Snjóflóðið hæglega getað sópað fólki niður í fjöru Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 4. febrúar 2019 15:45 Óli Stefán Flóventsson ók inn í snjóflóðið í morgun. Aðsend Einn ökumannanna sem kom að snjóflóðinu sem féll yfir Þjóðveg 1 í Hvalnesskriðum telur að vegfarendur hafi verið þar í hættu. Engin slys urðu þó á fólki og þakkar hann stálgrindverki að ekki fór verr. Óli Stefán Flóventsson, sem margir þekkja af þjálfunarstörfum í knattspyrnu, segist hafa ekið rakleiðis inn í snjóflóðið sem féll yfir veginn á ellefta tímanum í morgun. Hann segir í samtali við Vísi að skyggnið hafi verið lítið fyrir austan í morgun og að hann hafi ekki rekið augun í skaflinn á veginum fyrr en það var orðið of seint. Það eina í stöðunni fyrir hann hafi því verið að halda fast í stýrið og aka rakleiðis inn í snjóflóðið. Þar sat bíll hans fastur og segir Óli að ómögulegt hafi verið að opna dyr bílsins. Honum hafi engu að síður tekist að krafsa sig út. Þá fyrst segist Óli hafa áttað sig á því að hann hafði ekið inn í snjóflóð.Sjá einnig: Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Töluverð umferð var á svæðinu í morgun, til að mynda óku þrjár rútur fram á snjóflóðið eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Meðan beðið var eftir því að Vegagerðin kæmi á vettvang og ryddi veginn segir Óli að einhverjir vegfarendur hafi yfirgefið bíla sína til að aðstoða þá ökumenn sem sátu fastir á veginum. Viðstöddum stóð þó ekki á sama þegar annað snjófljóð féll úr hlíðinni og hafnaði á varnarvegg, sem Óli lýsir sem stálgirðingu. Höggið var mikið og segir Óli að snjórinn hafi dreifst yfir vegfarendur. Óhætt sé að áætla að ef ekki hefði verið fyrir girðinguna hefði snjóflóðið „sópað fólkinu niður í fjöru,“ eins Óli kemst að orði. Þá hafi viðstaddir áttað sig á því að líklega væru þeir í hættu og því tekið sig til við að losa fasta bíla. Rúturnar hafi bakkað í skjól og bíll Óla dreginn út úr skaflinum. Þrátt fyrir höggið segir Óli að bíll sinn hafi verið ökufær og tókst honum að halda leið sinni áfram. Vegurinn sé þó ennþá lokaður, ef marka má heimasíðu Vegagerðarinnar. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Óla Stefáns um aðstæður á vettvangi. Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Einn ökumannanna sem kom að snjóflóðinu sem féll yfir Þjóðveg 1 í Hvalnesskriðum telur að vegfarendur hafi verið þar í hættu. Engin slys urðu þó á fólki og þakkar hann stálgrindverki að ekki fór verr. Óli Stefán Flóventsson, sem margir þekkja af þjálfunarstörfum í knattspyrnu, segist hafa ekið rakleiðis inn í snjóflóðið sem féll yfir veginn á ellefta tímanum í morgun. Hann segir í samtali við Vísi að skyggnið hafi verið lítið fyrir austan í morgun og að hann hafi ekki rekið augun í skaflinn á veginum fyrr en það var orðið of seint. Það eina í stöðunni fyrir hann hafi því verið að halda fast í stýrið og aka rakleiðis inn í snjóflóðið. Þar sat bíll hans fastur og segir Óli að ómögulegt hafi verið að opna dyr bílsins. Honum hafi engu að síður tekist að krafsa sig út. Þá fyrst segist Óli hafa áttað sig á því að hann hafði ekið inn í snjóflóð.Sjá einnig: Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Töluverð umferð var á svæðinu í morgun, til að mynda óku þrjár rútur fram á snjóflóðið eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Meðan beðið var eftir því að Vegagerðin kæmi á vettvang og ryddi veginn segir Óli að einhverjir vegfarendur hafi yfirgefið bíla sína til að aðstoða þá ökumenn sem sátu fastir á veginum. Viðstöddum stóð þó ekki á sama þegar annað snjófljóð féll úr hlíðinni og hafnaði á varnarvegg, sem Óli lýsir sem stálgirðingu. Höggið var mikið og segir Óli að snjórinn hafi dreifst yfir vegfarendur. Óhætt sé að áætla að ef ekki hefði verið fyrir girðinguna hefði snjóflóðið „sópað fólkinu niður í fjöru,“ eins Óli kemst að orði. Þá hafi viðstaddir áttað sig á því að líklega væru þeir í hættu og því tekið sig til við að losa fasta bíla. Rúturnar hafi bakkað í skjól og bíll Óla dreginn út úr skaflinum. Þrátt fyrir höggið segir Óli að bíll sinn hafi verið ökufær og tókst honum að halda leið sinni áfram. Vegurinn sé þó ennþá lokaður, ef marka má heimasíðu Vegagerðarinnar. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Óla Stefáns um aðstæður á vettvangi.
Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Tengdar fréttir Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38 Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. 4. febrúar 2019 11:38
Rútan ók inn í nýfallið snjóflóðið Hópurinn sem keyrði fram á snjóflóðin fyrir austan kominn á Djúpavog. 4. febrúar 2019 13:08