg sem vonast til að geta aðstoðað Klarna við ímyndarvinnu og staðfærslu vörumerkisins. Svíþjóð Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Rappgoðsögnin og auðmaðurinn Calvin Cordozar Broadus Jr., betur þekktur undir listamannsnafninu Snoop Dogg, varð á dögunum hluthafi í sænska fjártæknifyrirtækinu Klarna. Stærð hlutar hans eða upphæð fjárfestingarinnar hafa þó ekki fengist uppgefin, en aðstandendur Klarna segja þó í samtali við Forbes að Snoop Dogg verði ekki ráðandi hluthafi. Fyrirtækið, sem metið var á 2,5 milljarða bandaríkjadala í fyrra, 300 milljarða íslenskra króna, býður viðskiptavinum sínum upp á margvíslegar greiðsludreifingarleiðir hjá rúmlega 100 þúsund smásöluverslunum í vesturheimi. Auk þess að verða hluthafi í Klarna mun tónlistarmaðurinn jafnframt verða andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins. Í auglýsingunum gengur hann þó undir öðru nafni, Smoooth Dog, sem er í samræmi við stefnu Klarna um þægilega greiðsludreifingu.„Við höfum verið á hinni þægilegu vegferð nokkuð lengi,“ segir Sebastian Siemiatkowski, forstjóri Klarna, í samtali við Forbes og vísar þar til herferðar fyrirtækisins frá árinu 2016. „Þannig að við veltum fyrir okkur hver væri þægilegasti núlifandi einstaklingurinn og það er í raun sagan á bakvið það að Snoop Dogg kom inn í myndina. Þegar við byrjuðum að spjalla við Snoop Dogg þá var hann mjög áhugasamur um tæknibransann, fjártækni, allan pakkann, þannig að við náðum mjög vel saman,“ segir forstjórinn. Sjálfur segist hinn silkilmjúki Snoop vera á höttunum eftir fleiri fjárfestingartækifærum. Hann hefur látið til sín taka á síðustu árum, til að mynda fjárfesti hann í samfélagsmiðlinum Reddit, markaðstorginu Robinhood og marijúanaheimsendingaþjónustunni Eaze. „Ég hef lært mikið um heim viðskiptanna á síðustu árum. Ég þarf að fara mér hægt og kanna málin til hlítar. Það er mikilvægt að mér líki vel við stofnendurna og að ég hafi trú á því að þeir geti stýrt fyrirtækjunum,“ segir Dogg sem vonast til að geta aðstoðað Klarna við ímyndarvinnu og staðfærslu vörumerkisins.
Svíþjóð Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00