Óvenjulegt framboð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Ubolratana prinsessa er óvænt á leiðinni í framboð fyrir flokk Shinawatra-fjölskyldunnar. Nordicphotos/AFP Ubolratana, taílensk prinsessa og systir konungs, verður forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunarflokks Taílands í þingkosningum sem fara fram þar í landi þann 24. mars næstkomandi. Þetta kom fram á skráningarpappírum flokksins sem fjölmiðlar víða um heim fjölluðu um í gær. Ákvörðun Ubolratana er fordæmalaus enda er rík hefð fyrir því að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér hvorki af kosningum né þinginu. „Ég vil þakka ykkur fyrir allan kærleikann og öll hvatningarorðin. Ég vil koma því á framfæri að ég hef afsalað mér tign minni og lifi því sem almennur borgari. Ég hef gefið Þjóðbjörgunarflokki Taílands heimild til þess að gera mig að forsætisráðherraefni flokksins,“ sagði prinsessan í færslu á Instagram. Ubolratana afsalaði sér tign sinni þegar hún giftist Bandaríkjamanni er hún var við nám í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. En þegar hún skildi við eiginmanninn árið 1998 sneri hún aftur til Taílands og tók aftur þátt í störfum og lífi konungsfjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvort afar ströng löggjöf um meiðyrði gegn konungsfjölskyldunni nái yfir Ubolratana. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um komandi kosningar í desember en stjórnarandstaðan hafði þá lýst áhyggjum af því að kosningunum, þeim fyrstu frá valdaráni taílenska hersins, yrði hagrætt. Kjörseðlar hafa verið gerðir flóknari og kjördæmamörkum breytt. Samkvæmt andstöðunni var það gert til þess að frambjóðendur herforingjastjórnarinnar fengju fleiri atkvæði.Sjá einnig: Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Jafnvel þótt herforingjastjórnin tryggi sér ekki áframhaldandi meirihluta á þingi mun hún áfram hafa völd á hinu pólitíska sviði. Samkvæmt AFP var það tryggt með nýrri stjórnarskrá sem herforingjastjórnin kom í gegn. Prayut Chan-O-Cha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, leiðir flokkinn Phalang Pracharat. Flokkurinn var stofnaður í mars á síðasta ári, í raun utan um verðandi frambjóðendur herforingjastjórnarinnar. Prayut tilkynnti þó ekki formlega um að hann yrði forsætisráðherraefni flokksins fyrr en í gær, stuttu eftir að ljóst var að Ubolratana væri á leið í framboð. „Ég samþykki boð Phalang Pracharat um að ég verði forsætisráðherraefni flokksins. Ég vil einnig taka fram að ég er ekki að því einvörðungu til þess að halda völdum. Þetta var ekki auðveld ákvörðun enda stendur Taíland á mikilvægum tímamótum,“ sagði leiðtoginn. Tíðindi gærdagsins eru merkingarþrungin og hafa mörg lög, líkt og laukur. Fyrst ber að nefna að herinn framdi valdarán sitt árið 2014 til þess að koma ríkisstjórn Yingluck Shinawatra og Flokksins fyrir Taílendinga frá völdum. Sá flokkur er undir stjórn Shinawatra-fjölskyldunnar en það er Þjóðbjörgunarflokkurinn einnig. Sá flokkur hefur jafnvel verið uppnefndur „varaflokkur“ Flokksins fyrir Taílendinga. Ef Ubolratana nær kjöri er Shinawatra-fjölskyldan því aftur komin í valdastöðu. Einnig ber að nefna þá staðreynd að taílenska herforingjastjórnin hefur málað þá mynd af sér að hún sé til þess gerð að standa vörð um konungsfjölskylduna. Nú er hún komin í beina andstöðu við prinsessu, systur konungs. Síðast en ekki síst þarf að taka fram að Shinawatra-fjölskyldan hefur alltaf gert út á popúlisma, andstöðu við „elítuna“ og þar með konungsfjölskylduna. Stuðningsmenn fjölskyldunnar hafa ítrekað lent í átökum við konungssinna á götum úti. