Réttindi íslenskra ríkisborgara tryggð eftir Brexit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2019 11:33 49 dagar eru til útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Samningaviðræðum er lokið á milli EFTA-ríkjanna innan EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Bretland um áframhaldandi búseturéttindi borgara ef útgöngusamningur Bretlands og Evrópusambandsins verður ekki samþykktur. Hafa drög samningsins nú verið birt að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með þessum samningi EFTA-ríkjanna innan EES og Bretlands séu íslenskum ríkisborgurum sem búsettir eru í Bretlandi og Bretum búsettum á Íslandi fyrir útgöngudag tryggð réttindi til áframhaldandi búsetu gangi Bretland úr ESB án samnings. Undir lok nýliðins árs lauk samningaviðræðum EFTA-ríkjanna innan EES við Bretland vegna útgönguskilmála Bretlands úr ESB og Evrópska efnahagssvæðinu. Sá samningur verður eingöngu undirritaður ef útgöngusamningurinn milli Bretlands og ESB verður samþykktur og tekur gildi. Nú hafa því verið tryggð áframhaldandi búseturéttindi óháð niðurstöðu viðræðna milli Bretlands og ESB. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fagnar því að samkomulag sé í höfn. „Íslensk stjórnvöld hafa undirbúið sig fyrir mismunandi sviðsmyndir meðal annars þann möguleika að Bretland gangi úr ESB án samnings. Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vinnu sem tryggir réttindi íslenskra og breskra ríkisborgara óháð því hvort viðræðum Bretlands og ESB ljúki með samningi þeirra á milli.“ Bretland Brexit Liechtenstein Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir May komin til Brussel að ræða baktrygginguna Ekki er búist við miklum árangri af nýjustu viðræðum breska forsætisráðherrans við evrópska ráðamenn í dag. 7. febrúar 2019 11:28 Tusk segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsprakka Brexit Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir sérstakan stað í helvíti fyrir þá sem hvöttu til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, án þess að hafa hugmynd hvernig ætti að gera það á öruggan hátt. 6. febrúar 2019 15:30 Harðorður um Brexit-sinna Fundur Tusks og Varadkars snerist um Brexit. 7. febrúar 2019 06:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Samningaviðræðum er lokið á milli EFTA-ríkjanna innan EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Bretland um áframhaldandi búseturéttindi borgara ef útgöngusamningur Bretlands og Evrópusambandsins verður ekki samþykktur. Hafa drög samningsins nú verið birt að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með þessum samningi EFTA-ríkjanna innan EES og Bretlands séu íslenskum ríkisborgurum sem búsettir eru í Bretlandi og Bretum búsettum á Íslandi fyrir útgöngudag tryggð réttindi til áframhaldandi búsetu gangi Bretland úr ESB án samnings. Undir lok nýliðins árs lauk samningaviðræðum EFTA-ríkjanna innan EES við Bretland vegna útgönguskilmála Bretlands úr ESB og Evrópska efnahagssvæðinu. Sá samningur verður eingöngu undirritaður ef útgöngusamningurinn milli Bretlands og ESB verður samþykktur og tekur gildi. Nú hafa því verið tryggð áframhaldandi búseturéttindi óháð niðurstöðu viðræðna milli Bretlands og ESB. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fagnar því að samkomulag sé í höfn. „Íslensk stjórnvöld hafa undirbúið sig fyrir mismunandi sviðsmyndir meðal annars þann möguleika að Bretland gangi úr ESB án samnings. Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vinnu sem tryggir réttindi íslenskra og breskra ríkisborgara óháð því hvort viðræðum Bretlands og ESB ljúki með samningi þeirra á milli.“
Bretland Brexit Liechtenstein Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir May komin til Brussel að ræða baktrygginguna Ekki er búist við miklum árangri af nýjustu viðræðum breska forsætisráðherrans við evrópska ráðamenn í dag. 7. febrúar 2019 11:28 Tusk segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsprakka Brexit Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir sérstakan stað í helvíti fyrir þá sem hvöttu til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, án þess að hafa hugmynd hvernig ætti að gera það á öruggan hátt. 6. febrúar 2019 15:30 Harðorður um Brexit-sinna Fundur Tusks og Varadkars snerist um Brexit. 7. febrúar 2019 06:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
May komin til Brussel að ræða baktrygginguna Ekki er búist við miklum árangri af nýjustu viðræðum breska forsætisráðherrans við evrópska ráðamenn í dag. 7. febrúar 2019 11:28
Tusk segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsprakka Brexit Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir sérstakan stað í helvíti fyrir þá sem hvöttu til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, án þess að hafa hugmynd hvernig ætti að gera það á öruggan hátt. 6. febrúar 2019 15:30