Katrín segir stjórnmálaflokka ekki vera safn um menningararf Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2019 19:45 Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar. Sagan muni eiga síðasta orðið um núverandi stjórnarsamstarf. Þegar fjórir félagshyggjuflokkar sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar árið 1999 vildu ekki allir vera með og Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til hinn 6. febrúar það ár. Hún er því tvítug um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins fór yfir sögu hreyfingarinnar í setningarræðu flokksráðsfundar í dag. Hún segir ekki hægt að neita því að Vinstri græn hafi haft gríðarleg áhrif á íslensk stjórnmál og sett fjölmörg mál á dagskrá og verið frumkvölar í umhverfis- og kvenfrelsismálum. „Skoðanir okkar á upphafsárunum voru oft kallaðar öfgafullar jaðarskoðanir. Þetta eru mál sem núna eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna og njóta mikils fylgis.“ Hver er þá róttækni flokksins í dag? „Það er auðvitað spurningin sem við þurfum að glíma við. Við gengum í gegnum myndi ég segja mikla málefnalega endurnýjun á árunum eftir síðasta ríkisstjórnarsamstarf. Settum þá ákveðin mál á dagskrá. Ekki síst réttindamál, jöfnuð og tengsl hans við velsæld. Það sem við höfum verið að vinna með sérstaklega núna er hvernig við getum tengt efnahagslíf við velsæld án þess að einblína um of á hagvöxt. Vinstri græn hafa tvívegis setið í ríkisstjórn og reyndist samstarfið með Samfylkingunni strax eftir hrun flokkunum báðum erfitt og kom niður á fylgi þeirra í kosningunum 2013. Núverandi stjórnarsamstarf með helsta andstæðingi flokksins samkvæmt hans eigin skilgreiningu er sömuleiðis umdeilt. „Kannski er það svolítil róttækni að taka slíka ákvörðun. En við ákváðum að gera það því okkur fannst mikilvægt og við töldum okkur geta náð miklum árangri í þessu stjórnarsamstarfi.“ Heldur þú að sagan muni dæma þessa ákvörðun með jákvæðum augum þegar upp verður staðið? „Ég held að sagan muni dæma okkur þannig að við höfum tvímælalaust náð árangri í ýmsum málum. En auðvitað hef ég trú á þessari ákvörðun en engin getur sagt til um hvernig sagan dæmir sig fyrr en eftir á,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar. Sagan muni eiga síðasta orðið um núverandi stjórnarsamstarf. Þegar fjórir félagshyggjuflokkar sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar árið 1999 vildu ekki allir vera með og Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til hinn 6. febrúar það ár. Hún er því tvítug um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins fór yfir sögu hreyfingarinnar í setningarræðu flokksráðsfundar í dag. Hún segir ekki hægt að neita því að Vinstri græn hafi haft gríðarleg áhrif á íslensk stjórnmál og sett fjölmörg mál á dagskrá og verið frumkvölar í umhverfis- og kvenfrelsismálum. „Skoðanir okkar á upphafsárunum voru oft kallaðar öfgafullar jaðarskoðanir. Þetta eru mál sem núna eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna og njóta mikils fylgis.“ Hver er þá róttækni flokksins í dag? „Það er auðvitað spurningin sem við þurfum að glíma við. Við gengum í gegnum myndi ég segja mikla málefnalega endurnýjun á árunum eftir síðasta ríkisstjórnarsamstarf. Settum þá ákveðin mál á dagskrá. Ekki síst réttindamál, jöfnuð og tengsl hans við velsæld. Það sem við höfum verið að vinna með sérstaklega núna er hvernig við getum tengt efnahagslíf við velsæld án þess að einblína um of á hagvöxt. Vinstri græn hafa tvívegis setið í ríkisstjórn og reyndist samstarfið með Samfylkingunni strax eftir hrun flokkunum báðum erfitt og kom niður á fylgi þeirra í kosningunum 2013. Núverandi stjórnarsamstarf með helsta andstæðingi flokksins samkvæmt hans eigin skilgreiningu er sömuleiðis umdeilt. „Kannski er það svolítil róttækni að taka slíka ákvörðun. En við ákváðum að gera það því okkur fannst mikilvægt og við töldum okkur geta náð miklum árangri í þessu stjórnarsamstarfi.“ Heldur þú að sagan muni dæma þessa ákvörðun með jákvæðum augum þegar upp verður staðið? „Ég held að sagan muni dæma okkur þannig að við höfum tvímælalaust náð árangri í ýmsum málum. En auðvitað hef ég trú á þessari ákvörðun en engin getur sagt til um hvernig sagan dæmir sig fyrr en eftir á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30
Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15