Á rétt á bótum eftir allt saman vegna snjóflóðs af eigin völdum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2019 13:28 Snjóflóðið féll í hlíðinni sem sést á þessari mynd. Vísir/Egill Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð, á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu. Óumdeilt er að skíðaiðkun hans og félaga hans hafi valdið snjóflóðinu. Tryggingarfélagið og Viðlagatrygging Íslands höfðu áður hafnað bótaskyldu í málinu.Þann 18. janúar árið 2015 var Viðar á fjallaskíðum í hlíðum Eyrarfjalls ásamt félaga sínum. Þegar þeir voru komnir langleiðina upp hlíð fjallsins fór af stað snjóflóð.Viðar ræddi málið við Kastljós árið 2017eftir að Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu og Sjóvá að hann ætti ekki rétt á bótum.Viðar lenti í flóðinu og barst með því 200 til 300 metra niður fjallshlíðina. Við þetta hlaut hann alvarlega áverka, þar á meðal hálsbrot, beinbrot og taugaskaða á hægri handlegg ásamt öðrum áverkum. Auk þess skemmdist fjallaskíðabúnaður og önnur verðmæti sem hann hafði á sér. Félagi hans lenti ekki í snjóflóðinu.Vísaði til ákvæðis um að tjón af völdum snjóflóða og annarra náttúruhamfara fáist ekki bættÓumdeilt er í málinu að snjóflóðið hafi farið af stað af þeirra völdum, snjóalag sem þeir fóru yfir, hafi brostið og við það farið af stað flekaflóð.Viðar sendi inn tjónstilkynningu vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir, sem og þeirra muna og verðmæta sem skemmdust í snjóflóðinu, til Sjóva-Almennar sem hafnaði bótaskyldu og vísaði til þes að í ákvæði þeirra trygginga Viðars komi fram að tjón væri ekki bætt sökum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða og annarra náttúruhamfara. Vísaði félagið til þess að tjón vegna náttúruhamfara væru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.Viðlagatrygging hafnaði hins vegar bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að snjóflóðið sem Viðar varð fyrir hafi orðið af mannavöldum, því væri ekki um náttúruhamfarir að ræða.Umfjöllun Kastljóss um málið frá árinu 2017.Mynd/RÚVStefndi Viðar því Sjóvá-Almennum til viðurkenningar bótaskyldu og var málið byggt á sömu túlkun og túlkun viðlagatrygginga, að snjóflóðið gæti ekki flokkast undir náttúruhamfarir. Þá leitaði hann einnig sérfræðiálits sérfræðinga hjá Veðurstofunni þar sem segir að umrætt snjóflóð hafi ekki uppfyllt kröfur til þess að geta kallast náttúruhamfarir.Tryggingarfélagið taldi hins vegar að ekki ætti að gera greinarmun á snjóflóðum af náttúrunnar völdum eða mannavöldum, skýrt væri að tryggingar Viðars tryggðu ekki tjón af völdum snjóflóða. Þá væri að mati félagsins vel þekkt að náttúruhamfarir geti verið af mannavöldum, samanber jarðskjálftar í tengslum við framkvæmdir. Þá taldi tryggingarfélagið að gögn frá Veðurstofu Íslands hefðu enga þýðingu í málinu.Óskýrt ákvæði tryggingarfélaginu í óhagÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu segir að ákvæðið sem vitnaðu var í af hálfu tryggingarfélagsins væri óskýrt og samkvæmt dómafordæmi bæri að skýra óljós og umdeilanleg ákvæði þeim aðila í óhag, sem samdi einhliða samning eða það ákvæði sem um ræðir.Því hefði þurft að taka sérstaklega fram ef undanskilja átti önnur snjóflóð en þau sem yrðu vegna náttúruhamfara, svo sem þau, sem verða af mannavöldum.Var því fallist á kröfu Viðars um að hann ætti rétt á bótum frá tryggingarfélaginum vegna slyssins, auk þess sem Sjóvá Almennar þarf að greiða málskostnað í málinu, 1,4 milljónir. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Tryggingar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð, á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu. Óumdeilt er að skíðaiðkun hans og félaga hans hafi valdið snjóflóðinu. Tryggingarfélagið og Viðlagatrygging Íslands höfðu áður hafnað bótaskyldu í málinu.Þann 18. janúar árið 2015 var Viðar á fjallaskíðum í hlíðum Eyrarfjalls ásamt félaga sínum. Þegar þeir voru komnir langleiðina upp hlíð fjallsins fór af stað snjóflóð.Viðar ræddi málið við Kastljós árið 2017eftir að Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu og Sjóvá að hann ætti ekki rétt á bótum.Viðar lenti í flóðinu og barst með því 200 til 300 metra niður fjallshlíðina. Við þetta hlaut hann alvarlega áverka, þar á meðal hálsbrot, beinbrot og taugaskaða á hægri handlegg ásamt öðrum áverkum. Auk þess skemmdist fjallaskíðabúnaður og önnur verðmæti sem hann hafði á sér. Félagi hans lenti ekki í snjóflóðinu.Vísaði til ákvæðis um að tjón af völdum snjóflóða og annarra náttúruhamfara fáist ekki bættÓumdeilt er í málinu að snjóflóðið hafi farið af stað af þeirra völdum, snjóalag sem þeir fóru yfir, hafi brostið og við það farið af stað flekaflóð.Viðar sendi inn tjónstilkynningu vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir, sem og þeirra muna og verðmæta sem skemmdust í snjóflóðinu, til Sjóva-Almennar sem hafnaði bótaskyldu og vísaði til þes að í ákvæði þeirra trygginga Viðars komi fram að tjón væri ekki bætt sökum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða og annarra náttúruhamfara. Vísaði félagið til þess að tjón vegna náttúruhamfara væru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.Viðlagatrygging hafnaði hins vegar bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að snjóflóðið sem Viðar varð fyrir hafi orðið af mannavöldum, því væri ekki um náttúruhamfarir að ræða.Umfjöllun Kastljóss um málið frá árinu 2017.Mynd/RÚVStefndi Viðar því Sjóvá-Almennum til viðurkenningar bótaskyldu og var málið byggt á sömu túlkun og túlkun viðlagatrygginga, að snjóflóðið gæti ekki flokkast undir náttúruhamfarir. Þá leitaði hann einnig sérfræðiálits sérfræðinga hjá Veðurstofunni þar sem segir að umrætt snjóflóð hafi ekki uppfyllt kröfur til þess að geta kallast náttúruhamfarir.Tryggingarfélagið taldi hins vegar að ekki ætti að gera greinarmun á snjóflóðum af náttúrunnar völdum eða mannavöldum, skýrt væri að tryggingar Viðars tryggðu ekki tjón af völdum snjóflóða. Þá væri að mati félagsins vel þekkt að náttúruhamfarir geti verið af mannavöldum, samanber jarðskjálftar í tengslum við framkvæmdir. Þá taldi tryggingarfélagið að gögn frá Veðurstofu Íslands hefðu enga þýðingu í málinu.Óskýrt ákvæði tryggingarfélaginu í óhagÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu segir að ákvæðið sem vitnaðu var í af hálfu tryggingarfélagsins væri óskýrt og samkvæmt dómafordæmi bæri að skýra óljós og umdeilanleg ákvæði þeim aðila í óhag, sem samdi einhliða samning eða það ákvæði sem um ræðir.Því hefði þurft að taka sérstaklega fram ef undanskilja átti önnur snjóflóð en þau sem yrðu vegna náttúruhamfara, svo sem þau, sem verða af mannavöldum.Var því fallist á kröfu Viðars um að hann ætti rétt á bótum frá tryggingarfélaginum vegna slyssins, auk þess sem Sjóvá Almennar þarf að greiða málskostnað í málinu, 1,4 milljónir.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Tryggingar Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira