Eru börnin okkar að fá næga hreyfingu í skólum? Guðmundur Hafþórsson skrifar 21. janúar 2019 10:29 Áður en þú lest alla greinina þá langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga. Getum við verið sammála um að stunda líkamsrækt bætir líkamlega heilsu?Getum við verið sammála um að góð og holl næring er mikilvæg fyrir líkamann? Getum við verið sammála um að ef þessir tveir þættir eru hafðir í huga þá byggjum við upp hraustan og heilsusamlegan líkama? Fréttir minna okkur reglulega á að heilsufar okkar Íslendinga fer versnandi samanber gögn frá OECD 2015 sem Heilbrigðisráðuneitið skrifaði um. Það er stöðugt verið að minna okkur á að hreyfa okkur, minnst 30mínútur á dag en er það nóg? En þessum skilaboðum er yfirleitt ýtt í átt að okkur fullorðna fólkinu en erum við að ná að deila því til barna okkar og hugsa um hag þeirra og möguleika á heilbrigðu líferni? Lítil (ómarktæk) skoðanakönnun sem ég gerði meðal Íþróttakennara á Íslandi (nær ekki til allra skóla) varðandi sundkennslu á Íslandi sýndi að að í fjölda skóla eru börnin ekki að fá 1 tíma í viku allt skólaárið eins og námskrá kveður á um. Oft á tíðum eru börnin einungis að fá 2 tíma á viku í 6 vikur sem eru 12 sundtímar og þá getur það gerst að barn er í lotu í 2.bekk í september í 6 vikur og svo ekki aftur fyrr en í apríl í 3.bekk sem þýðir að það er eitt og hálft ár á milli þess að barn fær kennslu svo lengi sem það er ekki á sundnámskeiðum. Samkvæmt Námsskrá er kveðið á um að 1 sundtími sé á viku allt skólaárið þar sem hægt er að koma því fyrir en þar sem aðstæður bjóða ekki upp á það sé leyfilegt að bjóða upp á sundtíma í lotum en að lágmarki 20 kennslustundir yfir árið. Þær stundir sem eftir standa SKAL nýta til skólaíþrótta. (bls 180 - 193) Einnig sýndi þessi könnun að oft á tíðum eru börnin ekki að fá 3 hreyfistundir á viku eins og reglur kveða á um. Getur verið að ástæða þess að námsgeta íslenskra barna sé á niðurleið vegna þess að börnin fá ekki næga hreyfingu í skólum? Rannsóknir sýna að að regluleg hreyfing kemur til með að hjálpa til við að læra nyja hluti og bæta minni. Ég spyr því hversvegna skólar sækja reglulega á Íþróttir hjá börnum þegar skorið er niður. Við tölum ávallt um að bæta líkamlegt hreysti hjá okkur sjálfum, líkamsræktarstöðvar fyllast ávallt í Janúar og September en við sættum okkur við minni hreyfingu hjá börnum okkar í skólum. Ég hvet þig því foreldri barns í grunnskólum landsins að forvitnast um hreyfingu barna þinna og hvort þau séu að fá næga útrás í skólum.Höfundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilsa Sund Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en þú lest alla greinina þá langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga. Getum við verið sammála um að stunda líkamsrækt bætir líkamlega heilsu?Getum við verið sammála um að góð og holl næring er mikilvæg fyrir líkamann? Getum við verið sammála um að ef þessir tveir þættir eru hafðir í huga þá byggjum við upp hraustan og heilsusamlegan líkama? Fréttir minna okkur reglulega á að heilsufar okkar Íslendinga fer versnandi samanber gögn frá OECD 2015 sem Heilbrigðisráðuneitið skrifaði um. Það er stöðugt verið að minna okkur á að hreyfa okkur, minnst 30mínútur á dag en er það nóg? En þessum skilaboðum er yfirleitt ýtt í átt að okkur fullorðna fólkinu en erum við að ná að deila því til barna okkar og hugsa um hag þeirra og möguleika á heilbrigðu líferni? Lítil (ómarktæk) skoðanakönnun sem ég gerði meðal Íþróttakennara á Íslandi (nær ekki til allra skóla) varðandi sundkennslu á Íslandi sýndi að að í fjölda skóla eru börnin ekki að fá 1 tíma í viku allt skólaárið eins og námskrá kveður á um. Oft á tíðum eru börnin einungis að fá 2 tíma á viku í 6 vikur sem eru 12 sundtímar og þá getur það gerst að barn er í lotu í 2.bekk í september í 6 vikur og svo ekki aftur fyrr en í apríl í 3.bekk sem þýðir að það er eitt og hálft ár á milli þess að barn fær kennslu svo lengi sem það er ekki á sundnámskeiðum. Samkvæmt Námsskrá er kveðið á um að 1 sundtími sé á viku allt skólaárið þar sem hægt er að koma því fyrir en þar sem aðstæður bjóða ekki upp á það sé leyfilegt að bjóða upp á sundtíma í lotum en að lágmarki 20 kennslustundir yfir árið. Þær stundir sem eftir standa SKAL nýta til skólaíþrótta. (bls 180 - 193) Einnig sýndi þessi könnun að oft á tíðum eru börnin ekki að fá 3 hreyfistundir á viku eins og reglur kveða á um. Getur verið að ástæða þess að námsgeta íslenskra barna sé á niðurleið vegna þess að börnin fá ekki næga hreyfingu í skólum? Rannsóknir sýna að að regluleg hreyfing kemur til með að hjálpa til við að læra nyja hluti og bæta minni. Ég spyr því hversvegna skólar sækja reglulega á Íþróttir hjá börnum þegar skorið er niður. Við tölum ávallt um að bæta líkamlegt hreysti hjá okkur sjálfum, líkamsræktarstöðvar fyllast ávallt í Janúar og September en við sættum okkur við minni hreyfingu hjá börnum okkar í skólum. Ég hvet þig því foreldri barns í grunnskólum landsins að forvitnast um hreyfingu barna þinna og hvort þau séu að fá næga útrás í skólum.Höfundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar