Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 83-74 | Haukar með frábæran sigur á KR Skúli Arnarson skrifar 7. febrúar 2019 22:00 Sterkur sigur Hauka í kvöld. vísir/bára Haukar unnu í kvöld gífurlega mikilvægan sigur á KR, 83-74. Með sigrinum komast Haukar upp fyrir ÍR í áttunda sæti deildarinnar sem jafnframt er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. ÍR á þó leik til góða gegn Stjörnunni annað kvöld. Eftir tapið sitja KR í sama sæti og fyrir leik, fimmta sæti með 22 stig. Leikurinn byrjaði rólega og var jafnræði með liðinum út allan fyrsta leikhluta þar sem KR komust mest í sex stiga forystu. Eftir fyrsta leikhluta leiddu KR með þremur stigum eftir að Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, lokaði leikhlutanum með því að skora flautukörfuþrist. Í öðrum leikhluta náðu KR snemma átta stiga forystu sem var að engu eftir að Russel Woods, leikmaður Hauka, skoraði 10 stig í röð fyrir Hauka og kom Haukum yfir, 32-30. KR héldu samt sem áður áfram að vera með yfirhöndina og þegar hálfleiksflautan gall voru KR með fjögurra stiga forystu, 37-41. Snemma í þriðja leikhluta komust KR í 14 stiga forystu en alltaf áttu Haukarnir svar við áhlaupum KR og náðu að lokum að sigra þriðja leikhlutann með einu stigi og munurinn fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var aðeins þrjú stig, KR í vil. KR skoruðu fyrstu fimm stig fyrsta leikhluta og náðu átta stiga forystu. Þá stíflaðist sóknarleikur KR og Haukarnir gengu á lagið og þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum náðu Haukar að jafna leikinn, 65-65, eftir körfu frá Hauki Óskarssyni. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum tók Ingi Þór, þjálfari KR, leikhlé í stöðunni 72-65 fyrir Hauka. Það leikhlé skilaði hinsvegar ekki tilsettum árangri og unnu Haukar að lokum 83-74 eftir spennandi og skemmtilegan leik.Hvers vegna unnu Haukar?Haukar voru einfaldlega grimmari og ákveðnari í leiknum. Það var lítil leikgleði í liði KR og voru menn mikið að tuða. Það sást á leik Hauka hversu mikilvægt það var fyrir þá að sigra leikinn og þeir höfðu allan tímann trú á verkefninu.Hverjir stóðu upp úr? Russell Woods var frábær í liði Hauka með 27 stig, mörg hver úr býsna erfiðum færum inn í teig KR. Hjálmar Stefánsson og Haukur Óskarsson voru einnig frábærir, Hjálmar skoraði 14 stig og Haukur 20. Daði Lár átti flotta innkomu af bekknum og setti nokkur mjög mikilvæg stig á töfluna fyrir Hauka í fjórða leikhluta þegar Haukar voru að síga fram úr KR. Allt Haukaliðið fær svo mikið hrós fyrir flottan varnarleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Í liði KR var Julian Boyd stigahæstur með 18 stig og næstur á eftir honum kom Kristófer Acox með 16 stig.Hvað gekk illa?Sóknarleikur KR í fjórða leikhluta var arfaslakur. Þeir voru kærulausir, pirraðir og hittu illa úr þeim opnu skotum sem þeir náðu að skapa sér. Það er ljóst að KR á langt í land ætli þeir sér að gera alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum í ár. Þeir eru með gæðin og reynsluna til þess en það virðist eitthvað vera að klikka.Hvað gerist næst?KR á leik gegn Njarðvík í Laugardalshöll 14.febrúar í undanúrslitum bikarkeppni karla. Eftir bikarhelgina tekur svo við langt landsleikjahlé sem lýkur 3.mars. Næsti leikur Hauka er eftir landsleikjahléið við Keflavík, 4.mars.Ívar: Mikilvægt að komast jákvæðir inn í landsleikjahlé. Ívar Ásgrímsson var að vonum ánægður með sigur sinna manna í dag. „Ég er alltaf ánægður með sigur. Við vissum að þetta yrði mikilvægur leikur fyrir bæði lið, Kr þurfa að koma sér í betra sæti og við erum að berjast um að komast í úrslitakeppni. Það er líka mjög mikilvægt fyrir okkur að komast jákvæðir inn í langt landsleikjahlé. Haukar spiluðu mjög vel í dag og fannst Ívari munurinn á liðinum aðalega vera barátta og vilji. „Það var barátta og vilji og við lokuðum á þá. Ég sá í fyrri hálfleik að KR ættu í vandræðum með svæðisvörnina en ég ákvað að spila ekki svæðisvörn þar til að eiga það inni í fjórða leikhluta og það gekk upp." Russell Woods hefur heldur betur reynst Haukum happafengur eftir að hann kom til liðsins. Ívar er mjög ánægður með Woods. „Hann er jákvæður, er einn af liðinu og er að skora af stöðum þar sem okkur vantar skot. Hann er ekki að taka neitt frá neinum og er alveg rosalega góður í kringum teiginn." Nú tekur við langt landsleikjahlé. „Við tökum góða pásu fram yfir helgi og síðan tekur bara við undirbúningstímabil. Við þurfum að keyra vel upp og vera tilbúnir í hraðferðina sem kemur í lokin. Við erum með frábæran styrktarþjálfara og við munum nota hann mjög vel í hléinu."Ingi: Þeir höfðu meiri trú„Ég er mjög svekktur að vera tíu stigum yfir og fá svo gríðarlega auðveldar körfur á okkur og missa í raun stjórn á leiknum," sagði Ingi Þór, þjálfari KR, að loknum leik í kvöld. KR voru mjög slakir í fjórða leikhluta í kvöld og Ingi var ekki sáttur með hans menn létu ýta sér frá körfunni. „Þeir ýta okkur bara frá körfunni. Við fengum svosem ágætis skot til að setja körfur. Svona er körfuboltinn, hann refsar grimmt ef þú nærð ekki að halda sókninni gangandi. Vörnin okkar var ágæt í dag." Inga fannst meginmunur liðanna í dag vera sú trú sem liðsmenn Hauka höfðu á verkefnið. „Mér fannst þeir bara hafa meiri trú. Við vorum alveg við það að ná þeim á tímabili í leiknum en ég verð að gefa Haukum hrós, þeir voru flottir í dag." „Við erum að fara í mjög krefjandi bikarleik á næsta fimmtudag, þar ætlum við að gera vel og eiga frábæran leik. Eftir það tekur við hlé og þá förum við yfir það sem við þurfum að breyta og laga," sagði Ingi að lokum. Haukur: Höfum engan tíma til að slaka áHaukur Óskarsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði 20 stig. Hann var kátur í leikslok. „Ég er mjög ánægður. Við erum í baráttu um að komast í úrslitakeppni og þetta er stórt skref." Haukar tóku yfir leikinn í fjórða leikhluta. Haukur segir að menn hafi verið harðákveðnir í að vinna leikinn í dag. „Í fjórða leikhluta fóru menn bara að berjast, við bara að vinna þennan leik. Það er auðvelt að segja það eftir á en bara ætluðum að vinna þennan leik í dag, þetta er það mikilvægt fyrir okkur. Skallagrímur setti strik í reikninginn í síðustu umferð og við þurftum bara að kvitta fyrir það." Haukar lentu 14 stigum undir í seinni hálfleik en Haukur hafði ekki miklar áhyggjur af því. „Mér fannst við vera yfirvegaðir í dag. KR er gott lið og það er ekkert sjokk að lenda 14 stigum undir gegn þeim. Það var mikill karakter að koma til baka. Mér fannst við vera með stjórnina út frá okkar leik." Haukur er mjög ánægður með Russell Woods, líkt og Ívar, og segir að hann henti liðinu mjög vel. „Woods hentar okkur miklu betur varnarlega. Hann er metnaðarfullur og leggur sig fram á æfingum. Svo er þetta bara flottur strákur og þetta smitar allt út frá sér." Nú gengur í garð langt landsleikjahlé en Haukur ætlar ekkert að slaka á. „Það verður hver einasti dagur nýttur, við höfum engan tíma til að slaka á." Dominos-deild karla
Haukar unnu í kvöld gífurlega mikilvægan sigur á KR, 83-74. Með sigrinum komast Haukar upp fyrir ÍR í áttunda sæti deildarinnar sem jafnframt er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. ÍR á þó leik til góða gegn Stjörnunni annað kvöld. Eftir tapið sitja KR í sama sæti og fyrir leik, fimmta sæti með 22 stig. Leikurinn byrjaði rólega og var jafnræði með liðinum út allan fyrsta leikhluta þar sem KR komust mest í sex stiga forystu. Eftir fyrsta leikhluta leiddu KR með þremur stigum eftir að Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka, lokaði leikhlutanum með því að skora flautukörfuþrist. Í öðrum leikhluta náðu KR snemma átta stiga forystu sem var að engu eftir að Russel Woods, leikmaður Hauka, skoraði 10 stig í röð fyrir Hauka og kom Haukum yfir, 32-30. KR héldu samt sem áður áfram að vera með yfirhöndina og þegar hálfleiksflautan gall voru KR með fjögurra stiga forystu, 37-41. Snemma í þriðja leikhluta komust KR í 14 stiga forystu en alltaf áttu Haukarnir svar við áhlaupum KR og náðu að lokum að sigra þriðja leikhlutann með einu stigi og munurinn fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var aðeins þrjú stig, KR í vil. KR skoruðu fyrstu fimm stig fyrsta leikhluta og náðu átta stiga forystu. Þá stíflaðist sóknarleikur KR og Haukarnir gengu á lagið og þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum náðu Haukar að jafna leikinn, 65-65, eftir körfu frá Hauki Óskarssyni. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum tók Ingi Þór, þjálfari KR, leikhlé í stöðunni 72-65 fyrir Hauka. Það leikhlé skilaði hinsvegar ekki tilsettum árangri og unnu Haukar að lokum 83-74 eftir spennandi og skemmtilegan leik.Hvers vegna unnu Haukar?Haukar voru einfaldlega grimmari og ákveðnari í leiknum. Það var lítil leikgleði í liði KR og voru menn mikið að tuða. Það sást á leik Hauka hversu mikilvægt það var fyrir þá að sigra leikinn og þeir höfðu allan tímann trú á verkefninu.Hverjir stóðu upp úr? Russell Woods var frábær í liði Hauka með 27 stig, mörg hver úr býsna erfiðum færum inn í teig KR. Hjálmar Stefánsson og Haukur Óskarsson voru einnig frábærir, Hjálmar skoraði 14 stig og Haukur 20. Daði Lár átti flotta innkomu af bekknum og setti nokkur mjög mikilvæg stig á töfluna fyrir Hauka í fjórða leikhluta þegar Haukar voru að síga fram úr KR. Allt Haukaliðið fær svo mikið hrós fyrir flottan varnarleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Í liði KR var Julian Boyd stigahæstur með 18 stig og næstur á eftir honum kom Kristófer Acox með 16 stig.Hvað gekk illa?Sóknarleikur KR í fjórða leikhluta var arfaslakur. Þeir voru kærulausir, pirraðir og hittu illa úr þeim opnu skotum sem þeir náðu að skapa sér. Það er ljóst að KR á langt í land ætli þeir sér að gera alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum í ár. Þeir eru með gæðin og reynsluna til þess en það virðist eitthvað vera að klikka.Hvað gerist næst?KR á leik gegn Njarðvík í Laugardalshöll 14.febrúar í undanúrslitum bikarkeppni karla. Eftir bikarhelgina tekur svo við langt landsleikjahlé sem lýkur 3.mars. Næsti leikur Hauka er eftir landsleikjahléið við Keflavík, 4.mars.Ívar: Mikilvægt að komast jákvæðir inn í landsleikjahlé. Ívar Ásgrímsson var að vonum ánægður með sigur sinna manna í dag. „Ég er alltaf ánægður með sigur. Við vissum að þetta yrði mikilvægur leikur fyrir bæði lið, Kr þurfa að koma sér í betra sæti og við erum að berjast um að komast í úrslitakeppni. Það er líka mjög mikilvægt fyrir okkur að komast jákvæðir inn í langt landsleikjahlé. Haukar spiluðu mjög vel í dag og fannst Ívari munurinn á liðinum aðalega vera barátta og vilji. „Það var barátta og vilji og við lokuðum á þá. Ég sá í fyrri hálfleik að KR ættu í vandræðum með svæðisvörnina en ég ákvað að spila ekki svæðisvörn þar til að eiga það inni í fjórða leikhluta og það gekk upp." Russell Woods hefur heldur betur reynst Haukum happafengur eftir að hann kom til liðsins. Ívar er mjög ánægður með Woods. „Hann er jákvæður, er einn af liðinu og er að skora af stöðum þar sem okkur vantar skot. Hann er ekki að taka neitt frá neinum og er alveg rosalega góður í kringum teiginn." Nú tekur við langt landsleikjahlé. „Við tökum góða pásu fram yfir helgi og síðan tekur bara við undirbúningstímabil. Við þurfum að keyra vel upp og vera tilbúnir í hraðferðina sem kemur í lokin. Við erum með frábæran styrktarþjálfara og við munum nota hann mjög vel í hléinu."Ingi: Þeir höfðu meiri trú„Ég er mjög svekktur að vera tíu stigum yfir og fá svo gríðarlega auðveldar körfur á okkur og missa í raun stjórn á leiknum," sagði Ingi Þór, þjálfari KR, að loknum leik í kvöld. KR voru mjög slakir í fjórða leikhluta í kvöld og Ingi var ekki sáttur með hans menn létu ýta sér frá körfunni. „Þeir ýta okkur bara frá körfunni. Við fengum svosem ágætis skot til að setja körfur. Svona er körfuboltinn, hann refsar grimmt ef þú nærð ekki að halda sókninni gangandi. Vörnin okkar var ágæt í dag." Inga fannst meginmunur liðanna í dag vera sú trú sem liðsmenn Hauka höfðu á verkefnið. „Mér fannst þeir bara hafa meiri trú. Við vorum alveg við það að ná þeim á tímabili í leiknum en ég verð að gefa Haukum hrós, þeir voru flottir í dag." „Við erum að fara í mjög krefjandi bikarleik á næsta fimmtudag, þar ætlum við að gera vel og eiga frábæran leik. Eftir það tekur við hlé og þá förum við yfir það sem við þurfum að breyta og laga," sagði Ingi að lokum. Haukur: Höfum engan tíma til að slaka áHaukur Óskarsson var frábær í liði Hauka í dag og skoraði 20 stig. Hann var kátur í leikslok. „Ég er mjög ánægður. Við erum í baráttu um að komast í úrslitakeppni og þetta er stórt skref." Haukar tóku yfir leikinn í fjórða leikhluta. Haukur segir að menn hafi verið harðákveðnir í að vinna leikinn í dag. „Í fjórða leikhluta fóru menn bara að berjast, við bara að vinna þennan leik. Það er auðvelt að segja það eftir á en bara ætluðum að vinna þennan leik í dag, þetta er það mikilvægt fyrir okkur. Skallagrímur setti strik í reikninginn í síðustu umferð og við þurftum bara að kvitta fyrir það." Haukar lentu 14 stigum undir í seinni hálfleik en Haukur hafði ekki miklar áhyggjur af því. „Mér fannst við vera yfirvegaðir í dag. KR er gott lið og það er ekkert sjokk að lenda 14 stigum undir gegn þeim. Það var mikill karakter að koma til baka. Mér fannst við vera með stjórnina út frá okkar leik." Haukur er mjög ánægður með Russell Woods, líkt og Ívar, og segir að hann henti liðinu mjög vel. „Woods hentar okkur miklu betur varnarlega. Hann er metnaðarfullur og leggur sig fram á æfingum. Svo er þetta bara flottur strákur og þetta smitar allt út frá sér." Nú gengur í garð langt landsleikjahlé en Haukur ætlar ekkert að slaka á. „Það verður hver einasti dagur nýttur, við höfum engan tíma til að slaka á."
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti