Drónarnir á Gatwick kostuðu EasyJet milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 10:12 Vélar Easyjet á Gatwick-flugvelli. Getty/Education Images Lággjaldaflugfélagið EasyJet áætlar að drónarnir, sem trufluðu flugumferð um Gatwick-flugvöll í desember, hafi kostað flugfélagið um 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna. Haft er eftir framkvæmdastjóra félagsins, Johan Lundgren, á vef breska ríkisútvarpsins að kostnaðurinn sé tilkominn vegna tveggja þátta; annars vegar bóta til farþega og tekjutaps vegna flugferða sem felldar voru niður. Bótagreiðslunar námu alls um 10 milljónum punda en kostnaðurinn vegna flugröskunarinnar 5 milljónum. Ríflega 82 þúsund farþegar og rúmlega 400 flugferðir Easyjet fengu að kenna á drónafluginu yfir Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Drónarnir stöðvuðu umferð um völlinn í alls 36 klukkustundir og um þúsund flugferðir voru alls felldar niður. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina en þeim var síðar sleppt. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Þrátt fyrir hrakfarir EasyJet á Gatwick segir flugfélagið að það hafi byrjað nýtt rekstrarár af krafti og það sé vel í stakk búið til að takast á við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í því samhengi nefnir EasyJet að farþegum félagsins hafi fjölgað um 15 prósent á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, þegar þeir voru um 21,6 milljón talsins. Þá er einnig ljóst að drónauppákoman hefur ekki orðið til þess að EasyJet missti trú á Gatwick-flugvelli, en eins og kom fram í lok desember var flugfélagið annað tveggja sem keypti flugtíma WOW air á vellinum. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið EasyJet áætlar að drónarnir, sem trufluðu flugumferð um Gatwick-flugvöll í desember, hafi kostað flugfélagið um 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna. Haft er eftir framkvæmdastjóra félagsins, Johan Lundgren, á vef breska ríkisútvarpsins að kostnaðurinn sé tilkominn vegna tveggja þátta; annars vegar bóta til farþega og tekjutaps vegna flugferða sem felldar voru niður. Bótagreiðslunar námu alls um 10 milljónum punda en kostnaðurinn vegna flugröskunarinnar 5 milljónum. Ríflega 82 þúsund farþegar og rúmlega 400 flugferðir Easyjet fengu að kenna á drónafluginu yfir Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Drónarnir stöðvuðu umferð um völlinn í alls 36 klukkustundir og um þúsund flugferðir voru alls felldar niður. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina en þeim var síðar sleppt. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Þrátt fyrir hrakfarir EasyJet á Gatwick segir flugfélagið að það hafi byrjað nýtt rekstrarár af krafti og það sé vel í stakk búið til að takast á við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í því samhengi nefnir EasyJet að farþegum félagsins hafi fjölgað um 15 prósent á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, þegar þeir voru um 21,6 milljón talsins. Þá er einnig ljóst að drónauppákoman hefur ekki orðið til þess að EasyJet missti trú á Gatwick-flugvelli, en eins og kom fram í lok desember var flugfélagið annað tveggja sem keypti flugtíma WOW air á vellinum.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44
Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09
Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent