Hópur erlendra manna grunaður um stórfelldan sígarettuþjófnað úr Leifsstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:16 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Friðrik Þór Karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. mars næstkomandi vegna gruns um ítrekaðan þjófnað á varningi úr Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Maðurinn er talinn tilheyra hópi erlendra manna sem hafa stundað skipulagðan þjófnað úr flugstöðinni undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Síðast þegar maðurinn var handtekinn í flugstöðinni fundust í fórum hans sjö sígarettukarton, áfengi og ilmvötn, samtals að verðmæti um 125 þúsund krónur. Lögregla telur að maðurinn tilheyri hópi manna af erlendum uppruna sem stundi með skipulögðum hætti þjófnað á dýrum varningi úr verslunum í flugstöðinni, aðallega sígarettum. Fyrst voru höfð afskipti af hópnum í ágúst í fyrra en hluti hans fór þá úr landi. Karlmaðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald er hins vegar búsettur á Íslandi og virðist hann hafa haldið uppteknum hætti. Starfsemi hópsins fór fram með þeim hætti að mennirnir keyptu ódýra flugmiða, mættu á flugvöllinn og tékkuðu sig inn. Í stað þess að fara í flugið eru mennirnir sagðir hafa látið greipar sópa um verslanir í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Upp komst um þjófnaðinn þegar þegar tollverðir í flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu ferðir einstaklinga úr hópnum. Við húsleit á heimilum grunaðra var auk þess lagt hald á talsvert magn sígarettukartona og annars konar varnings sem talinn er þýfi úr verslunum í flugstöðinni. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. mars næstkomandi vegna gruns um ítrekaðan þjófnað á varningi úr Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Maðurinn er talinn tilheyra hópi erlendra manna sem hafa stundað skipulagðan þjófnað úr flugstöðinni undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Síðast þegar maðurinn var handtekinn í flugstöðinni fundust í fórum hans sjö sígarettukarton, áfengi og ilmvötn, samtals að verðmæti um 125 þúsund krónur. Lögregla telur að maðurinn tilheyri hópi manna af erlendum uppruna sem stundi með skipulögðum hætti þjófnað á dýrum varningi úr verslunum í flugstöðinni, aðallega sígarettum. Fyrst voru höfð afskipti af hópnum í ágúst í fyrra en hluti hans fór þá úr landi. Karlmaðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald er hins vegar búsettur á Íslandi og virðist hann hafa haldið uppteknum hætti. Starfsemi hópsins fór fram með þeim hætti að mennirnir keyptu ódýra flugmiða, mættu á flugvöllinn og tékkuðu sig inn. Í stað þess að fara í flugið eru mennirnir sagðir hafa látið greipar sópa um verslanir í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Upp komst um þjófnaðinn þegar þegar tollverðir í flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu ferðir einstaklinga úr hópnum. Við húsleit á heimilum grunaðra var auk þess lagt hald á talsvert magn sígarettukartona og annars konar varnings sem talinn er þýfi úr verslunum í flugstöðinni.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira