Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti nýja ríkisstjórn sína fyrir utan Konungshöllina í Ósló í morgun. Alls verða 22 ráðherrar í norsku ríkisstjórninni og hafa þeir aldrei verið fleiri.
Breytingarnar má rekja til þess að Kristilegi þjóðarflokkurinn, sem til þessa hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre vantrausti, tekur nú sæti í sjálfri ríkisstjórninni.
Ráðherraembættin skiptast á þann veg að Hægriflokkur Solberg fær níu, Framfaraflokkurinn sjö, Venstre þrjú og Kristilegi þjóðarflokkurinn þrjú.
Fulltrúar Kristilega þjóðarflokksins munu fara með ráðuneyti þróunarmála, barna- og fjölskyldumála og landbúnaðar- og matvælamála.
Sjá má lista yfir ráðherraskipan í frétt NRK.
Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína

Tengdar fréttir

Samþykktu stjórnarsamstarfið með naumindum
Kristilegi þjóðarflokkurinn samþykkti í kvöld að taka þátt í stjórnarsamstarfi með Hægriflokknum, Framfaraflokknum og Venstre en saman mynda flokkarnir meirihlutastjórn.

Norska stjórnin horfir til Íslands í stjórnarsáttmála
Ný ríkisstjórn í Noregi ætlar að koma á frístundastyrkjum fyrir börn á bilinu sex til átján ára sem hægt er að nýta til þess að niðurgreiða tómstundir barna.

Engar breytingar á lögum um þungunarrof í Noregi
Samkomulag hefur náðst um drög að stjórnarsáttmála nýrrar fjögurra flokka ríkisstjórnar í Noregi.