Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. febrúar 2019 06:45 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir frumvarpið vel unnið og hefur ekki heyrt af óánægju innan samstarfsflokks síns. Fréttablaðið/ernir Talsverðrar óánægju gætir meðal þingmanna Sjálfstæðisflokks með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim sem blaðið ræddi við úr röðum flokksins kom einnig saman um að sérkennilegt hefði verið hvernig staðið var að kynningu þess, en frumvarpið var ekki kynnt fyrir ríkisstjórn áður en blaðamannafundur um málið var haldinn á fimmtudag. Eftir fundinn lét Lilja þó hafa eftir sér í fjölmiðlum að einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarpið. Minnisblað um áform ráðherrans í málefnum einkarekinna fjölmiðla var til umræðu á ríkisstjórnarfundi daginn eftir, á föstudag. Lilja segir sjálf að málinu hafi verið vel tekið innan ríkisstjórnarinnar. „Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“ segir Lilja og á þar við Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmann Sjálfstæðisflokks, sem tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Lilja hafði aðspurð að öðru leyti ekki heyrt af óánægjuröddum innan Sjálfstæðisflokksins, en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði komið að vinnu frumvarpsins. Lilja kynnti efni frumvarpsins í menntamálaráðuneytinu þann 31. janúar síðastliðinn. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum við rekstur ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett ýmis skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, það byggist á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja til fjölmiðlanna. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við kom meðal annars saman um að ef ekkert væri gert í fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem skekkti samkeppni á fjölmiðlamarkaði, væri stuðningurinn sem leggja ætti til í frumvarpi ráðherrans við einkarekna fjölmiðla til lítils. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda og samráð stendur yfir til 15. þessa mánaðar. „Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athugasemdir berist. Að öðru leyti er þetta tímamótafrumvarp, sem er almennt og nær yfir mikilvægi þess hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna,“ segir Lilja en segir aðspurð, að fullsnemmt sé að segja til um hvort frumvarpið fari í gegnum þingið óbreytt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Talsverðrar óánægju gætir meðal þingmanna Sjálfstæðisflokks með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim sem blaðið ræddi við úr röðum flokksins kom einnig saman um að sérkennilegt hefði verið hvernig staðið var að kynningu þess, en frumvarpið var ekki kynnt fyrir ríkisstjórn áður en blaðamannafundur um málið var haldinn á fimmtudag. Eftir fundinn lét Lilja þó hafa eftir sér í fjölmiðlum að einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarpið. Minnisblað um áform ráðherrans í málefnum einkarekinna fjölmiðla var til umræðu á ríkisstjórnarfundi daginn eftir, á föstudag. Lilja segir sjálf að málinu hafi verið vel tekið innan ríkisstjórnarinnar. „Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“ segir Lilja og á þar við Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmann Sjálfstæðisflokks, sem tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Lilja hafði aðspurð að öðru leyti ekki heyrt af óánægjuröddum innan Sjálfstæðisflokksins, en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði komið að vinnu frumvarpsins. Lilja kynnti efni frumvarpsins í menntamálaráðuneytinu þann 31. janúar síðastliðinn. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum við rekstur ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett ýmis skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, það byggist á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja til fjölmiðlanna. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við kom meðal annars saman um að ef ekkert væri gert í fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem skekkti samkeppni á fjölmiðlamarkaði, væri stuðningurinn sem leggja ætti til í frumvarpi ráðherrans við einkarekna fjölmiðla til lítils. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda og samráð stendur yfir til 15. þessa mánaðar. „Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athugasemdir berist. Að öðru leyti er þetta tímamótafrumvarp, sem er almennt og nær yfir mikilvægi þess hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna,“ segir Lilja en segir aðspurð, að fullsnemmt sé að segja til um hvort frumvarpið fari í gegnum þingið óbreytt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07
Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15