Íslendingar vanað tíu börn síðustu tuttugu ár Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. janúar 2019 07:00 Mörg hundruð ófrjósemisaðgerðir eru gerðar á Íslandi ár hvert. Þær eru líka gerðar á börnum. Fréttablaðið/Getty Á árunum 2016-2018 var framkvæmd ein ófrjósemisaðgerð á einstaklingi undir átján ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu var um að ræða dreng. Tíu slíkar aðgerðir hafa verið gerðar frá árinu 1998. Átta þeirra á stúlkum og tvær á drengjum. Ófrjósemisaðgerðir á ólögráða börnum eru aðeins gerðar að beiðni lögráðamanns. Sá sækir um fyrir hönd barns á grundvelli laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975. Barns sem talið er ófært um að eignast eða sjá um börn eða sökum líkamlegrar eða andlegrar vangetu, greindarskorts eða annars slíks. Í gegnum tíðina eru dæmi þess að fatlað fólk, oftast nær stúlkur, hafi verið blekkt í slíkar aðgerðir. Ófrjósemisaðgerðir verða sífellt vinsælli valkostur til getnaðarvarna, sérstaklega meðal karlmanna sem í auknum mæli hafa sótt í svokallaðar herraklippingar undanfarin 20 ár. Samkvæmt nýjustu tölum yfir ófrjósemisaðgerðir frá Landlæknisembættinu, fyrir árið 2017, voru framkvæmdar alls 638 ófrjósemisaðgerðir á Íslandi það ár. 542 á körlum og 96 á konum. En sérstakar aðstæður geta kallað á að sú ákvörðun er tekin fyrir einhvern, barn eða fullorðinn, að hann fjölgi sér ekki. Lögráðamaður sækir þá um aðgerðina fyrir hönd viðkomandi sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau eru að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. Að fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir viðkomandi með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðrum ástæðum. Að sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dragi alvarlega úr getu viðkomandi til að annast og ala upp börn eða ef ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. Þetta ákvæði laga hefur í gegnum tíðina átt sínar skuggahliðar. Sláandi vitnisburður um reynslu og upplifun kvenna með þroskahömlun af ófrjósemisaðgerðum birtist í rannsóknargrein Guðrúnar V. Stefánsdóttur, Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun, árið 2011. Í viðtölum við sex konur á aldrinum 46-66 ára kom fram að þrjár höfðu verið blekktar í aðgerðina. Tveimur var sagt að þær væru að fara í botnlangaskurð. Hinar voru hvattar til eða taldar á að gangast undir þær. Komst Guðrún að því að niðurstöðurnar bentu til að konurnar hefðu verið fullfærar um að taka svo afdrifaríka ákvörðun í lífi sínu og að ástæður aðgerðanna ættu rætur í sögulegum og menningarbundnum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun og í því samhengi hefði mannkynbótastefnan leikið stórt hlutverk. Birtist í Fréttablaðinu Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Á árunum 2016-2018 var framkvæmd ein ófrjósemisaðgerð á einstaklingi undir átján ára aldri. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu var um að ræða dreng. Tíu slíkar aðgerðir hafa verið gerðar frá árinu 1998. Átta þeirra á stúlkum og tvær á drengjum. Ófrjósemisaðgerðir á ólögráða börnum eru aðeins gerðar að beiðni lögráðamanns. Sá sækir um fyrir hönd barns á grundvelli laga um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975. Barns sem talið er ófært um að eignast eða sjá um börn eða sökum líkamlegrar eða andlegrar vangetu, greindarskorts eða annars slíks. Í gegnum tíðina eru dæmi þess að fatlað fólk, oftast nær stúlkur, hafi verið blekkt í slíkar aðgerðir. Ófrjósemisaðgerðir verða sífellt vinsælli valkostur til getnaðarvarna, sérstaklega meðal karlmanna sem í auknum mæli hafa sótt í svokallaðar herraklippingar undanfarin 20 ár. Samkvæmt nýjustu tölum yfir ófrjósemisaðgerðir frá Landlæknisembættinu, fyrir árið 2017, voru framkvæmdar alls 638 ófrjósemisaðgerðir á Íslandi það ár. 542 á körlum og 96 á konum. En sérstakar aðstæður geta kallað á að sú ákvörðun er tekin fyrir einhvern, barn eða fullorðinn, að hann fjölgi sér ekki. Lögráðamaður sækir þá um aðgerðina fyrir hönd viðkomandi sem þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Þau eru að heilsu konu sé hætta búin af meðgöngu og fæðingu. Að fæðing og forsjá barna yrði of mikið álag fyrir viðkomandi með hliðsjón af lífskjörum fjölskyldunnar og af öðrum ástæðum. Að sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dragi alvarlega úr getu viðkomandi til að annast og ala upp börn eða ef ætla megi að barn eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi, vegna erfða eða sköddunar á fósturstigi. Þetta ákvæði laga hefur í gegnum tíðina átt sínar skuggahliðar. Sláandi vitnisburður um reynslu og upplifun kvenna með þroskahömlun af ófrjósemisaðgerðum birtist í rannsóknargrein Guðrúnar V. Stefánsdóttur, Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun, árið 2011. Í viðtölum við sex konur á aldrinum 46-66 ára kom fram að þrjár höfðu verið blekktar í aðgerðina. Tveimur var sagt að þær væru að fara í botnlangaskurð. Hinar voru hvattar til eða taldar á að gangast undir þær. Komst Guðrún að því að niðurstöðurnar bentu til að konurnar hefðu verið fullfærar um að taka svo afdrifaríka ákvörðun í lífi sínu og að ástæður aðgerðanna ættu rætur í sögulegum og menningarbundnum viðhorfum í garð fólks með þroskahömlun og í því samhengi hefði mannkynbótastefnan leikið stórt hlutverk.
Birtist í Fréttablaðinu Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira