Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Borgin getur krafið Kolfinnu Von um endurgreiðslu á útgreiddum styrk til RFF þar sem ekki var staðið við skilmála veitingarinnar. Vísir/vilhelm Reykjavík Fashion Festival fékk eina milljón króna úthlutaða í styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Áður en ljóst varð að messufall yrði hjá hátíðinni hafði faghópur lagt til að hún fengi líka eina og hálfa milljón í ár. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fresta úthlutun til verkefnisins meðan málið er skoðað. Aðspurður hverjar reglurnar séu varðandi það þegar styrkþegar standi ekki við sitt segir Pawel Bartoszek, formaður ráðsins, að hægt sé að krefjast endurgreiðslu og þá geti slík vanskil haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni. Í sameiginlegri bókun allra fulltrúa ráðsins í fyrradag segir: „Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fashion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram. Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“ Tilkynnt er um styrkveitingarnar í janúar ár hvert en Reykjavík Fashion Festival-hátíðina stóð til að halda í loks árs. Þegar faghópur, skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar, fór yfir umsóknir fyrir árið 2019 lá hins vegar ekki fyrir að RFF myndi ekki uppfylla skilyrði fyrri umsóknar og ekki fara fram. Að sögn Pawels verður óskað skýringa frá forsvarsfólki RFF. Eigandi og stjórnandi RFF er athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir en fjárfestingarverkefni hennar og eiginmanns hennar, Björns Inga Hrafnssonar, lentu nýverið í kastljósi fjölmiðla. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson skrifaði um misheppnað viðskiptaævintýri sem hann fór í ásamt eiginkonu sinni með hjónunum í ævisögu sinni sem kom út í fyrra. Viðskiptin tengdust einkahlutafélaginu JÖR og áðurnefndri tískuhátíð, RFF. Þeim viðskiptum lauk eins og verst verður á kosið, með deilum, málaferlum og vinslitum. Kolfinna Von keypti RFF árið 2016 af Jóni Ólafssyni, athafnamanni og vatnsframleiðanda. RFF var stofnað árið 2009. Félagið Reykjavík Fashion Festival ehf. hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2015. Ekki náðist í Kolfinnu Von við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Reykjavík Fashion Festival fékk eina milljón króna úthlutaða í styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Áður en ljóst varð að messufall yrði hjá hátíðinni hafði faghópur lagt til að hún fengi líka eina og hálfa milljón í ár. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fresta úthlutun til verkefnisins meðan málið er skoðað. Aðspurður hverjar reglurnar séu varðandi það þegar styrkþegar standi ekki við sitt segir Pawel Bartoszek, formaður ráðsins, að hægt sé að krefjast endurgreiðslu og þá geti slík vanskil haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni. Í sameiginlegri bókun allra fulltrúa ráðsins í fyrradag segir: „Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fashion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram. Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“ Tilkynnt er um styrkveitingarnar í janúar ár hvert en Reykjavík Fashion Festival-hátíðina stóð til að halda í loks árs. Þegar faghópur, skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar, fór yfir umsóknir fyrir árið 2019 lá hins vegar ekki fyrir að RFF myndi ekki uppfylla skilyrði fyrri umsóknar og ekki fara fram. Að sögn Pawels verður óskað skýringa frá forsvarsfólki RFF. Eigandi og stjórnandi RFF er athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir en fjárfestingarverkefni hennar og eiginmanns hennar, Björns Inga Hrafnssonar, lentu nýverið í kastljósi fjölmiðla. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson skrifaði um misheppnað viðskiptaævintýri sem hann fór í ásamt eiginkonu sinni með hjónunum í ævisögu sinni sem kom út í fyrra. Viðskiptin tengdust einkahlutafélaginu JÖR og áðurnefndri tískuhátíð, RFF. Þeim viðskiptum lauk eins og verst verður á kosið, með deilum, málaferlum og vinslitum. Kolfinna Von keypti RFF árið 2016 af Jóni Ólafssyni, athafnamanni og vatnsframleiðanda. RFF var stofnað árið 2009. Félagið Reykjavík Fashion Festival ehf. hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2015. Ekki náðist í Kolfinnu Von við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00
Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent