Rannsakar hvernig einstæðir foreldrar nýta sér fæðingarorlofið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Íris Dögg Lárusdóttir ásamt Sigrúnu Júlíusdóttur, stofnanda Sigrúnarsjóðs, í gær er hún fékk styrkinn úr sjóðnum. kristinn ingvarsson Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð. Sigrúnarsjóður var stofnaður af Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, og var nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn. Íris Dögg ræddi um rannsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fjölmargar rannsóknir sýna það að einstæðir foreldrar lifa við lakari lífskjör heldur en foreldrar sem eru í sambúð eða hjónabandi. Það svo þýðir að börnin þeirra búa við lakari uppeldisskilyrði. „Eitt af því sem getur bætt uppeldisskilyrði og þar með jafnað kjör þeirra eru veglegri fæðingarorlofsréttindi því þau verða til þess að mæðurnar komast út á vinnumarkaðinn fyrr sem bætir þeirra tekjur. Þá styður það við feðurna að taka þátt í umönnun barnanna en það hefur margoft sýnt sig að það hefur jákvæðar afleiðingar út í líf barnanna seinna meir,“ segir Íris.Rannsóknin leiði vonandi í ljós hvers vegna einstæðir feður nýti ekki orlofið Allir foreldrar á Íslandi eiga jafnan rétt til fæðingarorlofs, það er hvort foreldri um sig á þrjá mánuði sem eru óframseljanlegir og svo eiga foreldrarnir þrjá sameiginlega mánuði sem heimilt er að skipta með sér. Íris segir að einstæðir feður séu ekki að nýta sér sína þrjá mánuði eins og þeir gætu verið að gera og ættu í raun að vera að gera. Hún segir að rannsóknin leiði vonandi í ljós hvar gloppurnar eru og hvað það þurfi til þess að feðurnir taki meiri þátt. „Það sem okkur grunar miðað við aðrar rannsóknir er að það þurfi einna helst fræðslu og stuðning til þessara foreldra. Fræðslu um að þeir eigi þennan rétt og stuðning um foreldrasamstarf. Þetta er ótrúlega stór hópur barna á Íslandi, þetta eru 16 prósent barna sem fæðast til einstæðra foreldra og þar fyrir utan þá eru sambúðarslit algengust á fyrstu þremur árum eftir fæðingu barns þannig að þetta er mjög stór hópur,“ segir Íris.Íris Dögg í gær þegar styrkurinn úr Sigrúnarsjóði var veittur.kristinn ingvarssonGögn úr spurningakönnunum og viðtöl við einstæða foreldra Auk styrksins úr Sigrúnarsjóði hefur rannsóknin hlotið styrk frá RANNÍS. Íris segir að við rannsóknina verði notuð gögn sem byrjað var að afla árið 2001 en um er að ræða spurningakannanir sem lagðar hafa verið fyrir foreldrar fjórum sinnum síðan þá. Þá nýtast gögn frá Fæðingarorlofssjóði einnig en vegna styrksins úr Sigrúnarsjóði mun Íris einnig geta framkvæmt viðtalsrannsókn við einstæða foreldra sem mun auðga gögnin sem nú þegar eru til enn frekar að hennar sögn.Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér. Bítið Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð. Sigrúnarsjóður var stofnaður af Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ, og var nú úthlutað úr sjóðnum í annað sinn. Íris Dögg ræddi um rannsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fjölmargar rannsóknir sýna það að einstæðir foreldrar lifa við lakari lífskjör heldur en foreldrar sem eru í sambúð eða hjónabandi. Það svo þýðir að börnin þeirra búa við lakari uppeldisskilyrði. „Eitt af því sem getur bætt uppeldisskilyrði og þar með jafnað kjör þeirra eru veglegri fæðingarorlofsréttindi því þau verða til þess að mæðurnar komast út á vinnumarkaðinn fyrr sem bætir þeirra tekjur. Þá styður það við feðurna að taka þátt í umönnun barnanna en það hefur margoft sýnt sig að það hefur jákvæðar afleiðingar út í líf barnanna seinna meir,“ segir Íris.Rannsóknin leiði vonandi í ljós hvers vegna einstæðir feður nýti ekki orlofið Allir foreldrar á Íslandi eiga jafnan rétt til fæðingarorlofs, það er hvort foreldri um sig á þrjá mánuði sem eru óframseljanlegir og svo eiga foreldrarnir þrjá sameiginlega mánuði sem heimilt er að skipta með sér. Íris segir að einstæðir feður séu ekki að nýta sér sína þrjá mánuði eins og þeir gætu verið að gera og ættu í raun að vera að gera. Hún segir að rannsóknin leiði vonandi í ljós hvar gloppurnar eru og hvað það þurfi til þess að feðurnir taki meiri þátt. „Það sem okkur grunar miðað við aðrar rannsóknir er að það þurfi einna helst fræðslu og stuðning til þessara foreldra. Fræðslu um að þeir eigi þennan rétt og stuðning um foreldrasamstarf. Þetta er ótrúlega stór hópur barna á Íslandi, þetta eru 16 prósent barna sem fæðast til einstæðra foreldra og þar fyrir utan þá eru sambúðarslit algengust á fyrstu þremur árum eftir fæðingu barns þannig að þetta er mjög stór hópur,“ segir Íris.Íris Dögg í gær þegar styrkurinn úr Sigrúnarsjóði var veittur.kristinn ingvarssonGögn úr spurningakönnunum og viðtöl við einstæða foreldra Auk styrksins úr Sigrúnarsjóði hefur rannsóknin hlotið styrk frá RANNÍS. Íris segir að við rannsóknina verði notuð gögn sem byrjað var að afla árið 2001 en um er að ræða spurningakannanir sem lagðar hafa verið fyrir foreldrar fjórum sinnum síðan þá. Þá nýtast gögn frá Fæðingarorlofssjóði einnig en vegna styrksins úr Sigrúnarsjóði mun Íris einnig geta framkvæmt viðtalsrannsókn við einstæða foreldra sem mun auðga gögnin sem nú þegar eru til enn frekar að hennar sögn.Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast hér.
Bítið Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent