Segir íbúa miðbæjarins ósátta við tímabundið áfengisleyfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2019 12:14 Kolbrún segir íbúa lanþreytta Sjö staðir í Reykjavík hafa fengið tímabundið áfengisleyfi í nótt þar sem einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin fer fram. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt ákvörðun borgarinnar þar sem hún segir íbúa mjög ósátta. Í nótt fer fram einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin eins og hann er kallaður hérlendis. Um er að ræða amerískan fótboltaleik sem sýndur er í nótt. Vegna viðburðarins hafa sjö staðir í Reykjavík fengið framlengdan opnunartíma ásamt tímabundnu áfengisleyfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins gagnrýndi ákvörðunina en hún hefur fengið fjölda kvartana frá íbúum miðbæjarins. „Þarna er hópur fólks í miðbænum sem er orðinn langþreyttur á versnandi ástandi þegar kemur að endalausum skemmtana- og vínveitingaleyfum í miðbænum sem halda heilu hverfunum í gíslingu með yfirgengilegum hávaða og tillitsleysi. Hvað varðar næturró og friðhelgi einkalífsins er þetta komið langt yfir þau mörk,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir. Að hennar mati er reglugerð um hávaða hunsuð. „Reglugerðin miðar að því að allt svona hætti klukkan 23 en nú er hávaðinn langt fram eftir nóttu. Þau segja sjálf að þeim sé haldið í gíslingu í miðborginni. Mér finnst kominn tími til að stjórnendur borgarinnar hugsi þetta til enda,“ sagði Kolbrún. Leikurinn hefst klukkan 23.30 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð2 Sport, en dagskrá hefst klukkan 22. Áfengi og tóbak Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sjö staðir í Reykjavík hafa fengið tímabundið áfengisleyfi í nótt þar sem einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin fer fram. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt ákvörðun borgarinnar þar sem hún segir íbúa mjög ósátta. Í nótt fer fram einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin eins og hann er kallaður hérlendis. Um er að ræða amerískan fótboltaleik sem sýndur er í nótt. Vegna viðburðarins hafa sjö staðir í Reykjavík fengið framlengdan opnunartíma ásamt tímabundnu áfengisleyfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins gagnrýndi ákvörðunina en hún hefur fengið fjölda kvartana frá íbúum miðbæjarins. „Þarna er hópur fólks í miðbænum sem er orðinn langþreyttur á versnandi ástandi þegar kemur að endalausum skemmtana- og vínveitingaleyfum í miðbænum sem halda heilu hverfunum í gíslingu með yfirgengilegum hávaða og tillitsleysi. Hvað varðar næturró og friðhelgi einkalífsins er þetta komið langt yfir þau mörk,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir. Að hennar mati er reglugerð um hávaða hunsuð. „Reglugerðin miðar að því að allt svona hætti klukkan 23 en nú er hávaðinn langt fram eftir nóttu. Þau segja sjálf að þeim sé haldið í gíslingu í miðborginni. Mér finnst kominn tími til að stjórnendur borgarinnar hugsi þetta til enda,“ sagði Kolbrún. Leikurinn hefst klukkan 23.30 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð2 Sport, en dagskrá hefst klukkan 22.
Áfengi og tóbak Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira