Hyggjast hópfjármagna hof eftir framúrkeyrslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 Ásatrúarfélaginu var úthlutuð lóð í Öskjuhlíð árið 2006 en tíu árum síðar hófust framkvæmdir. Svona var staðan í fyrradag. Fréttablaðið/Anton Brink Kostnaður við byggingu ásatrúarhofsins í Öskjuhlíð er kominn langt fram úr áætlun og skoðar félagið nú nýstárlegar leiðir til fjáröflunar fyrir lokasprett framkvæmdanna. Allsherjargoði segir hópfjármögnunarherferð í undirbúningi til að komast hjá skuldsetningu. Vonast er til að safna að minnsta kosti 18 milljónum króna með þessu móti. „Það er svo mikið af fólki búið að hafa samband og vill fá að vita hvort það geti styrkt þetta á einhvern hátt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spurður út í málið. „Við höfum verið að reyna að finna þessu farveg þannig að við séum ekki með betlistafinn heldur frekar að þetta sé eitthvað þar sem fólk er að fá eitthvað á móti,“ segir Hilmar Örn og segir að verið sé að hanna einhverja pakka sem bæði henta þeim sem gefa lítið og þeim sem hafa viljað gefa meira. Hópfjármögnunarsíður á borð við Karolina Fund bjóða velunnurum oft fríðindi eða eitthvað annað í staðinn fyrir styrkveitinguna. Ekki er búið að ákveða hvort Karolina Fund eða annar sambærilegur vettvangur verður fyrir valinu. „Við höfum verið að skoða alla möguleika. Maður vill geta gert þetta með ákveðinni reisn.“ Hingað til hefur verkefnið verið fjármagnað alfarið af félagsmönnum og því fé sem félagið hefur safnað. En Ásatrúarfélagið er ekki ónæmt fyrir hættunni á framúrkeyrslu í framkvæmdum, frekar en aðrir. „Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að fara langt fram yfir áætlun. Upprunaleg áætlun upp á 127 milljónir er löngu sprungin,“ segir Hilmar Örn. Í dag áætlar hann að þurfi 270 milljónir til að klára verkið. Á lögréttufundi þann 12. desember kom fram að fjárhagsstaða félagsins væri betri nú en undanfarna mánuði og hægt hafi verið að standa við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Nokkuð sem Hilmar segir að sé góðu fólki að þakka. „Við höfum ekki enn þurft að taka bankalán og við viljum sjá hvað við getum lagt til sjálf og með þessu átaki. Upprunalega hugmyndin var að gera þetta skuldlaust og við þrjóskumst við enn þá.“ Hilmar segir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir verklokum í desember, vonir standi þó til að koma félagsstarfinu inn í bygginguna í haust en smíði hvelfingar hofsins sé óvissuþáttur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Trúmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Kostnaður við byggingu ásatrúarhofsins í Öskjuhlíð er kominn langt fram úr áætlun og skoðar félagið nú nýstárlegar leiðir til fjáröflunar fyrir lokasprett framkvæmdanna. Allsherjargoði segir hópfjármögnunarherferð í undirbúningi til að komast hjá skuldsetningu. Vonast er til að safna að minnsta kosti 18 milljónum króna með þessu móti. „Það er svo mikið af fólki búið að hafa samband og vill fá að vita hvort það geti styrkt þetta á einhvern hátt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spurður út í málið. „Við höfum verið að reyna að finna þessu farveg þannig að við séum ekki með betlistafinn heldur frekar að þetta sé eitthvað þar sem fólk er að fá eitthvað á móti,“ segir Hilmar Örn og segir að verið sé að hanna einhverja pakka sem bæði henta þeim sem gefa lítið og þeim sem hafa viljað gefa meira. Hópfjármögnunarsíður á borð við Karolina Fund bjóða velunnurum oft fríðindi eða eitthvað annað í staðinn fyrir styrkveitinguna. Ekki er búið að ákveða hvort Karolina Fund eða annar sambærilegur vettvangur verður fyrir valinu. „Við höfum verið að skoða alla möguleika. Maður vill geta gert þetta með ákveðinni reisn.“ Hingað til hefur verkefnið verið fjármagnað alfarið af félagsmönnum og því fé sem félagið hefur safnað. En Ásatrúarfélagið er ekki ónæmt fyrir hættunni á framúrkeyrslu í framkvæmdum, frekar en aðrir. „Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að fara langt fram yfir áætlun. Upprunaleg áætlun upp á 127 milljónir er löngu sprungin,“ segir Hilmar Örn. Í dag áætlar hann að þurfi 270 milljónir til að klára verkið. Á lögréttufundi þann 12. desember kom fram að fjárhagsstaða félagsins væri betri nú en undanfarna mánuði og hægt hafi verið að standa við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Nokkuð sem Hilmar segir að sé góðu fólki að þakka. „Við höfum ekki enn þurft að taka bankalán og við viljum sjá hvað við getum lagt til sjálf og með þessu átaki. Upprunalega hugmyndin var að gera þetta skuldlaust og við þrjóskumst við enn þá.“ Hilmar segir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir verklokum í desember, vonir standi þó til að koma félagsstarfinu inn í bygginguna í haust en smíði hvelfingar hofsins sé óvissuþáttur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Trúmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira