Á rétt á bótum eftir allt saman vegna snjóflóðs af eigin völdum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2019 13:28 Snjóflóðið féll í hlíðinni sem sést á þessari mynd. Vísir/Egill Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð, á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu. Óumdeilt er að skíðaiðkun hans og félaga hans hafi valdið snjóflóðinu. Tryggingarfélagið og Viðlagatrygging Íslands höfðu áður hafnað bótaskyldu í málinu.Þann 18. janúar árið 2015 var Viðar á fjallaskíðum í hlíðum Eyrarfjalls ásamt félaga sínum. Þegar þeir voru komnir langleiðina upp hlíð fjallsins fór af stað snjóflóð.Viðar ræddi málið við Kastljós árið 2017eftir að Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu og Sjóvá að hann ætti ekki rétt á bótum.Viðar lenti í flóðinu og barst með því 200 til 300 metra niður fjallshlíðina. Við þetta hlaut hann alvarlega áverka, þar á meðal hálsbrot, beinbrot og taugaskaða á hægri handlegg ásamt öðrum áverkum. Auk þess skemmdist fjallaskíðabúnaður og önnur verðmæti sem hann hafði á sér. Félagi hans lenti ekki í snjóflóðinu.Vísaði til ákvæðis um að tjón af völdum snjóflóða og annarra náttúruhamfara fáist ekki bættÓumdeilt er í málinu að snjóflóðið hafi farið af stað af þeirra völdum, snjóalag sem þeir fóru yfir, hafi brostið og við það farið af stað flekaflóð.Viðar sendi inn tjónstilkynningu vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir, sem og þeirra muna og verðmæta sem skemmdust í snjóflóðinu, til Sjóva-Almennar sem hafnaði bótaskyldu og vísaði til þes að í ákvæði þeirra trygginga Viðars komi fram að tjón væri ekki bætt sökum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða og annarra náttúruhamfara. Vísaði félagið til þess að tjón vegna náttúruhamfara væru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.Viðlagatrygging hafnaði hins vegar bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að snjóflóðið sem Viðar varð fyrir hafi orðið af mannavöldum, því væri ekki um náttúruhamfarir að ræða.Umfjöllun Kastljóss um málið frá árinu 2017.Mynd/RÚVStefndi Viðar því Sjóvá-Almennum til viðurkenningar bótaskyldu og var málið byggt á sömu túlkun og túlkun viðlagatrygginga, að snjóflóðið gæti ekki flokkast undir náttúruhamfarir. Þá leitaði hann einnig sérfræðiálits sérfræðinga hjá Veðurstofunni þar sem segir að umrætt snjóflóð hafi ekki uppfyllt kröfur til þess að geta kallast náttúruhamfarir.Tryggingarfélagið taldi hins vegar að ekki ætti að gera greinarmun á snjóflóðum af náttúrunnar völdum eða mannavöldum, skýrt væri að tryggingar Viðars tryggðu ekki tjón af völdum snjóflóða. Þá væri að mati félagsins vel þekkt að náttúruhamfarir geti verið af mannavöldum, samanber jarðskjálftar í tengslum við framkvæmdir. Þá taldi tryggingarfélagið að gögn frá Veðurstofu Íslands hefðu enga þýðingu í málinu.Óskýrt ákvæði tryggingarfélaginu í óhagÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu segir að ákvæðið sem vitnaðu var í af hálfu tryggingarfélagsins væri óskýrt og samkvæmt dómafordæmi bæri að skýra óljós og umdeilanleg ákvæði þeim aðila í óhag, sem samdi einhliða samning eða það ákvæði sem um ræðir.Því hefði þurft að taka sérstaklega fram ef undanskilja átti önnur snjóflóð en þau sem yrðu vegna náttúruhamfara, svo sem þau, sem verða af mannavöldum.Var því fallist á kröfu Viðars um að hann ætti rétt á bótum frá tryggingarfélaginum vegna slyssins, auk þess sem Sjóvá Almennar þarf að greiða málskostnað í málinu, 1,4 milljónir. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Tryggingar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Sjá meira
