Segir íbúa miðbæjarins ósátta við tímabundið áfengisleyfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2019 12:14 Kolbrún segir íbúa lanþreytta Sjö staðir í Reykjavík hafa fengið tímabundið áfengisleyfi í nótt þar sem einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin fer fram. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt ákvörðun borgarinnar þar sem hún segir íbúa mjög ósátta. Í nótt fer fram einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin eins og hann er kallaður hérlendis. Um er að ræða amerískan fótboltaleik sem sýndur er í nótt. Vegna viðburðarins hafa sjö staðir í Reykjavík fengið framlengdan opnunartíma ásamt tímabundnu áfengisleyfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins gagnrýndi ákvörðunina en hún hefur fengið fjölda kvartana frá íbúum miðbæjarins. „Þarna er hópur fólks í miðbænum sem er orðinn langþreyttur á versnandi ástandi þegar kemur að endalausum skemmtana- og vínveitingaleyfum í miðbænum sem halda heilu hverfunum í gíslingu með yfirgengilegum hávaða og tillitsleysi. Hvað varðar næturró og friðhelgi einkalífsins er þetta komið langt yfir þau mörk,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir. Að hennar mati er reglugerð um hávaða hunsuð. „Reglugerðin miðar að því að allt svona hætti klukkan 23 en nú er hávaðinn langt fram eftir nóttu. Þau segja sjálf að þeim sé haldið í gíslingu í miðborginni. Mér finnst kominn tími til að stjórnendur borgarinnar hugsi þetta til enda,“ sagði Kolbrún. Leikurinn hefst klukkan 23.30 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð2 Sport, en dagskrá hefst klukkan 22. Áfengi og tóbak Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Sjö staðir í Reykjavík hafa fengið tímabundið áfengisleyfi í nótt þar sem einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin fer fram. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur gagnrýnt ákvörðun borgarinnar þar sem hún segir íbúa mjög ósátta. Í nótt fer fram einn stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, Superbowl eða Ofurskálin eins og hann er kallaður hérlendis. Um er að ræða amerískan fótboltaleik sem sýndur er í nótt. Vegna viðburðarins hafa sjö staðir í Reykjavík fengið framlengdan opnunartíma ásamt tímabundnu áfengisleyfi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins gagnrýndi ákvörðunina en hún hefur fengið fjölda kvartana frá íbúum miðbæjarins. „Þarna er hópur fólks í miðbænum sem er orðinn langþreyttur á versnandi ástandi þegar kemur að endalausum skemmtana- og vínveitingaleyfum í miðbænum sem halda heilu hverfunum í gíslingu með yfirgengilegum hávaða og tillitsleysi. Hvað varðar næturró og friðhelgi einkalífsins er þetta komið langt yfir þau mörk,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir. Að hennar mati er reglugerð um hávaða hunsuð. „Reglugerðin miðar að því að allt svona hætti klukkan 23 en nú er hávaðinn langt fram eftir nóttu. Þau segja sjálf að þeim sé haldið í gíslingu í miðborginni. Mér finnst kominn tími til að stjórnendur borgarinnar hugsi þetta til enda,“ sagði Kolbrún. Leikurinn hefst klukkan 23.30 í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð2 Sport, en dagskrá hefst klukkan 22.
Áfengi og tóbak Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira