Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2019 19:00 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fjórðungi minna af hörðum fíkniefnum á síðasta ári samanborið við árið 2017. Talsvert fleiri burðardýr sleppa því óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. Í sautján fíkniefnamálum sem komu upp í Leifsstöð á síðastliðnu ári lagði rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hald á um ellefu kíló af hörðum fíkniefnum. Þetta sýna bráðabirgðartölur embættisins en þetta er fjórum sinnum minna magn en það sem náðist árið 2017 en það voru um 42 kíló í 46 fíkniefnamálum. Munurinn er mestur þegar kemur að kókaíni en 6,6 kíló náðust á síðasta ári en 35 kíló árið 2017.Jón Halldór SigurðssonÞetta verður að teljast sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og eru merki um að neyslan fari stöðugt vaxandi. Þannig má ætla að fleiri burðardýr komist óséð með fíkniefnin inn í landið. „Það er töluverður munur, við erum að haldleggja um þrjátíu kílóum minna af fíkniefnum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þessar tölur séu engan veginn í takt við það sem er að ske í samfélaginu. „Við erum náttúrulega að sjá að það er stór og mikil aukning á fíkniefnum í landinu. Verð fíkniefna hefur verið að lækka sem bendir til þess að það er aukning. Það er aukning umfram eftirspurn,“ segir Jón Halldór og bætir við að efnin séu þannig augljóslega enn að koma inn í landið. Ný persónuverndarlög hafa áhrif á þróunina Hann segir erfitt að segja til um hvað veldur þessari þróun. Mögulega sé búið að finna nýjar leiðir til að koma fíkniefnum inn í landið en það sé fleira sem hefur áhrif. „Það gæti möulega skýrst af því að eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi hefur okkur reynst erfiðara að fá upplýsingar til að vinna fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er eitt af þeim atriðum sem við getum bent á en annað er óútskýrt,“ segir Jón Halldór. Nú sé unnið að því að kanna hvernig geti staðið að þessum mikla mun á náðum fíkniefnum. „Þetta er áhyggjuefni fleiri en lögreglu og tollgæslu. Þetta er áhyggjuefni alls þjóðfélagsins. Við erum að sjá fólk fara ansi illa út úr þessu þannig ég held að þetta komi við allar þjóðfélagsstéttir,“ segir Jón Halldór. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fjórðungi minna af hörðum fíkniefnum á síðasta ári samanborið við árið 2017. Talsvert fleiri burðardýr sleppa því óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. Í sautján fíkniefnamálum sem komu upp í Leifsstöð á síðastliðnu ári lagði rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hald á um ellefu kíló af hörðum fíkniefnum. Þetta sýna bráðabirgðartölur embættisins en þetta er fjórum sinnum minna magn en það sem náðist árið 2017 en það voru um 42 kíló í 46 fíkniefnamálum. Munurinn er mestur þegar kemur að kókaíni en 6,6 kíló náðust á síðasta ári en 35 kíló árið 2017.Jón Halldór SigurðssonÞetta verður að teljast sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og eru merki um að neyslan fari stöðugt vaxandi. Þannig má ætla að fleiri burðardýr komist óséð með fíkniefnin inn í landið. „Það er töluverður munur, við erum að haldleggja um þrjátíu kílóum minna af fíkniefnum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þessar tölur séu engan veginn í takt við það sem er að ske í samfélaginu. „Við erum náttúrulega að sjá að það er stór og mikil aukning á fíkniefnum í landinu. Verð fíkniefna hefur verið að lækka sem bendir til þess að það er aukning. Það er aukning umfram eftirspurn,“ segir Jón Halldór og bætir við að efnin séu þannig augljóslega enn að koma inn í landið. Ný persónuverndarlög hafa áhrif á þróunina Hann segir erfitt að segja til um hvað veldur þessari þróun. Mögulega sé búið að finna nýjar leiðir til að koma fíkniefnum inn í landið en það sé fleira sem hefur áhrif. „Það gæti möulega skýrst af því að eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi hefur okkur reynst erfiðara að fá upplýsingar til að vinna fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er eitt af þeim atriðum sem við getum bent á en annað er óútskýrt,“ segir Jón Halldór. Nú sé unnið að því að kanna hvernig geti staðið að þessum mikla mun á náðum fíkniefnum. „Þetta er áhyggjuefni fleiri en lögreglu og tollgæslu. Þetta er áhyggjuefni alls þjóðfélagsins. Við erum að sjá fólk fara ansi illa út úr þessu þannig ég held að þetta komi við allar þjóðfélagsstéttir,“ segir Jón Halldór.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira