Sjálfstæðismenn amast við fjölmiðlafrumvarpi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. febrúar 2019 06:45 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir frumvarpið vel unnið og hefur ekki heyrt af óánægju innan samstarfsflokks síns. Fréttablaðið/ernir Talsverðrar óánægju gætir meðal þingmanna Sjálfstæðisflokks með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim sem blaðið ræddi við úr röðum flokksins kom einnig saman um að sérkennilegt hefði verið hvernig staðið var að kynningu þess, en frumvarpið var ekki kynnt fyrir ríkisstjórn áður en blaðamannafundur um málið var haldinn á fimmtudag. Eftir fundinn lét Lilja þó hafa eftir sér í fjölmiðlum að einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarpið. Minnisblað um áform ráðherrans í málefnum einkarekinna fjölmiðla var til umræðu á ríkisstjórnarfundi daginn eftir, á föstudag. Lilja segir sjálf að málinu hafi verið vel tekið innan ríkisstjórnarinnar. „Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“ segir Lilja og á þar við Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmann Sjálfstæðisflokks, sem tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Lilja hafði aðspurð að öðru leyti ekki heyrt af óánægjuröddum innan Sjálfstæðisflokksins, en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði komið að vinnu frumvarpsins. Lilja kynnti efni frumvarpsins í menntamálaráðuneytinu þann 31. janúar síðastliðinn. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum við rekstur ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett ýmis skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, það byggist á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja til fjölmiðlanna. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við kom meðal annars saman um að ef ekkert væri gert í fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem skekkti samkeppni á fjölmiðlamarkaði, væri stuðningurinn sem leggja ætti til í frumvarpi ráðherrans við einkarekna fjölmiðla til lítils. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda og samráð stendur yfir til 15. þessa mánaðar. „Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athugasemdir berist. Að öðru leyti er þetta tímamótafrumvarp, sem er almennt og nær yfir mikilvægi þess hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna,“ segir Lilja en segir aðspurð, að fullsnemmt sé að segja til um hvort frumvarpið fari í gegnum þingið óbreytt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Talsverðrar óánægju gætir meðal þingmanna Sjálfstæðisflokks með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeim sem blaðið ræddi við úr röðum flokksins kom einnig saman um að sérkennilegt hefði verið hvernig staðið var að kynningu þess, en frumvarpið var ekki kynnt fyrir ríkisstjórn áður en blaðamannafundur um málið var haldinn á fimmtudag. Eftir fundinn lét Lilja þó hafa eftir sér í fjölmiðlum að einhugur væri innan ríkisstjórnarinnar um frumvarpið. Minnisblað um áform ráðherrans í málefnum einkarekinna fjölmiðla var til umræðu á ríkisstjórnarfundi daginn eftir, á föstudag. Lilja segir sjálf að málinu hafi verið vel tekið innan ríkisstjórnarinnar. „Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“ segir Lilja og á þar við Pál Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóra og þingmann Sjálfstæðisflokks, sem tjáði sig um málið í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Lilja hafði aðspurð að öðru leyti ekki heyrt af óánægjuröddum innan Sjálfstæðisflokksins, en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði komið að vinnu frumvarpsins. Lilja kynnti efni frumvarpsins í menntamálaráðuneytinu þann 31. janúar síðastliðinn. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum við rekstur ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett ýmis skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, það byggist á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja til fjölmiðlanna. Málið var rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Þeim sem Fréttablaðið ræddi við kom meðal annars saman um að ef ekkert væri gert í fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði, sem skekkti samkeppni á fjölmiðlamarkaði, væri stuðningurinn sem leggja ætti til í frumvarpi ráðherrans við einkarekna fjölmiðla til lítils. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda og samráð stendur yfir til 15. þessa mánaðar. „Frumvarpið er í samráðsgáttinni til þess að umsagnir og athugasemdir berist. Að öðru leyti er þetta tímamótafrumvarp, sem er almennt og nær yfir mikilvægi þess hvaða hlutverki fjölmiðlar gegna,“ segir Lilja en segir aðspurð, að fullsnemmt sé að segja til um hvort frumvarpið fari í gegnum þingið óbreytt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07 Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." 30. apríl 2010 13:07
Segir fyrirferð RÚV og frumvarp ráðherra líklega ástæðu úttektar Tilefni stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu er hugsanlega fyrirferð fjölmiðilsins á samkeppnismarkaði og yfirvofandi fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 17. janúar 2019 06:15