Viðar Kristinsson, sem slasaðist alvarlega í snjóflóði í Eyrarfjalli fyrir ofan Ísafjörð, á rétt á bótum frá Sjóvá-Almennar vegna þeirra meiðsla sem hann hlaut í snjóflóðinu. Óumdeilt er að skíðaiðkun hans og félaga hans hafi valdið snjóflóðinu. Tryggingarfélagið og Viðlagatrygging Íslands höfðu áður hafnað bótaskyldu í málinu.Þann 18. janúar árið 2015 var Viðar á fjallaskíðum í hlíðum Eyrarfjalls ásamt félaga sínum. Þegar þeir voru komnir langleiðina upp hlíð fjallsins fór af stað snjóflóð.Viðar ræddi málið við Kastljós árið 2017eftir að Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum komst að sömu niðurstöðu og Sjóvá að hann ætti ekki rétt á bótum.Viðar lenti í flóðinu og barst með því 200 til 300 metra niður fjallshlíðina. Við þetta hlaut hann alvarlega áverka, þar á meðal hálsbrot, beinbrot og taugaskaða á hægri handlegg ásamt öðrum áverkum. Auk þess skemmdist fjallaskíðabúnaður og önnur verðmæti sem hann hafði á sér. Félagi hans lenti ekki í snjóflóðinu.Vísaði til ákvæðis um að tjón af völdum snjóflóða og annarra náttúruhamfara fáist ekki bættÓumdeilt er í málinu að snjóflóðið hafi farið af stað af þeirra völdum, snjóalag sem þeir fóru yfir, hafi brostið og við það farið af stað flekaflóð.Viðar sendi inn tjónstilkynningu vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir, sem og þeirra muna og verðmæta sem skemmdust í snjóflóðinu, til Sjóva-Almennar sem hafnaði bótaskyldu og vísaði til þes að í ákvæði þeirra trygginga Viðars komi fram að tjón væri ekki bætt sökum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða og annarra náttúruhamfara. Vísaði félagið til þess að tjón vegna náttúruhamfara væru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.Viðlagatrygging hafnaði hins vegar bótaskyldu í málinu á þeim grundvelli að snjóflóðið sem Viðar varð fyrir hafi orðið af mannavöldum, því væri ekki um náttúruhamfarir að ræða.Umfjöllun Kastljóss um málið frá árinu 2017.Mynd/RÚVStefndi Viðar því Sjóvá-Almennum til viðurkenningar bótaskyldu og var málið byggt á sömu túlkun og túlkun viðlagatrygginga, að snjóflóðið gæti ekki flokkast undir náttúruhamfarir. Þá leitaði hann einnig sérfræðiálits sérfræðinga hjá Veðurstofunni þar sem segir að umrætt snjóflóð hafi ekki uppfyllt kröfur til þess að geta kallast náttúruhamfarir.Tryggingarfélagið taldi hins vegar að ekki ætti að gera greinarmun á snjóflóðum af náttúrunnar völdum eða mannavöldum, skýrt væri að tryggingar Viðars tryggðu ekki tjón af völdum snjóflóða. Þá væri að mati félagsins vel þekkt að náttúruhamfarir geti verið af mannavöldum, samanber jarðskjálftar í tengslum við framkvæmdir. Þá taldi tryggingarfélagið að gögn frá Veðurstofu Íslands hefðu enga þýðingu í málinu.Óskýrt ákvæði tryggingarfélaginu í óhagÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu segir að ákvæðið sem vitnaðu var í af hálfu tryggingarfélagsins væri óskýrt og samkvæmt dómafordæmi bæri að skýra óljós og umdeilanleg ákvæði þeim aðila í óhag, sem samdi einhliða samning eða það ákvæði sem um ræðir.Því hefði þurft að taka sérstaklega fram ef undanskilja átti önnur snjóflóð en þau sem yrðu vegna náttúruhamfara, svo sem þau, sem verða af mannavöldum.Var því fallist á kröfu Viðars um að hann ætti rétt á bótum frá tryggingarfélaginum vegna slyssins, auk þess sem Sjóvá Almennar þarf að greiða málskostnað í málinu, 1,4 milljónir.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Tryggingar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Sjá meira