Febrúarspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Gætir misst svolítið tökin á tilfinningum þínum 1. febrúar 2019 09:00 Elsku Vatnsberinn minn, allt við þig er einhvern veginn svo öðruvísi og einstakt, þú virkar á aðra sem rólegasti hippi sem hefur ekki áhyggjur af neinu, eins og andlegur kennari og svo framvegis. En þetta er nú samt ekki alveg þú, því það er ekkert hægt að stjórna þér eða setja inn í einhvern kassa meðalmennsku og leiðinda, því þú ferð þínar eigin leiðir og hefur réttlætiskenndina alltaf í fyrsta sæti. Það er svo algengt að karlmenn í Vatnsberanum eigi konur að vinum og konur eins karlavini, að þessu leyti ertu eins og skrefi á undan þinni samtíð, fordómalaus og friðelskandi. Þessir mánuðir sem eru að mæta þér gefa mikla spennu og þú þarft að taka skýra ákvörðun, annars verðurðu vitlaus af ákvarðanatökuleysinu einu saman, það tekur frá þér sálina, máttinn og dýrðina svo taktu ákvörðun, því þó hún sé ekki rétt þá skiptir það samt öllu máli að taka hana. Þú átt það á hættu að missa svolítið tökin á tilfinningum þínum og það er bara að gerast því þú ert mennskur, en fólk, vinir og fjölskylda fyrirgefa þér allir og þú átt líka svo auðvelt með það, að segja fyrirgefðu, svo notaðu það meira. Það hefur verið alveg hunderfitt hjá þér undanfarið og stöku sinnum hefur þér fundist þú vera þunglyndur, en það er nú alls ekki rétt, þú ert bara að dekra þig í þunglyndi og vorkennir þér pínulítið. En þetta eru bara mjög stutt augnablik sem tengja hjarta þitt leiða og tilgangsleysi, svo bíddu í nokkrar mínútur þegar þér líður svona og sjáðu þér mun líða betur. Með þessu sameinar þú huga þinn og útgeislun og færð uppfyllt það sem þú vonar og það sem þú vilt verður að veruleika. Þú þarft að umkringja þig fólki sem hvetur þig og láta þá vita sem segja særandi hluti við þig að þér líki það ekki, talaðu skýrt, segðu hvað þú vilt því það sér enginn hvað þú hugsar. Ef þú ert á lausu hjartað mitt skaltu ekki óttast ástina þótt þú haldir stundum hún gleypi þig með húð og hári þá þrífstu á henni, svo taktu áhættu því að hika er sama og tapa. Kossar og knús, Kling.Frægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður, Hilmar Hafsteinsson ofurfasteignasali, Rut Roberts flugfreyja hjá Icelandair, Ragnheidur Guðfinna sálfræðingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Elsku Vatnsberinn minn, allt við þig er einhvern veginn svo öðruvísi og einstakt, þú virkar á aðra sem rólegasti hippi sem hefur ekki áhyggjur af neinu, eins og andlegur kennari og svo framvegis. En þetta er nú samt ekki alveg þú, því það er ekkert hægt að stjórna þér eða setja inn í einhvern kassa meðalmennsku og leiðinda, því þú ferð þínar eigin leiðir og hefur réttlætiskenndina alltaf í fyrsta sæti. Það er svo algengt að karlmenn í Vatnsberanum eigi konur að vinum og konur eins karlavini, að þessu leyti ertu eins og skrefi á undan þinni samtíð, fordómalaus og friðelskandi. Þessir mánuðir sem eru að mæta þér gefa mikla spennu og þú þarft að taka skýra ákvörðun, annars verðurðu vitlaus af ákvarðanatökuleysinu einu saman, það tekur frá þér sálina, máttinn og dýrðina svo taktu ákvörðun, því þó hún sé ekki rétt þá skiptir það samt öllu máli að taka hana. Þú átt það á hættu að missa svolítið tökin á tilfinningum þínum og það er bara að gerast því þú ert mennskur, en fólk, vinir og fjölskylda fyrirgefa þér allir og þú átt líka svo auðvelt með það, að segja fyrirgefðu, svo notaðu það meira. Það hefur verið alveg hunderfitt hjá þér undanfarið og stöku sinnum hefur þér fundist þú vera þunglyndur, en það er nú alls ekki rétt, þú ert bara að dekra þig í þunglyndi og vorkennir þér pínulítið. En þetta eru bara mjög stutt augnablik sem tengja hjarta þitt leiða og tilgangsleysi, svo bíddu í nokkrar mínútur þegar þér líður svona og sjáðu þér mun líða betur. Með þessu sameinar þú huga þinn og útgeislun og færð uppfyllt það sem þú vonar og það sem þú vilt verður að veruleika. Þú þarft að umkringja þig fólki sem hvetur þig og láta þá vita sem segja særandi hluti við þig að þér líki það ekki, talaðu skýrt, segðu hvað þú vilt því það sér enginn hvað þú hugsar. Ef þú ert á lausu hjartað mitt skaltu ekki óttast ástina þótt þú haldir stundum hún gleypi þig með húð og hári þá þrífstu á henni, svo taktu áhættu því að hika er sama og tapa. Kossar og knús, Kling.Frægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður, Hilmar Hafsteinsson ofurfasteignasali, Rut Roberts flugfreyja hjá Icelandair, Ragnheidur Guðfinna sálfræðingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira