Innlent

Flogið rakleitt úr kyrrsetningu til Vestmannaeyja

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skrúfuþotan er stærsta vél flugfélagsins Ernis.
Skrúfuþotan er stærsta vél flugfélagsins Ernis. Fréttablaðið/Ernir
Dornier-skrúfuþotu flugfélagsins Ernis var flogið rakleitt í áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja eftir að Isavia aflétti kyrrsetningu á vélinni síðdegis í gær.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu 10. janúar var þessi stærsta flugvél Ernis kyrrsett vegna tæplega 100 milljóna króna skuldar við Isavia vegna lendingargjalda og annarra þjónustugjalda félagsins. Samkomulag um uppgjör skuldarinnar var undirritað í gær og vélin því laus fyrir Erni.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir trúnað ríkja um innihald samkomulagsins. „Eina sem ég get sagt er að samkomulagið er ásættanleg og hagfellt fyrir Isavia,“ segir hann.

Aðspurður hvort fleiri flug­rekstrar­aðilar væru á bláþræði gagnvart Isavia á svipaðan hátt og Isavia var sagðist Guðjón ekki geta gefið slíkar upplýsingar. Honum vitanlega væri kyrrsetning vélar Ernis aðeins sú þriðja sem beitt hefði verið. Áður hafi flugfélögin Iceland Express á sínum tíma og Air Berlin fyrir rúmu ári orðið fyrir slíku.

„Þetta er lokaúrræði sem við beitum að mjög vel íhuguðu máli og eftir að búið er að leita annarra leiða til að leita lausna,“ segir Guðjón Helgason.




Tengdar fréttir

Kyrrsetningu á flugvél Ernis aflétt

Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna.

Skrúfuþota Ernis kyrrsett

Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×