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Ubolratana, taílensk prinsessa og systir konungs, verður forsætisráðherraefni Þjóðbjörgunarflokks Taílands í þingkosningum sem fara fram þar í landi þann 24. mars næstkomandi. Þetta kom fram á skráningarpappírum flokksins sem fjölmiðlar víða um heim fjölluðu um í gær. Ákvörðun Ubolratana er fordæmalaus enda er rík hefð fyrir því að taílenska konungsfjölskyldan skipti sér hvorki af kosningum né þinginu. „Ég vil þakka ykkur fyrir allan kærleikann og öll hvatningarorðin. Ég vil koma því á framfæri að ég hef afsalað mér tign minni og lifi því sem almennur borgari. Ég hef gefið Þjóðbjörgunarflokki Taílands heimild til þess að gera mig að forsætisráðherraefni flokksins,“ sagði prinsessan í færslu á Instagram. Ubolratana afsalaði sér tign sinni þegar hún giftist Bandaríkjamanni er hún var við nám í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. En þegar hún skildi við eiginmanninn árið 1998 sneri hún aftur til Taílands og tók aftur þátt í störfum og lífi konungsfjölskyldunnar. Ekki er ljóst hvort afar ströng löggjöf um meiðyrði gegn konungsfjölskyldunni nái yfir Ubolratana. Fréttablaðið fjallaði ítarlega um komandi kosningar í desember en stjórnarandstaðan hafði þá lýst áhyggjum af því að kosningunum, þeim fyrstu frá valdaráni taílenska hersins, yrði hagrætt. Kjörseðlar hafa verið gerðir flóknari og kjördæmamörkum breytt. Samkvæmt andstöðunni var það gert til þess að frambjóðendur herforingjastjórnarinnar fengju fleiri atkvæði.Sjá einnig: Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Jafnvel þótt herforingjastjórnin tryggi sér ekki áframhaldandi meirihluta á þingi mun hún áfram hafa völd á hinu pólitíska sviði. Samkvæmt AFP var það tryggt með nýrri stjórnarskrá sem herforingjastjórnin kom í gegn. Prayut Chan-O-Cha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar, leiðir flokkinn Phalang Pracharat. Flokkurinn var stofnaður í mars á síðasta ári, í raun utan um verðandi frambjóðendur herforingjastjórnarinnar. Prayut tilkynnti þó ekki formlega um að hann yrði forsætisráðherraefni flokksins fyrr en í gær, stuttu eftir að ljóst var að Ubolratana væri á leið í framboð. „Ég samþykki boð Phalang Pracharat um að ég verði forsætisráðherraefni flokksins. Ég vil einnig taka fram að ég er ekki að því einvörðungu til þess að halda völdum. Þetta var ekki auðveld ákvörðun enda stendur Taíland á mikilvægum tímamótum,“ sagði leiðtoginn. Tíðindi gærdagsins eru merkingarþrungin og hafa mörg lög, líkt og laukur. Fyrst ber að nefna að herinn framdi valdarán sitt árið 2014 til þess að koma ríkisstjórn Yingluck Shinawatra og Flokksins fyrir Taílendinga frá völdum. Sá flokkur er undir stjórn Shinawatra-fjölskyldunnar en það er Þjóðbjörgunarflokkurinn einnig. Sá flokkur hefur jafnvel verið uppnefndur „varaflokkur“ Flokksins fyrir Taílendinga. Ef Ubolratana nær kjöri er Shinawatra-fjölskyldan því aftur komin í valdastöðu. Einnig ber að nefna þá staðreynd að taílenska herforingjastjórnin hefur málað þá mynd af sér að hún sé til þess gerð að standa vörð um konungsfjölskylduna. Nú er hún komin í beina andstöðu við prinsessu, systur konungs. Síðast en ekki síst þarf að taka fram að Shinawatra-fjölskyldan hefur alltaf gert út á popúlisma, andstöðu við „elítuna“ og þar með konungsfjölskylduna. Stuðningsmenn fjölskyldunnar hafa ítrekað lent í átökum við konungssinna á götum úti.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Taíland Tengdar fréttir Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05 Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Prinsessa vill verða forsætisráðherra Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. 8. febrúar 2019 09:05
Konungur fordæmir stjórnmálaáform systur sinnar Vajiralongkorn Taílandskonungur hefur fordæmt það sem hann kallar "óviðeigandi“ áform systur sinnar um að sækjast eftir forsætisráðherraembætti í landinu. 8. febrúar 2019 16:14